Um helm­ing­ur fanga á Íslandi lýk­ur nú afplán­un sinni á áfanga­heim­ili Vernd­ar í Reykja­vík. Þar eru um tutt­ugu pláss sem oft­ast eru full­nýtt. Fang­ar geta verið þar í allt að tólf mánuði. Dæmi eru um að þeir biðji um að vera leng­ur. Eng­in önn­ur sam­bæri­leg úrræði eru nú í boði hér á landi.

Þrá­inn Farest­veit, fram­kvæmda­stjóri Vernd­ar, seg­ir að úrræðið nægi þess­um fjölda í dag, en bend­ir á að boðun­arlist­ar séu lang­ir, m.a. í kjöl­far þess að tveim­ur fang­els­um var lokað. Þegar nýja fang­elsið á Hólms­heiði verði komið að fullu í notk­un sé ljóst að ásókn­in muni aukast. Við því þurfi að bregðast með ein­hverj­um hætti.

Í meist­ara­rit­gerð Nínu Jacqu­el­ine Becker sem sagt var frá á mbl.is í vik­unni og byggð var á viðtöl­um við fyrr­ver­andi fanga, kom fram að skort­ur væri á eft­ir­fylgni og fé­lags­leg­um stuðningi fyr­ir fanga sem lokið hafa afplán­un. Þeir sem sem hún ræddi við nefndu sum­ir hverj­ir að fátt hefði beðið þeirra utan veggja fang­els­is­ins.

Frétt mbl.is: „Hell­ing­ur af of­beldi“ á Litla-Hrauni

 „Þær eru nokkr­ar krafta­verka­sög­urn­ar,“ seg­ir Þrá­inn Farest­veit um fanga sem lokið hafa afplán­un á Vernd. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á Vernd er föng­un­um veitt­ur marg­vís­leg­ur stuðning­ur og sú staðreynd að helm­ing­ur fanga lýk­ur nú afplán­un sinni þar vek­ur upp spurn­ing­ar um ör­lög jafn­margra sem gera það ekki?

Þrá­inn seg­ir að ein­hver hluti fanga velji að ljúka frek­ar afplán­un inni í lokuðum fang­els­um. Regl­ur á Vernd eru strang­ar, þeir sem þar dvelja þurfa að vera í starf­send­ur­hæf­ingu, vinnu eða námi, fara að regl­um um úti­vist­ar­tíma og vera edrú. „Þetta hent­ar ekki öll­um,“ seg­ir hann.

 

Um 8% send aft­ur í fang­elsi

Þeir fang­ar sem eru í neyslu inni í lokuðum fang­els­um eiga þess því ekki kost að ljúka afplán­un á Vernd. Þeir sem eru í neyslu og vilja fara í meðferð geta farið í meðferð á veg­um SÁÁ eða í Hlaðgerðarkoti, svo lengi sem þeir eiga ekki önn­ur ólok­in mál í dóms­kerf­inu. Í kjöl­farið geta þeir svo lokið afplán­un á Vernd. Verði fang­ar upp­vís­ir að því að vera í neyslu á meðan þeir eru þar eru þeir send­ir aft­ur í fang­elsi. Slíkt ger­ist í um 8% til­vika. „Það verður að telj­ast eðli­legt, sér­stak­lega miðað við það að í kring­um 90% þeirra sem eru í fang­els­um eru fíkl­ar,“ seg­ir Þrá­inn.

Dæmi eru um að fang­ar hafi í eng­in hús að venda þegar þeir koma úr fang­elsi og séu auk þess stór­skuldug­ir, m.a. vegna fíkni­efna­neyslu. Þar með eru þeir fast­ir í víta­hring sem erfitt get­ur reynst að rjúfa.

 „Þetta er nokkuð al­gengt,“ seg­ir Þrá­inn. „Það er hóp­ur manna í fang­els­um sem er fast­ur í viðjum fíkn­ar. Þess­um mönn­um tekst ekki að ljúka meðferðum við fíkn sinni eða hefja hana yf­ir­höfuð.“

Leitað lausna í und­ir­heim­un­um

En Þrá­inn ít­rek­ar að vilji fang­ar leita sér hjálp­ar sé sá mögu­leiki alltaf fyr­ir hendi. „Ef menn eru til­bún­ir að taka U-beygju í lífi sínu, taka ábyrgð á eig­in lífi og hætta að kenna öðrum um, þá hef­ur und­an­tekn­ing­ar­laust verið hægt að koma þeim til aðstoðar, þó að þeir hafi átt um­tals­verðar skuld­ir í und­ir­heim­un­um.“

