Skólastarf á Litla-Hrauni veturinn 2008 - 2009 gekk vel

Kennsla var efld til muna á haustönn í kjölfar yfirlýsingar menntamálaráðherra snemma á árinu um að ríkisstjórnin væri búin að tryggja aukið fjármagn til menntamála í fangelsum landsins. Má þar nefna ráðningu náms- og starfsráðgjafa í 100% starf og aukna viðveru kennslustjórans á Litla-Hrauni á staðnum auk þess sem farið var af stað með grunndeild rafiðna á Litla-Hrauni.

Á seinni önninni varð því miður verulegur niðurskurður á námsframboði á Litla-Hrauni. Nýstofnuð grunndeild rafiðna var lögð af svo og log- og rafsuðuáfangar og hvorki var boðið upp á kennslu í dönsku né lífsleikni, eins og fyrirhugað hafði verið og staða nýráðins náms- og starfsráðgjafa var skorin niður í 50% og var eingöngu ætlað að þjóna Fangelsinu Litla-Hrauni.

Ákveðið hefur verið að starfrækja sumarskóla í fjarnámi í samvinnu við Verzlunarskóla Íslands og hefur Anna Fríða Bjarnadóttir, náms- og starfsráðgjafi, komið að undirbúningi þess. Sumarskóli þessi er ekki á vegum FSu og mun starfsfólk á Litla-Hrauni sjá um að nemendur sem innritaðir hafa verið í einhverja áfanga, komist á netið tvisvar í viku til að hlaða niður efni og skila.
 
 
Frétt, http://www.fangelsi.is/