Fangelsið Kvíabryggju

Kvíabryggja
350 Grundarfirði
Sími: 520 5980 
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Forstöðumaður fangelsisins er Birgir Guðmundsson. 

Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju á Snæfellsnesi og hefur verið starfrækt frá árinu 1963. Frá árinu 1955 var rekið þar vinnuhæli fyrir feður sem skulduðu barnameðlög. Á árinu 2007 var byggt við fangelsið og nú er hægt að hýsa þar 23 fanga. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi, þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Í fangelsinu er rúmgóð setustofa, eldhús, borðstofa og góður æfingasalur. Fangar sjá um matseld. Góð aðstaða er til vinnu og líkamsræktar. 

Fangar í fangelsinu þurfa að vera tilbúnir til að takast á við vímuefnavanda sinn og taka þátt í endurhæfingaráætlun og stunda vinnu eða nám.
Í fangelsinu starfa átta starfsmenn, forstöðumaður, skrifstofumaður og sex fangaverðir á sólarhringsvöktum. Vaktirnar eru 12 klukkustundir, dagvaktir frá kl. 08:00-20:00 og næturvaktir frá kl. 20:00 - 08:00.

Vinna fanga
Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:

  • Bústörf m.a. við sauðfjárbúskap
  • Viðhald 
  • Þrif
  • Tilfallandi verkefni

    Nám

Í fangelsinu geta fangar stundað fjarnám undir handleiðslu námsráðgjafa. Nánari upplýsingar veitir námsráðgjafi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.