Laugardaginn 25. október fór stjórn fangahjálparinnar Verndar ásamt framkvæmdastjóra í heimsókn á Litla-Hraun. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður, tók á móti stjórninni og sagði frá fangelsinu.  Þá fór hún með stjórninni um fangelsið, vinnustaði og skólann. Einnig var farið inn á tvær deildir. Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri ræddu við nokkra fanga og áttu síðan formlegan fund með stjórn Afstöðu, félagi fanga.

Heimsóknin var mjög fróðleg og var þetta í annað sinn sem stjórn fangahjálparinnar sótti fangelsið heim.