820 Eyrarbakka
Sími: 520 5900
Netfang:
Forstöðumaður fangelsisins er Halldór Valur Pálsson. Hann er einnig forstöðumaður Fangelsisins Sogni og Hólmsheiði.
Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með 9 deildir sem rúma allt að 87 karlfanga. Þar starfa alls 57 starfsmenn, fangaverðir sem sinna almennri fangavörslu og verkstjórn, auk skrifstofufólks, meðferðarfulltrúa, starfsmanna í eldhúsi og verslun.
Ein fangadeildin er rekin sem sérstök meðferðardeild þar sem fer fram vímuefnameðferð undir umsjón meðferðarfulltrúa og sálfræðinga.
Móttaka sendinga til fanga er frá kl. 08:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 08:00 - 12:00 á föstudögum.
Í fangelsinu eru 6 vinnustaðir fyrir fanga sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Hægt er að panta númeraplötur og aðrar vörur sem framleiddar eru á Litla-Hrauni með því að senda póst á netfangið:
Vinna fanga
Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:
- Bílaþvottur
- Bílnúmera- og skiltagerð
- Flokkun málma til endurvinnslu
- Járnsmíði
- Matseld á deildum
- Trésmíði
- Viðgerðir á stikum fyrir Vegagerðina
- Viðhald
- Þrif og umhirða á sameiginlegum rýmum og lóð fangelsisins
- Þvottahús
- Öskjugerð fyrir skjalasöfn
- Önnur verkefni til lengri og skemmri tíma
Nám
Fangar geta stundað nám í fangelsinu en á staðnum er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Kennslustjóri og námsráðgjafi eru með starfsstöð í fangelsinu. Dæmi eru um að fangar stundi fjarnám við aðra menntaskóla og einnig við háskóla. Nánari upplýsingar hjá námsráðgjafa í síma 825-6465.
Meðferðarstarf
AA samtökin eru með reglulega fundi í fangelsinu.