Pétur Blöndal Gíslason skrifar
Ef þú lendir í fangelsi einu sinni eru talsverðar líkur á að þú lendir þar aftur. Ef þú lendir þar aftur þá eru ansi góðar líkur á að þú lendir þar í þriðja sinn. Ef þú lendir þar í þriðja sinn eru sáralitlar líkur á að þú sleppir við að koma í fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda og svo framvegis. Strákarnir á Hrauninu, hverjir eru þetta? Hafa þeir valið þetta líf? Vöknuðu þeir einn daginn og hugsuðu:
Djöfull væri frábært að sitja inni svona eins og hálft lífið. Best að finna einhvern eiturlyfjabarón og biðja um vinnu.
Nei, það er ekki þannig. Mest eru þetta ADHD-strákarnir sem fóru í gegnum grunnskólann á rítalíni. Þeir voru lesblindir og lélegir í reikningi. Þeir eyddu löngum stundum á skólastjóraskrifstofunni, fengu refsingu fyrir allt sem úrskeiðis fór í skólanum, hvort sem sökin var þeirra eða ekki.
Þetta eru strákarnir sem komu alltaf of seint vegna þess að þeir þurftu að sjá sjálfir um að vakna og koma sér í skólann. Þetta eru strákarnir sem komu svangir og nestislausir vegna þess að í eldhúsinu heima var kókópuffspakkinn tómur og mjólkin súr á eldhúsborðinu.
Góður drengur er fallinn frá og við sem höfum starfað með honum minnumst hans með hlýhug en Hannes Þ. Sigurðsson hafði verið félagslegur endurskoðandi Verndar í áratugi. Hannes Þ. Sigurðsson lést á skírdag. Hann fæddist 3. júlí 1929, lauk verslunarprófi frá VÍ 1948 og stundaði framhaldsnám í Verslunarháskólanum í Stokkhólmi til 1950.
Formaður og framkvæmdastjóri Verndar fóru á fund með innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í dag 11. febrúar. Á fundinum var farið yfir málefni Verndar og ráðherra kynnt stefna félagasamtakanna, saga og framtíðarsýn. Einnig var farið yfir rekstrarfyrirkomulag Verndar og framtíðarhorfur í fangeslsismálum. Úrræði Verndar hefur verið meira og minna fullt síðustu 2 árin og úrræðið fyllilega staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru. Vernd hefur nú starfað í rúmlega 50 ár og miklar kröfur gerðar til mögulegrar endurhæfingar þeirra sem þangað koma. Einnig hefur Vernd gert ríkari kröfur um starfsendurhæfingu þeirra sem ekki geta sinnt hefðbundnum störfum og hafa ekki verið færir um að vinna hefðbundna vinnu. Á fundinum í dag fékk innanríkisráðherra að heyra sjónarmið Verndar varðandi málefni fanga sem taka út dóma á Vernd. Að lokum þakkaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fyrir áhugaverða kynningu á starfsemi Verndar. 