Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5060
Netfang:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Forstöðumaður fangelsisins er Halldór Valur Pálsson. Hann er einnig forstöðumaður Fangelsisins Sogni og Hólmsheiði.
Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með 9 deildir sem rúma allt að 87 karlfanga. Þar starfa alls 57 starfsmenn, fangaverðir sem sinna almennri fangavörslu og verkstjórn, auk skrifstofufólks, meðferðarfulltrúa, starfsmanna í eldhúsi og verslun. 
Ein fangadeildin er rekin sem sérstök meðferðardeild þar sem fer fram vímuefnameðferð undir umsjón meðferðarfulltrúa og sálfræðinga.

Móttaka sendinga til fanga er frá kl. 08:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 08:00 - 12:00 á föstudögum.
Í fangelsinu eru 6 vinnustaðir fyrir fanga sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Hægt er að panta númeraplötur og aðrar vörur sem framleiddar eru á Litla-Hrauni með því að senda póst á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjá  http://Fangaverk.is/


Vinna fanga

Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:

 

  • Bílnúmera- og skiltagerð
  • Bílaþvottur
  • Flokkun málma til endurvinnslu
  • Járnsmíði
  • Matseld á deildum
  • Trésmíði
  • Viðgerðir á stikum fyrir Vegagerðina
  • Viðhald
  • Þrif og umhirða á sameiginlegum rýmum og lóð fangelsisins 
  • Þvottahús
  • Öskjugerð fyrir skjalasöfn 
  • Önnur verkefni til lengri og skemmri tíma

 

Nám
Fangar geta stundað nám í fangelsinu en á staðnum er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Kennslustjóri og námsráðgjafi eru með starfsstöð í fangelsinu. Dæmi eru um að fangar stundi fjarnám við aðra menntaskóla og einnig við háskóla. Nánari upplýsingar hjá námsráðgjafa í síma 825-6465.

Meðferðarstarf
AA samtökin eru með reglulega fundi í fangelsinu.


Hönnunarsaga
Arkís arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni en niðurstöður hennar voru kynntar snemmsumars 2012. Höfundar tillögunnar eru Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson arkitektar. Ráðgjafar voru Birgir Teitsson, Egill Guðmundsson og Friðrik Friðriksson arkitektar.

Efnt var til samkeppni um listskreytingar og hlutu fyrstu verðlaun þær Anna Hallin og Olga S. Bergmann. Tillaga þeirra heitir Arboretum - trjásafn og er margþætt listaverk, þyrping 9 tegunda trjáa og "fuglahótel" með tilheyrandi fuglahúsum sem unnin eru í samvinnu við tréverkstæðið á Litla-Hrauni. Hægt er að fylgjast með fuglalífinu í sjónvarpi í fangelsinu.

Framkvæmdir
Fyrsta skóflustungan var tekin 4. apríl 2013. Jarðvegsframkvæmdir hófust með fyrstu skóflustungunni í kjölfar útboðs og síðar um vorið var bygging fangelsisins boðin út. Samið var við ÍAV um byggingu hússins en fyrirtækið átti lægsta tilboð af þremur sem bárust.

Ákveðið var að fangelsið yrði vottað samkvæmt alþjóðlega umhverfisvotturnarkerfinu BREEAM og fellur það sérstaklega vel að öllum 10 meginreglum svokallaðs Nordic Built sáttmála. Með þeirri hugmyndafræði er við sköpun á manngerðu umhverfi leitast við að auka lífsgæði, nýta sjálfbærni, staðbundnar auðlindir og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best.

Fyrstu fangar hefja afplánun á Hólmsheiði
15.11.2016

Í dag hefst formlegur fangelsisrekstur í nýju fangelsi á Hólmsheiði þegar kvennadeild fangelsisins verður tekin í notkun.  Verða þá þær konur sem afplána þurfa í lokuðu fangelsi fluttar í nýja fangelsið. 
Í fangelsinu eru 56 fangapláss.  Til að byrja með verður aðeins kvennadeild tekin í notkun en á næstu dögum mun Fangelsismálastofnun hefja boðun dómþola til afplánunar í nýja fangelsið og taka fleiri deildir í notkun.  Að lokum mun gæsluvarðhaldseinangrun flutt úr Fangelsinu Litla-Hrauni í nýja fangelsið.  Gert er ráð fyrir að það verði gert í upphafi næsta árs.

Fangelsismálastofnun bindur miklar vonir við að starfsmönnum og vistmönnum í nýju fangelsi líði vel á nýjum stað.  Við hönnun fangelsisins var öryggi fanga og starfsmanna haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga.  Rúmlega 50 ára sögu byggingasögu fangelsis í Reykjavík er nú lokið.   

Fyrsta skóflustunga að nýju fangelsi á Hólmsheiði tekin 4. apríl 2013
5.4.2013
Í gær 4. apríl 2013 tók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á höfuborgarsvæðinu. Fjöldi gesta var viðstaddur þennan merka áfanga í fangelsissögu landsins en stefnt hefur verið að því að byggja fangelsi á höfuðborgarsvæðinu í tugi ára
Lesa meira

Hönnunarsamkeppni fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík
7.1.2012

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík.

Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og u.þ.b. 3.700 m2 að stærð. Sjá nánari upplýsingar á vef Ríkiskaupa (Opnast í nýjum vafraglugga) .

Lesa meira

 Hönnunarsamkeppni um fangelsisbyggingu að hefjast

 4.1.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, undirrituðu í dag samning um útfærslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Samkeppnin verður auglýst á erópska efnahagssvæðinu og verður með þeim hætti að þeir sem uppfylla hæfisskilyrði geta tekið þátt. Samkeppnisgögn verða afhent frá 9. janúar nk. og er gert ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var vegna samkeppninnar, liggi fyrir í byrjun sumars. Þá taka við samningar við hönnunarteymið sem verður fyrir valinu og er stefnt að því að framkvæmdir við nýtt fangelsi geti hafist í lok þessa árs.

Sjá nánar (Opnast í nýjum vafraglugga) .