 

Fang­ar koma sum­ir hverj­ir úr fang­elsi og eiga ekk­ert húsa­skjól og eru jafn­vel stór­skuldug­ir. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

 

Þrá­inn seg­ist sjálf­ur hafa tekið það að sér að leita lausna og ræða við „mann og ann­an“ í slík­um skulda­mál­um. Hann seg­ir mörg dæmi þess að menn í erfiðri skulda­stöðu sem hafa viljað koma lífi sínu á rétta braut hafi fengið til þess aðstoð. „Ef menn eru til­bún­ir að snúa af leið þá eru all­ir til­bún­ir að hjálpa.“

 

 

Hins veg­ar er afstaða sumra þannig að þeir vilja ekki eða finnst þeir ekki geta  snúið við blaðinu. 

Dæmi eru um það að fang­ar kvíði því að fara af Vernd eft­ir að hafa dvalið þar um tíma í þeirri reglu og því skjóli sem þar fæst. „Menn eru oft í óvissu. Fjár­mál eru í ójafn­vægi og sömu­leiðis fjöl­skyldu­mál­in,“ seg­ir Þrá­inn.

Hann bend­ir á að þegar fang­ar hafi lokið afplán­un bjóðist þeim sömu úrræði og öll­um öðrum, hvort sem það snýr að hús­næðis­leit, meðferð eða fjár­hagsaðstoð.

Biðja um að fá að vera leng­ur

Flest­ir þeir sem ljúka afplán­un á Vernd eru komn­ir með hús­næði þegar þeir fara þaðan. Fang­ar geta nú afplánað hluta dóma sinna und­ir ra­f­rænu eft­ir­liti. Ekki er hægt að kom­ast í það úrræði nema að hafa fasta bú­setu. „Það hef­ur komið fyr­ir ein­staka sinn­um að menn hafa beðið um að fá að vera leng­ur hjá okk­ur á meðan er verið að finna hús­næði,“ seg­ir Þrá­inn.

Þrá­inn hef­ur verið lengi viðloðandi Vernd eða í þrjá­tíu ár. Hann seg­ir margt hafa breyst, m.a. það að vist­un fanga inn­an lokaðra fang­elsa hafi styst. Því beri að fagna.

Erfið staða hjá hópi fanga

Á þess­um ára­tug­um hef­ur skjól­stæðinga­hóp­ur­inn breyst tölu­vert. Áður hafi fang­ar oft verið í verri mál­um en nú. „Áður voru fíkni­sjúk­dóm­ar þeirra lengra gengn­ir og erfiðara að eiga við það og marg­ir þeirra voru hrein­lega á göt­unni.“

 Sá hóp­ur er ekki stór í dag.

En núna glíma fleiri fang­ar en áður við blandaðan vanda sem teng­ist fíkn, hegðun og geðsjúk­dóm­um. Aðstæður þeirra eru erfiðast­ar, að mati Þrá­ins. Þeir geta ekki dvalið  á Vernd og sér­stök úrræði fyr­ir þá er ekki í boði í dag. Út af fíkn næst stund­um ekki að vinna á und­ir­liggj­andi vanda og öf­ugt. Þá er afeitrun hjá þess­um mönn­um oft mjög erfið.

Fang­arn­ir fyrr­ver­andi sem rætt var við í fyrr­nefndri meist­ara­prófs­rit­gerð, var tíðrætt um veika fanga inni á Litla-Hrauni.  Þeim fannst þess­ir ein­stak­ling­ar geta verið óút­reikn­an­leg­ir og töldu að eft­ir­lit með þeim hafi ekki verið nægj­an­legt og þeir kom­ist upp með að taka ekki lyf­in sín held­ur safna þeim sam­an og selja þau öðrum föng­um.

Nokkr­ar krafta­verka­sög­ur

Þrá­inn þekk­ir mörg dæmi þess að menn sem hafa verið á Vernd hafi al­gjör­lega snúið við blaðinu og byggt upp gott líf. „Þær eru nokkr­ar krafta­verka­sög­urn­ar,“ seg­ir hann. „Það eru al­veg ótrú­leg­ustu menn sem hafa náð að klára sig á þessu, náð tök­um á hlut­un­um, kom­ist í vinnu og tekið svo þátt í sam­fé­lag­inu, en það er auðvitað meg­in­mark­mið Vernd­ar.“

 

MBL Sunna