820 Eyrarbakka
Sími: 520 5900  
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Forstöðumaður fangelsisins er Halldór Valur Pálsson. Hann er einnig forstöðumaður Fangelsisins Sogni og Hólmsheiði.
Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með 9 deildir sem rúma allt að 87 karlfanga. Þar starfa alls 57 starfsmenn, fangaverðir sem sinna almennri fangavörslu og verkstjórn, auk skrifstofufólks, meðferðarfulltrúa, starfsmanna í eldhúsi og verslun. 
Ein fangadeildin er rekin sem sérstök meðferðardeild þar sem fer fram vímuefnameðferð undir umsjón meðferðarfulltrúa og sálfræðinga.

Móttaka sendinga til fanga er frá kl. 08:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 08:00 - 12:00 á föstudögum.
Í fangelsinu eru 6 vinnustaðir fyrir fanga sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Hægt er að panta númeraplötur og aðrar vörur sem framleiddar eru á Litla-Hrauni með því að senda póst á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vinna fanga
Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:

  • Bílaþvottur
  • Bílnúmera- og skiltagerð
  • Flokkun málma til endurvinnslu
  • Járnsmíði
  • Matseld á deildum
  • Trésmíði
  • Viðgerðir á stikum fyrir Vegagerðina
  • Viðhald
  • Þrif og umhirða á sameiginlegum rýmum og lóð fangelsisins 
  • Þvottahús
  • Öskjugerð fyrir skjalasöfn 
  • Önnur verkefni til lengri og skemmri tíma

    Nám
    Fangar geta stundað nám í fangelsinu en á staðnum er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Kennslustjóri og námsráðgjafi eru með starfsstöð í fangelsinu. Dæmi eru um að fangar stundi fjarnám við aðra menntaskóla og einnig við háskóla. Nánari upplýsingar hjá námsráðgjafa í síma 825-6465.

Meðferðarstarf

AA samtökin eru með reglulega fundi í fangelsinu.