Félagsráðgjafi ársins 2013

Félagsráðgjafi ársins 2013 var tilnefndur í gær á afmælishátíð Félagsráðgjafafélagsins.

Guðrún þorgerður Ágústsdóttir hefur starfað sem  félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða varð fyrir valinu. Hún hefur verið ötul baráttukona fyrir bættri þjónustu við utangarðsfólk sem eru oftast langt leiddir vegna alkahólisma.

 

Guðrún þorgerður Ágústsdóttir situr í stjórn Verndar fangahjálpar, óskar stjórn Verndar henni sérstaklega til hamingju. 

 

 

 

 

 

 

Þráinn Bj Farestveit

Félagsráðgjafi ársins

Félagsráðgjafi ársins 2013 var tilnefndur í gær á afmælishátíð Félagsráðgjafafélagsins. Félagsráðgjafar ársins 2013 voru tveir í ár, þær Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir.

Vernd óskar þeim hjartanlega til hamingju.

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir hefur starfað sem félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Hún hefur verið ötul baráttukona fyrir bættri þjónustu við utangarðsfólk sem eru oftast langt leiddir vegna alkahólisma og ritað greinar í fjölmiðla um stöðu utangarðsfólks. 

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir situr í stjórn Verndar fangahjálpar, óskar stjórn Verndar henni sérstaklega til hamingju.

 

 

Starf fangaprests


Fangaprestur þjóðkirkjunnar sálusorgar fanga og fjölskyldur þeirra. Starfsvettvangur hans eru afplánunarfangelsi landsins en þau eru: Hegningarhúsið, sem er skilgreint sem móttökufangelsi og þangað koma fangar fyrst til afplánunar nema konur, fangelsið tekur 16 fanga; Kópavogsfangelsið, tekur 12 fanga, það er kvennafangelsi en þar eru einnig karlfangar; Litla-Hraun, þar er fangafjöldi alla jafna 80 auk gæsluvarðhaldsdeildar sem tekur níu fanga; Kvíabryggja, þar eru fangar 23; fangelsið á Akureyri en það tekur níu fanga.

Fangaprestur heimsækir fangelsin reglulega, alla jafna tvisvar til þrisvar í viku fer hann í fangelsið á Litla-Hrauni, vikulega í Hegningarhúsið og Kópavogsfangelsið. Heimsóknir eru tíðari ef svo ber við t.d. þegar alvarleg mál koma upp hjá föngum eða í fangelsunum. Fangelsið á Kvíabryggju er sótt heim á um sex vikna fresti og farið nokkrum sinnum á ári í fangelsið á Akureyri (að jafnaði á tveggja mánaða fresti.)

Einnig sinnir hann vistmönnum á áfangaheimili Verndar en þar eru samkvæmt samningi við Fangelsismálastofnun ríkisins fangar sem eru að ljúka afplánun og eiga allt að átta mánuði eftir af afplánuninni. Alla jafna eru á áfangaheimilinu um 15 – 20 menn í afplánun auk nokkurra sem eru í almennri vist. Þangað kemur fangaprestur vikulega og oftar ef með þarf.

Fangaprestur sinnir sömuleiðis réttargeðdeildinni að Sogni. Réttargeðdeildin er í eðli sínu sjúkrastofnun en þar eru vistaðir ósakhæfir fangar og í sumum tilvikum afplánunarfangar sem þar eru lagðir inn til skemmri eða lengri vistar vegna andlegra erfiðleika. Fangaprestur vitjar réttargeðdeildarinnar að jafnaði einu sinni í mánuði.

Fangaprestur sinnir aðstandendum fanga eftir því sem þeir leita til hans og í mörgum tilvikum hefur hann samband við þá að beiðni fanga eða annarra skyldmenna.

Sálusorgun fanga í gæsluvarðhaldi getur tekið mislangan tíma. Í mörgum tilvikum er um afar erfið mál að ræða og flestir gæsluvarðhaldsfangar glíma við mikla vanlíðan.

Fangaprestur er einnig formaður fangahjálparinnar Verndar og ritstjóri Verndarblaðsins. Einnig situr hann í húsnefnd áfangaheimilis Verndar.

Skrifstofa fangaprests er í Grensáskirkju og er viðtalstími alla virka daga frá kl. 9-12 og eftir samkomulagi. Sími á skrifstofu er 528-4429 en farsími fangaprests er 898-0110

 

www.kirkjan.is

Þráinn Bj Farestveit

Persónuleikaraskandi efni

Sterar eru ávanabindandi

Útlitsdýrkunin tekur sinn toll - sterar - astmalyf - Dópsalar sjá oft um sterasölu.

Á Íslandi eru karlhormónar og sterar misnotaðir fyrst og fremst í sambandi við kraftíþróttir, lyftingar, vaxtarækt o.fl. Einnig er orðið áberandi að ungir menn eru farnir að nota stera til að verða stærri, sterkari og fallegri. Undanfarin ár hefur nýr hópur steramisnotenda orðið nokkuð áberandi, en það eru þeir sem misnota sterana til að ná betri árangri í starfi. Þarna eru á ferðinni dyraverðir, lögreglumenn og þeir sem sinna öryggisgæslu. Einnig er það vel þekkt að fíkniefnasalar misnoti stera til að auka sér kjark og kraft til að ná lengra í sínu starfi.

Hversu ávanabindandi eru sterar ?

