Featured

Dómstólar

1. Áfangaheimilið er rekið fyrir þá sem eru að vinna að því að koma undir sig fótunum í samfélaginu og/eða til þess að koma í veg fyrir að viðkomandi einstaklingur tapi stöðu sinni í þjóðfélaginu. Staðurinn er heimili, ekki stofnun, þar sem tillitsemi og virðing fyrir öðrum einstaklingum er í fyrirrúmi. Dvöl er háð samþykki húsnefndar.

2. Gerð er krafa um að þeir sem koma til afplánunar hafi útvegað sér viðurkennda vinnu fyrir komu á heimilið, séu í viðurkenndri meðferð eða námi (heilsdagsskóla). Leggja þarf fram skriflega staðfestingu fyrir vinnu eða skólagöngu. Ekki er heimilt að taka sér frí úr vinnu eða skóla á meðan afplánun stendur. Eftirlit er haft með mætingu og ástundun bæði innan og utan heimilis.

3. Heimilismenn búa um rúm sín á hverjum degi og halda herber

Dómar hafa fyrnst vegna húsnæðisvanda í fangelsum

Skortur er á rými fyrir fanga í fangelsum landsins og telur Ríkisendurskoðun brýnt að úr þessu verði bætt og að stjórnvöld móti heildarstefnu um fullnustu refsinga. Þá þurfi að breyta skipulagi fangelsismála.

 
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að einstaklingar sem biðu eftir því að hefja afplánun refsidóma voru þrefalt fleiri á síðasta ári en árið 2005 og meðalbiðtími eftir fangelsisvist tvöfaldaðist á tímabilinu. Dæmi séu um að skortur á rými í fangelsum landsins hafi valdið því að óskilorðsbundnir dómar hafi fyrnst. Segir Ríkisendurskoðun, að þetta geti dregið úr varnaðaráhrifum refsinga og grafið undan trausti almennings á réttarvörslukerfinu.

Fangahjálp í 50 ár

Félagasamtökin Vernd – fangahjálp -  voru  stofnuð 19. október 1959 en starfsemi þeirra hófst hinn 1. febrúar 1960.
Forgöngu um stofnun félagastamtakanna Verndar hafði Kvenréttindafélag Íslands. Þóra Einarsdóttir, síðar formaður Verndar um tveggja áratuga skeið flutti erindi um aðstoð við afbrotafólk á fundi Kvenréttindafélagsins þann 28. maí árið 1958. Þær Þóra Einarsdóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður, lögðu fram eftirfarandi tillögu á fundinum sem samþykkt var eftir nokkra umræðu: „Fundurinn ályktar, að tímabært sé, að hefja undirbúning að samtökum er vinna að umsjá og eftirliti með afbrotafólki. Samtökin vinni að því m.a. að komið verði upp dvalar- og vinnuheimilum og stuðli á annan hátt að því að gera fólk, sem lent hefur á glapstigum að nýtum þjóðfélagsþegnum.“ Kosin var undirbúningsnefnd og hlaut félag þetta síðar nafnið Vernd. Kvenfélög vítt og breitt um landið lögðu Vernd lið strax frá upphafi. Sömuleiðis flest öll sveitarfélög og hið opinbera.

Vernd sett sér strax það markmið að leitast við, í samráði við opinber stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga, að hjálpa fólki, sem gerst hefði brotlegt við refsilöggjöf landsins. Tilgangur félagasamtakanna Verndar var að taka að sér eftirlit með fólki sem hlotið hefur dóm, skilorðsbundinn dóm og með þeim, sem frestað hefur verið ákæru á.

Fangavarðaskólinn hóf starfsemi sína um miðjan janúar

Fangavarðaskólinn hóf starfsemi sína 12. janúar 2010. Vegna efnahagsástandsins var ákveðið að skólahald á þessu starfsári yrði með þeim hætti, að um eina samfellda önn yrði að ræða í stað grunnnáms og framhaldsnáms.

Kennt verður samfellt í 13 vikur og einnig var kennslustundum í hverri viku fjölgað nokkuð. Samtals eru níu nemendur í skólanum að þessu sinni, fimm frá Fangelsinu Litla-Hrauni og fjórir frá fangelsum á höfuðborgarsvæðinu.   Fangavarðaskólinn hefur, eins og áður, aðstöðu í húsnæði Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi í Reykjavík.  Alls koma 14 kennarar að kennslu og þjálfun fangavarða við skólann.  Náminu lýkur með skriflegum og verklegum prófum, auk þess sem nemendur skila þremur rannsóknarverkefnum í hópvinnu, sem þeir gera grein fyrir í málstofu við lok námstímans.

Opið fangelsi í Bitru

Fyrirmyndarfangar munu afplána dóma sína í nýjasta fangelsi landsins á Bitru, sem var opnað í dag. Þrettán fangar eru nú komnir í fangelsið í Bitru en það verður hægt að vista 26 fanga ef kojur verða settar inn í herbergin. Fangelsið er opið fangelsi, sem þýðir að fangarnir geta strokið kjósi þeir það. Nú eru um 400 manns á biðlista eftir að komast í fangelsi.

Nýja fangelsið er í Flóahreppi, en í Bitru var áður rekið kvennafangelsi.  Síðustu ár hefur húsnæðið þó verið notað í ferðaþjónustu. Öll aðstaða í Bitru er til fyrirmyndar og fátt þar inni sem minnir á fangelsi.