Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn 27, mai kl 18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit

Hádegisfundur um fullnustu refsinga

Hótel Natura

Eru fangelsismá í klessu á Íslandi?

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi um fullnustu refsinga.

Miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 -13:30 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101.

Frummælendur:

  • Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, mun fara yfir stöðu fangelsismála á Íslandi.

  • Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, flytur erindi sitt: Ný úrræði – skilvirkari fullnusta refsinga.

    • Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, fjallar um fullnustuúrræði á vegum Verndar.

    Fundarstjóri:

    • Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR.

    Á eftir erindum verða almennar umræður og fyrirspurnir.

    Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. 

Um síðustu áramót biðu 460 einstaklingar

Þráinn FarestveitUm síðustu áramót biðu 460 einstaklingar þess að komast í fangelsi til að afplána fangelsisdóma sína. Af þeim höfðu 137 sótt um að afplána dóma sína með samfélagsþjónustu. 105 þeirra fengu beiðni sína samþykkta. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. 

Í svarinu kemur einnig fram að frá árinu 2010 hafa 1.025 einstaklingar hafið afplánun fangelsisrefsingar, sumir oftar en einu sinni. Mikill munur er á kynjunum en 937 karlar og 88 konur eru í hópnum. Flestir þeirra eru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 471 einstaklingur, en 9 voru á aldrinum 15 til 17 ára. Frá árinu 2010 hafa einnig 426 hafið afplánun fangelsisrefsingar með samfélagsþjónustu, sumir oftar en einu sinni. Í þeim hópi er kynjahlutfallið svipað eða 374 karlar og 52 konur. Um helmingur þeirra voru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 222 einstaklingar. Frá því í febrúar 2012 hafa 97 fangar lokið afplánun undir rafrænu eftirliti en þeim hefur farið fjölgandi. 

Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er einföld, öll fangelsi eru yfirfull, dómar eru að lengjast og málaflokkurinn hefur setið á hakanum árum saman. Fangelsismálastofnun segir að rúm 50 ár séu nú liðin frá því að ákveðið var fyrst að byggja nýtt öryggisfangelsi á Höfuðborgarsvæðinu.

Litla-Hraun hefur gegnt hlutverki stærsta öryggisfangelsis landsins um áratugaskeið en það hefur verið ljóst að það húsnæði hentar ekki sem öryggisfangelsi enda var hluti Litla-Hrauns byggt sem spítali og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerða eru. Alls eru sex fangelsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lokuð: Litla-Hraun, Fangelsið á Akureyri, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið í Kópavogi. Auk þeirra eru opin fangelsi að Sogni og Kvíabryggju og þá hefur úrræði Verndar verið yfirfullt samkvæmt upplýsingum frá  Þráni Farestveit framkvæmdastjóra Verndar. Til stendur að loka bæði Hegningarhúsinu og fangelsinu í Kópavogi. Þegar nýtt fangelsi verður opnað á Hólmsheiði,  Það er nú í byggingu og á að opna haustið 2015. Fangelsisrýmum fjölgar þá um 30 talsins.

Réttindi fanga

„Það er nauðsynlegt að einhver, ekki endilega allir en þó einhver, hafi áhyggjur af réttindum og fylgist með þróun aðstæðna þeirra frelsissviptu,“ segir Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vikunni þar sem hann spurði um innkaupastefnu og verðlagningu í versluninni Rimlakjörum á Litla-Hrauni. Helgi Hrafn segir spurningarnar sem hann lagði fyrir innanríkisráðherra hafa vaknað flokkurinn var að mynda stefnu Pírata í málefnum

fanga. „Það kom fram í samtölum okkar við fyrrverandi fanga að matarmálin voru þó nokkuð frábrugðin því sem fólk almennt heldur,“ útskýrir hann. Fyrirkomulagið er fínt að mati Helga en hann er hugsi yfir verðlagningu í versluninni og upphæð fæðispeninga sem fangar fái úthlutað. Hann segist hafa heyrt að fæðispeningarnir hafi ekki hækkað frá hruni og að vörur í Rimlakjörum séu ekki verslaðar í heildsölu heldur í næstu matvörubúð. 


„Ef þetta er rétt, þá er augljóst að raunverulegt fæði til fanga hefur minnkað gríðarlega síðustu ár,“ segir hann en um óstaðefstar upplýsingar er að ræða. „Þess vegna langaði mig að vita frá yfirvöldum fyrst og fremst hver raunin væri og hinsvegar annarsvegar hvaða valkosti fangar hefðu í þessari stöðu.“

Aðalsteinn Kjartansson visir.is

 

Þráinn Farestveit

 

Rúmlega 450 bíða nú afplánunar

Rúmlega fimmfalt fleiri biðu afplánunar í fangelsum á Íslandi árið 2013 en árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá fangelssmálayfrvöldum bíða nú um 450 manns afplánunar.

Þar af eru um 390 sem þegar hafa fengið boðun um vistun í fangelsi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi og þar af eru sex einangrunarpláss og þrír klefar á öryggisgangi.

Föngum sem bíða afplánunar hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Árið 2006 biðu 105 dómþolar fangavistar en þeir voru 388 árið 2013. Í þessum tölum er einungis tekið tillit til þeirra dómþola sem ekki höfðu fengið boðun um fangelsisvist en nær daglega falla dómar þar sem dómþolar eru dæmdir til refsivistar í fangelsi.

Mbl.is

 

Þráinn Farestveit