Réttindi fanga

„Það er nauðsynlegt að einhver, ekki endilega allir en þó einhver, hafi áhyggjur af réttindum og fylgist með þróun aðstæðna þeirra frelsissviptu,“ segir Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vikunni þar sem hann spurði um innkaupastefnu og verðlagningu í versluninni Rimlakjörum á Litla-Hrauni. Helgi Hrafn segir spurningarnar sem hann lagði fyrir innanríkisráðherra hafa vaknað flokkurinn var að mynda stefnu Pírata í málefnum

fanga. „Það kom fram í samtölum okkar við fyrrverandi fanga að matarmálin voru þó nokkuð frábrugðin því sem fólk almennt heldur,“ útskýrir hann. Fyrirkomulagið er fínt að mati Helga en hann er hugsi yfir verðlagningu í versluninni og upphæð fæðispeninga sem fangar fái úthlutað. Hann segist hafa heyrt að fæðispeningarnir hafi ekki hækkað frá hruni og að vörur í Rimlakjörum séu ekki verslaðar í heildsölu heldur í næstu matvörubúð. 


„Ef þetta er rétt, þá er augljóst að raunverulegt fæði til fanga hefur minnkað gríðarlega síðustu ár,“ segir hann en um óstaðefstar upplýsingar er að ræða. „Þess vegna langaði mig að vita frá yfirvöldum fyrst og fremst hver raunin væri og hinsvegar annarsvegar hvaða valkosti fangar hefðu í þessari stöðu.“

Aðalsteinn Kjartansson visir.is

 

Þráinn Farestveit

 

Rúmlega 450 bíða nú afplánunar

Rúmlega fimmfalt fleiri biðu afplánunar í fangelsum á Íslandi árið 2013 en árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá fangelssmálayfrvöldum bíða nú um 450 manns afplánunar.

Þar af eru um 390 sem þegar hafa fengið boðun um vistun í fangelsi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi og þar af eru sex einangrunarpláss og þrír klefar á öryggisgangi.

Föngum sem bíða afplánunar hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Árið 2006 biðu 105 dómþolar fangavistar en þeir voru 388 árið 2013. Í þessum tölum er einungis tekið tillit til þeirra dómþola sem ekki höfðu fengið boðun um fangelsisvist en nær daglega falla dómar þar sem dómþolar eru dæmdir til refsivistar í fangelsi.

Mbl.is

 

Þráinn Farestveit

Langveiku börnin í fangelsum landsins

Pétur Blöndal Gíslason skrifar

Ef þú lendir í fangelsi einu sinni eru talsverðar líkur á að þú lendir þar aftur. Ef þú lendir þar aftur þá eru ansi góðar líkur á að þú lendir þar í þriðja sinn. Ef þú lendir þar í þriðja sinn eru sáralitlar líkur á að þú sleppir við að koma í fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda og svo framvegis. Strákarnir á Hrauninu, hverjir eru þetta? Hafa þeir valið þetta líf? Vöknuðu þeir einn daginn og hugsuðu:

Djöfull væri frábært að sitja inni svona eins og hálft lífið. Best að finna einhvern eiturlyfjabarón og biðja um vinnu.

Nei, það er ekki þannig. Mest eru þetta ADHD-strákarnir sem fóru í gegnum grunnskólann á rítalíni. Þeir voru lesblindir og lélegir í reikningi. Þeir eyddu löngum stundum á skólastjóraskrifstofunni, fengu refsingu fyrir allt sem úrskeiðis fór í skólanum, hvort sem sökin var þeirra eða ekki.

Þetta eru strákarnir sem komu alltaf of seint vegna þess að þeir þurftu að sjá sjálfir um að vakna og koma sér í skólann. Þetta eru strákarnir sem komu svangir og nestislausir vegna þess að í eldhúsinu heima var kókópuffspakkinn tómur og mjólkin súr á eldhúsborðinu.

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 5, júni kl 18.00

( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði ( Vímulaus æska / Foreldrahús )

 

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

 

Þráinn Farestveit

Hannes Þ. Sigurðsson


Góður drengur er fallinn frá og við sem höfum starfað með honum minnumst hans með hlýhug en Hannes Þ. Sigurðsson hafði verið félagslegur endurskoðandi Verndar í áratugi. Hannes Þ. Sigurðsson lést á skírdag. Hann fæddist 3. júlí 1929, lauk verslunarprófi frá VÍ 1948 og stundaði framhaldsnám í Verslunarháskólanum í Stokkhólmi til 1950.

Sama ár hóf hann störf hjá Sjóvá, síðar Sjóvá-Almennum, og starfaði þar allan sinn starfsaldur.

Hannes var virkur í félagsmálum íþrótta og verkalýðs og sat þar í ýmsum stjórnum, svo sem stjórn ÍSÍ lengst allra frá 1955 til 1994, varaforseti lengst af. Hann sat í stjórn VR frá 1955 til 1983, lengst af sem ritari og varaformaður frá 1980. Hannes sat í stjórn LV um árabil. Hann var einn stofnenda Verslunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, og um skeið varamaður í stjórn.
Hann var knattspyrnu- og handboltadómari í áratugi, meðal annars á erlendum vettvangi, og fyrstur íslenskra knattspyrnudómara til að bera merki FIFA. Hann sat lengi í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og hverfisstjórn. Hann skrifaði íþróttafréttir í Morgunblaðið og Vísi og var ritstjóri tímaritsins Allt um íþróttir. Hann var heiðursfélagi margra félaga og sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1997.
Eftirlifandi kona hans er Margrét Erlingsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn, Sigurð, Kristínu og Erling, sjö barnabörn og sjö barnabarnabörn.


Stjórn og starfsmenn Verndar vottar fjölskyldu, vinum og ættingjum dýpstu samúðarkveðjur