Rekstur fangelsa er liður í grunnþjónustu samfélagsins sem nauðsynlegt er að sé til staðar en óhætt er að segja að fangelsin hafi lítinn skerf fengið af góðærinu, áætlanir um byggingu nýs fangelsis hafa frestast ár frá ári og bráðabirgðaúrræði tafist.
Hegningarhúsið hefur verið rekið á undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum frá árinu 1998
Öll fangelsi á Íslandi eru nú yfirfull og ástandið viðkvæmt. Á LitlaHrauni sitja nú rúmlega 90 fangar, þrátt fyrir að þar sé aðeins gert ráð fyrir 77 föngum og í fyrsta skipti í sögu fangelsisins er því tvímennt í suma klefana.
Á sama tíma þurfa aðrir dæmdir menn að bíða mánuðum saman eftir að afplána refsivistina, á einu ári hefur boðunarlistinn lengst úr 140 manns í tæplega 250.
Allsherjarnefnd Alþingis skoðaði aðbúnað á Litla-Hrauni og Hegningarhúsinu í gær.
Ástandið er nú í raun þannig að ekkert má út af bregða til að veruleg vandræði verði. Ef lögreglan handtæki á morgun hóp manna fyrir gróft ofbeldisbrot væri bókstaflega hvergi pláss til að halda þeim.
Kvenréttindafélag Íslands og Vernd – fangahjálp, vilja í sameiningu vekja athygli á því að aðstæður kvenfanga eru mun lakari en karlfanga. Fyrir það fyrsta er einungis eitt fangelsi í boði fyrir kvenfanga, Kvennafangelsið í Kópavogi, þar sem þrengsli eru mikil. Kvenfangar eiga ekki kost á vistun í opnu fangelsi líkt og karlfangar og möguleikar kvenna til framhalds- og starfsnáms á meðan betrunarvist þeirra stendur, eru mun lakari en karlanna. Auk þess gefast kvenföngum ekki sömu tækifæri til að stunda vinnu samhliða afplánun og karlföngum.
Kvenréttindafélag Íslands og Vernd – fangahjálp, mótmæla þessari kynbundnu mismunun á aðstæðum og fangelsisvistun karl- og kvenfanga. Það er óviðunandi að föngum sé mismunað á grundvelli kyns síns enda varðar það við lög. Fangelsun er skv. stefnu stjórnvalda ætlað að fela í sér betrunarvist í þágu viðkomandi einstaklinga og samfélagsins í heild sinni. Kvenréttindafélag Ísland og Vernd – fangahjálp, hvetja yfirvöld til þess að lagfæra aðstæður kvenfanga hið fyrsta og tryggja það að nú þegar bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði stendur fyrir dyrum, verði aðstæður kvenfanga sem þar munu dvelja til jafns við það sem karlföngum býðst.
Þráinn Farestveit
Ég er mjög ánægð með að orðið hafi verið við þeirri ósk minni að halda fund,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en allsherjarnefnd kemur saman kl. 09 til þess að ræða stöðu fangelsismála.
Að sögn Vigdísar Hauksdóttur á nefndin von á tæpum tug gesta, en um sé að ræða þungavigtarfólk í fangelsismálabransanum. Þeirra á meðal eru Páll Winkel fangelsismálastjóri, Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður fangelsisins Litla-Hrauns, tveir fulltrúar fangavarðafélagsins og tveir til þrír fulltrúar dómsmálaráðuneytisins.
Í samtali við mbl.is segist Vigdís hafa miklar áhyggjur af stöðunni í fangelsismálum þar sem biðlistar séu orðnir óheyrilega langir sem verði að taka á. Bendir hún á að biðtími eftir afplánun sé allt að fjögur til fimm ár. „Ég tel að það sé mannréttindabrot að fólk fái ekki að afplána sem fyrst eftir að dómur fellur."
Öll fangelsi landsins eru yfirfull og verði ekki byggt við Litla-Hraun eða nýtt fangelsi reist á allra næstu árum stefnir í verulegt óefni. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að hugmyndir um að koma föngum fyrir í húsnæði sem ekki var reist sem fangelsi, s.s. í Arnarholti á Kjalarnesi, séu óraunhæfar enda séu slíkar bráðabirgðalausnir óhagkvæmari og dýrari en nýbyggingar.
Páll Winkel segir að jafnvel þó Fangelsismálastofnun eigi kost á húsnæði, s.s. í Arnarholti sem áður var spítali eða í Bitru, sem á sínum tíma var byggt sem kvennafangelsi, ráði stofnunin ekki yfir fjármunum til að bæta við fangaklefum, en um 100 milljónir kosti að reka 20 manna fangelsi í eitt ár.
Páll segir að stofnunin sækist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði. Sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Þar að auki sé óhagkvæmt að reka mörg lítil fangelsi
www.mbl.is
Samkvæmt 27. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 er heimilt, ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því að fullnusta allt að sex mánaða óskilorðsbundna fangelsisefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu, minnst 40 klukkustundur og mest 240 klukkustundir.
Þegar um fangelsisrefsingu samkvæmt fleiri en einum dómi er að ræða má samanlögð refsing eigi vera lengri en sex mánuðir. Ef hluti fangelsisrefsingar er skilorðsbundinn má heildarrefsing samkvæmt dóminum eigi vera lengri en sex mánuðir.
Þegar dómþola er sent bréf þar sem hann er boðaður til afplánunar fylgja með upplýsingar um samfélagsþjónustu ásamt umsóknareyðublaði. Umsókn skal skila til Fangelsismálastofnunar eigi síðar en viku áður en hann á upphaflega að hefja afplánun samkvæmt bréfinu.
Skilyrði þess að samfélagsþjónusta komi til álita eru:
1. Að dómþoli hafi óskað eftir því skriflega við Fangelsismálastofnun eigi síðar en viku áður en hann átti upphaflega að hefja afplánun fangelsisrefsingar samkvæmt boðunarbréfi.
2. Að dómþoli eigi ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum, þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað.
3. Að dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu. Áður en metið er hvort dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu og þar með talið hvort líklegt er að hann geti innt hana af hendi skal fara fram athugun á persónulegum högum hans. Mæti dómþoli ekki til viðtals í þessu skyni skal almennt synja beiðni um samfélagsþjónustu.
4. Að dómþoli afpláni ekki fangelsisrefsingu eða sæti gæsluvarðhaldi.