Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn á Kvíabryggju ásamt fleirum

 

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður og Lárus Hannesson, forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi heimsóttu Kvíabryggju 6. apríl sl. Heimsóknargestum var kynnt starfsemin á Kvíabryggju. Einnig var sýnd aðstaða fanga og fangavarða ásamt vinnuaðstöðu fanga. Að lokinni kynningu ræddu gestir við vistmenn og svöruðu fyrirspurnum. Góðar umræður voru um stjórnmál en þó sérstaklega um aðbúnað fanga. Var meðal annars rætt um nám fanga og aðstöðu til þess. Mikil ánægja var meðal vistmanna með heimsóknina og var gestum boðið í kaffi og vöfflur að umræðum loknum.

 

 Ljósmynd: Þráinn Farestveit