23. ára samstarf Páls E. Winkel við Vernd

Þann 9. september tilkynnti Páll E. Winkel leyfi sitt frá embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar og frá og með 1. október mun hann sinna verkefnum innan há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins til áramóta og þar eftir gegna embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna til 30. júní 2025.  Páll hefur gegnt embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar frá árinu 2008 en hefur verið í afar farsælu samstarfi við Vernd fangahjálp síðastliðin 23 ár. Samstarfið hefur einkennst af virðingu og einstaklega góðri samvinnu. Páll hóf störf sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun árin 2001-2005 og sinnt þeim störfum með prýði. Páll hefur leitt mikilvægar breytingar hjá stofnuninni sem og haft áhrif á ásýnd fangelsismála á Íslandi.

Vernd óskar Páli góðs gengis í komandi störfum og þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum.