And­lát: Jóna Gróa Sig­urðardótt­ir

Jóna Gróa Sig­urðardótt­ir fyrrverandi formaður og fram­kvæmda­stjóri fanga­hjálp­ar­inn­ar Vernd­ar er látin. Hún lést fimmtu­dag­inn 17. sept­em­ber s.l. á Land­spít­al­an­um eft­ir skamma sjúkra­hús­legu. Jóna Gróa var formaður og fram­kvæmda­stjóri fanga­hjálp­ar­inn­ar Vernd­ar 1982-1989,  var hún kjörin heiðursformaður Verndar 1989.

Jóna Gróa var starfandi formaður og framkvæmdarstjóri Verndar á miklum umbrotatímum en stóð sem klettur í hafi á þessum tímum og varði stöðu fanga og rétt þeirra til búsetu. Árið 1985 var Jóna Gróa fremst í fylkingu þegar Vernd fór út í kaup á nýrri fasteign að Laugarteig 19 í Reykjavík. Það húsnæði hefur verið hjarta samtakanna allt frá þeim tíma, en frá árinu 1994 hafa fang­ar átt kost á að ljúka afplánun á áfangaheimilinu.

Jóna Gróa var fædd 18. mars 1935, dótt­ir hjón­anna Ing­unn­ar Sig­ríðar Elísa­bet­ar Ólaf­ar Jóns­dótt­ur og Sig­urðar Guðmunds­son­ar. Jóna Gróa var gift Guðmundi Jóns­syni, vél­fræðingi sem lif­ir eig­in­konu sína.

Jóna Gróa starfaði vel og lengi að ýms­um fé­lags­mál­um og tók virk­an þátt í stjórn­mál­um. Hún var í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins frá ár­inu 1982 til 2002.

Börn Jónu Gróu og Guðmund­ar eru Ing­unn Guðlaug flugrekstr­ar­fræðing­ur, Sig­urður, lögmaður og bóndi, Helga, viðskipta­fræðing­ur og flug­freyja, og Auður, viðskipta­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri markaðsdeild­ar VÍS. Guðmund­ur á einnig son­inn Ívar, jarðfræðing og bóka­út­gef­anda.

 

Vernd vottar aðstandendum dýpstu samúð.

 

Þráinn Farestveit

Verndarblaðið 43. Árg .2015

Nýtt Verndarblað verður hægt að nálgast hér á heimasíðu samtakanna eftir helgi, og eru hugleiðingar ritstjóra birtar hér að neðan.

Fyrir nokkru boðaði formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir,heildarúttekt á fangelsismálum á komandi þingvetri.Taldi hún að fangelsismál þyrfti að ræðar til hlítar ogyrði það verkefni vetrarins.Það er fagnaðarefni þegar málefni fanga ogfangelsa eru tekin til umfjöllunar með skipulögðumhætti og í alvöru. Mikilvægt er að vel takist til meðheildarendurskoðun á málaflokknum og að semflestir sem málum þessum eru kunnugir komi þar að. Það á ekki síst við að leitað verði álits hjá föngunumsjálfum og aðstandendum þeirra. Fangarnir einir eru þeir sem hafa reynslu af því að sitja bak við lás og slá og hafa margt um það að segjasem verður að taka tillit til. Hlusta verður af vakandi athygli á sjónarmið þeirra, vega þau og meta af skilningi og umhyggju fyrir þeim og samfélaginu, en ekki aðvísa sjónarmiðum þeirra á bug sem hverjum öðrum harmatölum. Fangelsismál eru nefnilega ekki einungis málaflokkur sem snertir samskipti ríkisins og brotamannsins heldur og samskipti fangans við fjölskyldu og samfélag. Hvernig á að búa að föngum svo líklegast sé að þeir nái að fóta sig á nýjan leik úti í samfélaginu? Það er vonandi öllum ljóst að ekki er nóg að reisa dýrar byggingar utan um fanga sem heita fangelsi. Kjarni málsins er sá að einhver skynsamleg starfsemi verður að fara fram innan veggja þessara húsa ef þau eiga að þjóna samfélaginu að einhverju gagni. Ef ekki er hugsað fyrst um innihaldið og það tryggt þá eru fangelsi nánast eins og hverjir aðrir gámar sem standa á hafnarbakkanum – gámar sem geyma lifandi manneskjur. Það viljum við ekki í orði – en hvernig kemur það út á borði? Mikilvægt er að þeir sem koma að heildarendurskoðun líti ekki gagnrýnislausum augum á núverandi fyrirkomulag því slíkt getur girt fyrir nýjungar og djarfar ákvarðanir. Margar leiðir er hægt að fara þegar skipulag fangelsismála er annars vegar og þær þarf að ræða opinskátt án þess að vera upptekinn við að ná strax fram sameiginlegri niðurstöðu. Opinská umræða kallar nefnilega fram gagnrýnið mat á öllum kostum og ekki síst á þeim sem við lýði eru. Hún dregur líka fram það sem reynst hefur vel – og má kannski bæta enn frekar. Fangelsiskerfið hefur sterka tilhneigingu til að líta á fangana sem eina hjörð. Það gleymist hins vegar að hver fangi er einstaklingur. Og einstaklingar eru misjafnir – um það þarf ekki að fara mörgum orðum. Sumum einstaklingum er hægt að treysta og öðrum ekki. Mikilvægt er að hugað sé að föngum sem einstaklingum og þeir fái eftir því sem kostur er einstaklingsmiðaða leiðsögn. Fangelsiskerfið er mjög viðkvæmt í eðli sínu vegna þess að það snýst fyrst og fremst um fólk. Snýst um fanga, brot þeirra og samfélagslegar aðstæður, fórnarlömb hvort heldur þau eru einstaklingar eða einhvers konar hagsmunir, frelsissviptingu og mat á endurgjaldi. Hvað ætlar hið opinbera sér með því að loka menn inni í fangelsum í hátæknivæddum nútímanum? Er markmiðið alltaf ljóst? Telur hið opinbera að það hafi einhverjum skyldum að gegna gagnvart einstaklingi sem hefur verið frelsissviptur um lengri eða skemmri tíma þegar dyr fangelsisins ljúkast upp og frelsið blasir við? Hér þarf að huga að velferð og sjónarmiðum ýmissa aðila. Málið er ekki einfalt. Og síðast en ekki síst þá þarf að móta heildarstefnu í málaflokknum. Heildarendurskoðun á fangelsismálum verður vonandi fyrsta varðan á þeirri leið.

