Geðheilbrigðisteymi fangelsanna

vernd2

Elsa Bára Traustadóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Arndís Vilhjálmsdóttir, Helena Bragadóttir, Þráinn Farestveit

Geðheilbrygðisteymi fangelsana heimsækir Vernd

 

Geðheilbrigðisteymi fangelsanna heimsótti Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri og Bjarni Einarsson forstöðumaður tóku á móti gestum og fóru yfir hlutverk og tilgang þessa fullnustuúrræðis, sem er mikilvægur liður í aðlögun dómþola að samfélaginu á ný. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðslu um úrræði Verndar einnig að gera frekara samstarf mögulegt. Þá var rætt um samfellu fullnustunnar og hvernig koma megi í veg fyrir að tappar myndist í færslum á milli úrræða sem í boði eru. Þá voru starfsmenn Verndar upplýstir um meginn tilgang geðheilbrigðisteymis og markmið. Þá voru fulltrúar Fangelsismálastofninnar einnig á fundinum Brynja Rós Bjarnadóttir, Dögg Hilmarsdóttir og Henríetta Ósk Gunnarsdóttir. Þá var heimili Verndar skoðað.

 

Geð­heilsu­teymi fang­elsa hefur starfað í eitt ár sem stendur og er verkefni sem mun standa í eitt ár til viðbótar reynslu og  er á veg­um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem býð­ur föng­um upp á með­ferð við geð­heil­brigð­is­vanda svo sem ADHD. Með­ferð­in sem boðið er upp á er  fjöl­þætt, boð­ið upp á sam­tals­með­ferð­ir og lyf ef þarf. ADHD-lyf­ hafa í langan tíma verið bönnuð í fangelsum en talið er að draga megi úr endurkomum í fangelsi með notkun þeirra.

Eftir að Alþjóðapyntinganefndin gerði úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum á Íslandi var ljóst að geðheilbrigðisþjónustu var verulega ábótavant. Í framhaldinu var farið í hugmyndavinnu og geðheilsuteymi fangelsanna sett á stofn á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem veita þjónustu í öllum fjórum fangelsunum; Hólmsheiði, Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju.