Það er ekki algengt að fjölmennar ráðstefnur séu haldnar í fangelsum. Ein slík var þó haldin laugardaginn 10. nóvember sl. á Litla-Hrauni og stóð hún frá kl. 10.00-14.00. Það var AA deild fanga, Brúin, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Um 30 manns hafði verið boðið til ráðstefnunnar og álí ka margir fangar mættu.Fangarnir höfðu bakað pönnukökur og smákökur sem þátttakendur gæddu sér á og gestirnir buðu upp á kjötsúpu í hádeginu. Margir ræðumenn stigu í pontu, bæði heimamenn og gestir. Það er mál manna að mjög vel hafi til tekist og slíkir atburðir eru alltaf lyftistöng því öfluga AA starfi sem rekið er innan fangelsanna.Margir AA menn mæta reglulega á Litla-Hraun og deila reynslu sinni með föngum og hvetja þá til dáða. Í febrúar á þessu ári var einnig haldin sambærileg ráðstefna á Litla-Hrauni og er stefnt að því að gera þetta að föstum lið í starfsemi AA deildar Litla Hrauns.