1. Áfangaheimilið er rekið fyrir þá sem eru að vinna að því að koma undir sig fótunum í samfélaginu og/eða til þess að koma í veg fyrir að viðkomandi einstaklingur tapi stöðu sinni í þjóðfélaginu. Fækka endurkomum í fangelsi og bæta lífskilyrði og lífskjör þeirra sem búa á Vernd. Staðurinn er heimili, ekki stofnun, þar sem tillitssemi og virðing fyrir öðrum einstaklingum er í fyrirrúmi. Dvöl er háð samþykki húsnefndar.
2. Gerð er krafa um að þeir sem sækja um dvöl á Vernd hafi útvegað sér viðurkennda vinnu fyrir komu á heimilið, séu í viðurkenndri meðferð/virkni eða námi. Leggja þarf fram skriflega staðfestingu fyrir vinnu/starfsendurhæfingu. Ekki er heimilt að taka sér frí úr vinnu eða skóla á meðan á afplánun stendur. Eftirlit er haft með mætingu og ástundun bæði innan og utan heimilis.
3. Allir heimilismenn undirrita skilmála um rafræna vöktun á meðan á dvöl stendur. Þar með talin skráning inn/út úr húsnæði Verndar, myndavélavöktun ásamt Appi / hugbúnaði í farsíma.
4. Móttaka nýrra vistmanna á Vernd er alltaf fyrir kl 18.00 á mánudögum og 18.00 á fimmtudögum. Heimilismenn skulu ætíð vera inni í á Vernd á tímabilinu frá kl. 18 til 19 og frá kl 23 til 07 árdegis mánudaga til föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 23.00 til 07. Brot á útivistarreglum verður tilkynnt samstundis sem strok úr refsivist. Heimsóknir eftir kl 23 eru með öllu óheimilar. Þá skal heimilið komið í ró kl 24.00. Næturgisting gesta er með öllu óheimil. Skylt er að heimilismenn láti alltaf starfsmann vita um komu sína í húsið.
5. .Heimilismönnum er skylt að mæta í viðtöl hjá framkvæmdastjóra, forstöðumanni, áfengisráðgjafa, félagsráðgjafa eða öðrum sem veita ráðgjöf á vegum Verndar sé þess óskað. Einnig er þeim skylt að fara að fyrirmælum húsnefndar er varðar ráðgjöf sé þess óskað.
6. Heimsóknir á heimili Verndar skulu vera takmarkaðar af tillitssemi við heimilismenn. Heimsóknir eru bannaðar frá 23.00 til 17.30. Aðrar heimsóknir þurfa að vera í samráði við forstöðumann.
7. Allir heimilsmenn mæta til húsfundar þegar til hans er boðað sem er vikulega kl. 18.20 sem og aðra húsfundi sem forstöðumaður boðar til og gæta trúnaðar um allt sem þar fer fram.
8. Borðhald hefst kl. 17.45 nema á laugardögum og sunnudögum þá sér hver um sig sem og á lögbundnum frídögum. Heimilismenn ganga vel frá eftir sig í eldhúsi.
9. Sá sem grunaður er um áfengis og eða aðra vímuefnaneyslu, vörslu vímuefna, lyfja / efna sem ekki hefur verið gert grein fyrir ( varsla / geymsla hvers kyns áhalda, búnaðar til neyslu, s.s. sprautur ) er tafarlaust vikið úr húsinu. Sama gildir um annan refsiverðan verknað. Öll lyf og lyfjanotkun skal vera með vitund og í vörslu forstöðumanns/framkvæmdastjóra nema annað sé ákveðið. Öll þríhyrningsmerkt lyf sem ávísuð eru af lækni verða að koma fram á umsókn um dvöl á Vernd og vera samþykkt af húsnefnd og framkvæmdastjóra Verndar. Notkun allra hugbreytandi efna er með öllu óheimil.
Öll lyf skulu vera í formi lyfjaskömmtunar frá lyfjaverslun. Það er ekki heimilt að taka með sér lyf sem ekki eru afgreidd með framangreindum hætti.
10. Heimilið og starfsmenn þess eru ekki ábyrgir fyrir persónulegum eigum heimilismanna. Heimilið leggur til alla nauðsynlega heimilismuni eins og rúm, fataskáp, borð og stól og er algjörlega óheimilt að koma með húsmuni með sér. Heimilismenn búa um rúm sín á hverjum degi og halda herbergjum sínum hreinum og snyrtilegum. Heimilismenn taka þátt í að halda sameiginlegu rými innanhúss hreinu undir verkstjórn forstöðumanns og matráðs.
11. Greiða skal viðverugjald fyrir fram. Greitt viðverugjald er ekki endurgreitt. Vistmenn verða að koma með sæng, kodda, sængurverasett og inniskó.
12. Öll hegðun sem ekki er í samræmi við markmið og stefnu samtakanna getur leitt til brottvísunar. Brot á fyrr greindum reglum/skilmálum eða fyrirmælum forstöðumanns, framkvæmdastjóra, matráðsmanns Verndar getur varðað brottvísun úr húsinu.