Öll fangelsi landsins eru yfirfull og verði ekki byggt við Litla-Hraun eða nýtt fangelsi reist á allra næstu árum stefnir í verulegt óefni. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að hugmyndir um að koma föngum fyrir í húsnæði sem ekki var reist sem fangelsi, s.s. í Arnarholti á Kjalarnesi, séu óraunhæfar enda séu slíkar bráðabirgðalausnir óhagkvæmari og dýrari en nýbyggingar.
Páll Winkel segir að jafnvel þó Fangelsismálastofnun eigi kost á húsnæði, s.s. í Arnarholti sem áður var spítali eða í Bitru, sem á sínum tíma var byggt sem kvennafangelsi, ráði stofnunin ekki yfir fjármunum til að bæta við fangaklefum, en um 100 milljónir kosti að reka 20 manna fangelsi í eitt ár.
Páll segir að stofnunin sækist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði. Sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Þar að auki sé óhagkvæmt að reka mörg lítil fangelsi
www.mbl.is