Það er ekki algengt að fjölmennar ráðstefnur séu haldnar í fangelsum. Ein slík verður þó haldin núna laugardaginn 22. nóvember á Litla-Hrauni og stendur hún frá kl. 10.00-14.00. Það er AA deild fanga, Brúin, sem stendur fyrir ráðstefnunni. Um 40 manns hefur verið boðið til ráðstefnunnar og ætla má að álíka margir fangar mæti. Það er mál manna að mjög vel hafi til tekist síðast þegar slík ráðstefna var haldin og slíkir atburðir eru alltaf lyftistöng í því öfluga AA starfi sem rekið er innan fangelsanna. Margir utanaðkomandi AA menn mæta reglulega á AA fundi á Litla-Hraun og deila reynslu sinni með föngum og hvetja þá til dáða.
Sigríður Svanlaug Heiðberg.
Sigríður Svanlaug Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands og framkvæmdastjóri Kattholts, er látin, 72 ára að aldri. Hún lézt á líknardeild Landspítala Ísland, Landakoti, þriðjudaginn 22. febrúar sl. Hún lætur eftir sig eiginmann, Einar Jónsson verktaka og fósturson, Daníel Orra Einarsson nema, bróður Eyþór Heiðberg, móðursysturdóttur sína Sigríði Einarsdóttur, systkinabörn og börn þeirra.
Sigríður Svanlaug var fædd í Reykjavík 30. mars 1938. Foreldrar hennar voru Jón Heiðberg heildsali og frú Þórey Heiðberg Eyþórsdóttir. Sigríður gekk í Húsmæðraskólann í Reykjavík 1958 til 1959 þar sem hún bazt skólasystrum sínum í óslítandi böndum svo þær héldu saumaklúbb reglulega og ferðuðust víða um Ísland og til útlanda ásamt mökum.Hún sótti námskeið og lauk námi hjá Apótekarafélaginu 1968 sem aðstoðarmaður lyfjafræðings og starfaði hjá Stefáni Thorarensen hf. í tvo áratugi.
Sigríður hefur setið í stjórn Verndar síðan 1986 og verið varaformaður síðan 2001. Hún tók við formennsku Kattavinafélags Íslands 1989 með opnun Kattholts að leiðarljósi. Líknarstöðin Kattholt var opnuð júlílok 1991, er hún móttaka fyrir heimilislausa ketti og kattahótel. Kattholt hefur verið starfrækt allan tímann undir handleiðslu hennar með það meginmarkmið að stuðla að bættu og upplýstu dýrahaldi Íslendinga.
Hún var kjörin heiðursfélagi Félagasamtakanna Verndar árið 2010.
Vernd vottar aðstandendum dýpstu samúð.
Þráinn Farestveit
Bygging nýs fangelsis, sem ráðgert er að bjóða út síðar í mánuðinum, verður í útboði á vegum ríkisins og mun ríkið eiga fangelsið. Ekki er gert ráð fyrir því að bjóðendur eigi bygginguna og leigi hana ríkinu eins og skilja hefur mátt af fréttum í morgun.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að leið einkaframkvæmdar hafi reynst skattborgurum dýrari en útboð ríkisins og því verði farin sú leið varðandi fangelsið. Unnið er nú að gerð útboðsgagna og stefnt að því að unnt verði að bjóða verkið út síðar í mánuðinum.
Í Viku 43 -vímuvarnaviku 2008 var alþingismönnum afhent hvatning um að halda vörð um velferð barna þegar kæmi að vímuefnavörnum. Það var Katrín Júlíusdóttir alþingismaður sem tók við áskoruninni fyrir hönd alþingismanna en Katrín er einnig stjórnarmaður í Vímulausri æsku / Foreldrahúsi. Starfsmaður Viku 43, Guðni Björnsson hitti Katrínu í Alþingishúsinu föstudaginn 24. október en 43. viku ársins lýkur með fyrsta vetrardaginum 25. október. Á skjalinu sem Katrín tók við, og er undirritað af 20 grasrótarsamtökum er eftirfarandi texta:
Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 9. júní kl.18:00
( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði ( Vímulaus æska / Foreldrahús )
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.
Stjórnin
Þráinn Farestveit