Fangi nokkur gerði stórt módel af Hallgrímskirkju úr grillpinnum í afplánun sinni á Hólmsheiði. Módelið hefur hann gefið Hallgrímskirkju og mun Auður Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri í Fangelsinu á Hólmsheiði afhenda módelið í lok messu sunnudaginn 8. maí. Messan hefst kl. 11.

Af þessu tilefni hefur Hallgrímskirkja, í samstarfi við fangaprest Þjóðkirkjunnar, efnt til málþings að messu lokinni þar sem fjallað verður um ferðalag fanga frá afplánun til frelsis frá ýmsum sjónarhornum. Hvernig er þetta ferli í dag? Erum við á réttri leið í málefnum fanga?

Málþingið hefst kl. 12.30 í Suðursal Hallgrímskirkju og lýkur kl. 14:00.

Verið velkomin

Dagskrá málþingsins

Í fangelsi var ég. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, fangaprestur

Um vinnu fanga. Halldór Valur Pálsson, fangelsisstjóri.

Áskoranir í geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsa. Arndís Vilhjálmsdóttir, geðheilbrigðisteymi fangelsa.

Hvað segja fræðin? Helgi Gunnlaugsson, prófessor

Að koma aftur í samfélagið. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Stuðningur eftir afplánun. Sigríður Birna Sigvaldadóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum

Umræður

Ávarp og stjórn: Sigurður Árni Þórðarson og Sigríður Hjálmarsdóttir.