 

Hreinn S. Hákonarson

 

 

Aðalfundur

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn 7 mai kl 18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit

Heimsókn á Vernd

Heimsókn á Vernd

 

Fimmtudaginn 11.júní komu í heimsókn Árni Múli Jónasson, Brynhildur Pétursdóttir og Páll Valur Björnsson. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsingamiðlun og fræðsla um úrræði Verndar.  Farið var yfir sögu Verndar og hugmyndafræði, þar sem framkvæmdastjórinn Þráinn Farestveit útskýrði stöðu mála. Gestirnir voru áhugasamir um stöðu Verndar og fjölda þeirra sem sækja í úrræðið.  Margt bar á góma meðal annars hvað væri til ráða og spurningar um það hvað helst einkenni þann stóra hóp sem kemur í gegnum úrræðið. Einnig hvað væri hægt að gera til að fækka endurkomum í fangelsi. Grunnurinn í starfsemi Verndar er hjálp til sjálfshjálpar þar sem einstaklinga fá stuðning til að fóta sig á vandrötuðum stígum samfélagsins. Þá var húsnæði Verndar skoðað og þótti gestum að húsnæðið væri að öllu leiti til sóma.

Fangelsisminjasafn

Fangelsisminjasafn

Mjög víða í útlöndum er að finna söfn sem geyma sögu fangelsa. Stundum eru þessi söfn í gömlum fangelsum og geta þá safngestir farið um og skoðað hvernig aðbúnaði fanga var háttað. Að sjálfsögðu er að finna í þessum fangelsisminjasöfnum flest sem tilheyrði hversdagslegu lífi í fangelsum, tæki og tól, amboð og áhöld. Líka hvers kyns pyntingatól sem notuð voru fyrr á tímum enda þótt tilhneiging hafi verið til að farga þeim svo sagan yrði fegurri. Þessi söfn hafa þó nokkurt aðdráttarafl eins og Clink-fangelsissafnið í London. Í Danmörku var hluta af hinu kunna Horsensfangelsi breytt í fangelsisminjasafn sem er mjög nútímalegt. Af öðrum toga en þó mjög skyldum er í borginni Lviv í Úkraínu fangelsisminjasafn sem segir sögu fólks sem ógnarstjórnir nasista og kommúnista fangelsuðu og snertu greinarhöfund djúpt er hann skoðaði það fyrir fáeinum árum. 

Markmiðið með söfnum af þessu tagi er að varðveita og segja sögu fangelsa; vekja athygli á sögu fólksins sem var frelsissvipt og mannréttindum þess.