Fangelsismálastofnun hefur aðsetur á annari hæð í húsnæði að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi.
Sími : 520 5000 - Fax : 520 50195
Fangelsismálastofnun
Forstjóri Fangelsismálastofnunar er Páll E. Winkel
Hlutverk Fangelsismálastofnunar er:
- Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga og reglugerða settum samkvæmt þeim
- Að hafa umsjón með rekstri fangelsa
- Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar
- Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta svo sem kveðið er á um í lögum og öðrum reglugerðum
Stefna og markmið
Tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að draga úr endurkomutíðni svo og hagkvæmt fyrir hinn dæmda og fjölskyldu hans. Mikilvægt er því að draga úr ítrekun brota með því að stuðla að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu.
Fullnusta refsinga
Fangelsismálastofnun rekur fimm fangelsi, Fangelsin Hólmsheiði, Akureyri og Litla-Hraun sem öll eru lokuð fangelsi og Fangelsið Sogni og Kvíabryggju sem eru opin fangelsi. Um fullnustu refsinga gilda lög um fullnustu refsinga nr. 15/2016 .