Það er ekki algengt að fjölmennar ráðstefnur séu haldnar í fangelsum. Ein slík verður þó haldin núna laugardaginn 22. nóvember á Litla-Hrauni og stendur hún frá kl. 10.00-14.00. Það er AA deild fanga, Brúin, sem stendur fyrir ráðstefnunni. Um 40 manns hefur verið boðið til ráðstefnunnar og ætla má að álíka margir fangar mæti. Það er mál manna að mjög vel hafi til tekist síðast þegar slík ráðstefna var haldin og slíkir atburðir eru alltaf lyftistöng í því öfluga AA starfi sem rekið er innan fangelsanna. Margir utanaðkomandi AA menn mæta reglulega á AA fundi á Litla-Hraun og deila reynslu sinni með föngum og hvetja þá til dáða.