Sterar geta verið mjög ávanabindandi og tekið er á steramisnotkun í meðferð hjá SÁÁ. Íslendingar eru mjög ginkeyptir fyrir patentlausnum og margir tilbúnir að reyna það sem boðið er á götum eða í heimahúsum. Alls konar töframeðul eru í boði, sem eiga að bæta allt milli himins og jarðar, og er óþarfi að nefna hér margt af því rusli sem finnst á markaðnum í dag og fólk greiðir stórfé fyrir. Flest af þessu er reyndar vita gagnslaus og oftast meinlaust í sjálfu sér, en stundum eru þessi efni skaðleg og geta jafnvel verið, eins og sterarnir, stórhættuleg. Það er lögð mikil áhersla á það í meðferð hjá S.Á.Á. að vera ekki að fikta við efni eða gera tilraunir á sjálfum sér með efni eða lyf, sem eru lítið rannsökuð og lítið er vitað um.

Hvað eru sterar ?

Þegar við ræðum um steranotkun og stera er yfirleitt átt við vefaukandi stera (anabóla stera) sem eru efnafræðilegar afleiður af karlkynshormóninu testósteróni. Helstu áhrif vefaukandi stera er að framkalla svokölluð nýmyndunar áhrif, vefjaaukningu, og því öflugri sem sterarnir eru því meiri eru karlkynsörvandi áhrifin. Vefaukandi sterar eru ekki bara misnotaðir af íþróttafólki og vöðvatröllum heldur nýtast þeir vel til lækninga. Til dæmis við að byggja upp vefi eftir slys eða við endurhæfingu eftir brjóstakrabbamein svo einhver dæmi séu tekin.

Skaðsemi stera

Hjartasjúkdómar, lifrar- og lungnasjúkdómar eru vel þekktir fylgikvillar steranotkunar og hefur leitt fólk til dauða hér á landi sem og annars staðar. Neytendur eru að slíta vöðvafestur og "eistun verða eins og baunir" eins og þekktur íslenskur læknir orðaði það. Þær aukaverkanir sem eru þó mest áberandi hjá þeim sjúklingum sem sækja þjónustu hjá SÁÁ eru þær persónuleikabreytingar sem verða hjá misnotendum.

Það hefur lengi verið áberandi á sjúkrahúsinu Vogi, að þeir sjúklingar sem misnota anabóla stera skera sig úr sjúklingahópnum. Í fyrsta lagi eru þessir ungu menn meiri misnotendur ólöglegra vímuefna en gengur og gerist meðal annarra sjúklinga okkar á sama aldri. Einnig er ljóst að þessi hópur er bráðari í hugsun og verkum, stundum árásargjarnari og framkvæma oft hlutina áður en þeir eru búnir að hugsa þá til enda, stundum með alvarlegum afleiðingum. Margir verða mjög fastir í steraneyslunni, má jafnvel tala um fíkn, þó ekki sé hér raunverulegt vímuefni á ferðinni. Það er þó athyglisvert, að menn fara í fráhvörf eftir langvarandi steranotkun, svefntruflanir, hjartslátur, þunglyndishugsanir o.fl., allt fráhvarfseinkenni sem eru vel þekkt eftir misnotkun vímuefna. Það er alveg ljóst, að óvirkir alkóhólistar verða að setja slíka stera á sinn bannlista ef þeir ætla að halda bata sínum.

Aðrar algengar aukaverkanir eru að eistu karlmanna geta minnkað við notkun á sterum. Bólur geta myndast og hárvöxtur aukist eða að notandi fái hárlos. Ekki er óalgengt að á karlmönnum myndist brjóst og að konur fái karlkynseinkenni.

Hvernig virka sterar ?

Íþróttafólk notar vefaukandi stera til að stækka vöðva, auka þyngd, styrkja sig, bæta hraða og þol. Sterunum er annað hvort sprautað í líkamann eða þeir teknir inn í pilluformi. Skammtarnir eru oft hundrað sinnum stærri en skammtarnir sem notaðir eru til lækninga. Notendur stera eru ekki í vafa um að notkun þeirra auki árangur. Vísindalegar rannsóknir hafa enn ekki sannað virkni þeirra að fullu.

Þeir sem misnota stera, fara yfirleitt mjög leynt með þessa neyslu og er hún jafnvel meira feimnismál en misnotkun ólöglegra fíkniefna. Þessir neytendur eru í mikilli afneitun á þær hættur sem steraneyslan hefur í för með sér, og reyna oft að réttlæta neysluna með því, að þeir noti sterana tímabundið og geri hlé á milli til að líkaminn jafni sig. Flestir telja sér trú um að þeir noti skammta sem eru undir hættumörkum. Sannleikurinn er sá, að flestir eru að nota þessi efni í jafnvel hundraðföldum þeim skömmtum sem líkaminn getur þolað og aukaverkanir eru margar mjög alvarlegar.

Samheiti og önnur orð tengd fangelsi

Á Íslensku eru til mörg orð sem höfð eru um fangelsi. Mætti þar t.d. nefna hegningarhús, tukthús, betrunarhús og sakahús. Orðin steinn eða grjót (oftast með greini: steininn eðagrjótið) eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg 9, sem stundum er einnig nefnd Nían. Önnur orð tengd fangelsi eru t.d. Letigarður sem var vinnuhæli sem var sambyggt fangelsinu. ]Það orð var þó einnig haft um þurfamannahæli. Dýflissa er orð sem aðallega haft er um fangelsi í köstulum, svo er um svarthol og myrkvastofu, þó þau séu jöfnum höndum einnig höfðu um fangelsi almennt. Prísund er einnig haft um dýflissu, en sömuleiðis um hverskonar kvalarstað.