Í ljósi þeirra sóttvarnaraðgerða sem nú hafa verið settar er gripið til róttækra aðgerða í fangelsunum. Þær geta verið afar íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigandi, en aðgerðirnar eru nauðsynlegar og farið í þær til að tryggja öruggi.
Þær aðgerðir sem snúa að föngum og aðstandendum þeirra eru eftirfarandi:
- Allar heimsóknir til fanga verða stöðvaðar um sinn
- Lokað verður fyrir dagsleyfi, vinnu og nám utan fangelsa og aðrar ferðir fanga úr fangelsi sem ekki eru nauðsynlegar.
- Lokað verður fyrir heimsóknir frá öðrum stoðþjónustuaðilum en heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og námsráðgjafa. Við munum reyna að nýta okkur fjarfundabúnað eins og hægt er þegar það á við, t.d. í sambandið við AA starf.