Fyrsta smitið meðal fangavarða í fangelsum hér á landi er komið upp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Smitið mun hafa komið upp á Litla-Hrauni.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RUV. Smitið er á Litla-Hrauni og um er að ræða fyrsta tilfellið þar sem smit greinist innan fangelsa landsins síðan kórónuveirufaraldurinn hófst.

Páll segir að þegar hafi verið gripið til viðeigandi aðgerða. Einn fangavörður er í einangrun og tveir í sóttkví. Ekki hefur smit greinst á meðal fanga enda segir Páll að vel gætt að skjólstæðingum fangelsisins.

Páll segir að fylgst verði grannt með framvindu mála og staðan skýrist á næstu dögum.