Fundur með innanríkisráðherra


þráinn FarestveitFormaður og framkvæmdastjóri Verndar fóru á fund með innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í dag 11. febrúar. Á fundinum var farið yfir málefni Verndar og ráðherra kynnt stefna félagasamtakanna, saga og framtíðarsýn. Einnig var farið yfir rekstrarfyrirkomulag Verndar og framtíðarhorfur í fangeslsismálum. Úrræði Verndar hefur verið meira og minna fullt síðustu 2 árin og úrræðið fyllilega staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru. Vernd hefur nú starfað í rúmlega 50 ár og miklar kröfur gerðar til mögulegrar endurhæfingar þeirra sem þangað koma. Einnig hefur Vernd gert ríkari kröfur um starfsendurhæfingu þeirra sem ekki geta sinnt hefðbundnum störfum og hafa ekki verið færir um að vinna hefðbundna vinnu. Á fundinum í dag fékk innanríkisráðherra að heyra sjónarmið Verndar varðandi málefni fanga sem taka út dóma á Vernd. Að lokum þakkaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fyrir áhugaverða kynningu á starfsemi Verndar. 

Á mynd:  Elsa Dóra Grétarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir,  Þráinn Farestveit

Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og er gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í 9 byggingum, sem einfaldlega nefnast Hús 1, Hús 2 o. s.frv

Litla Hraun / Þráinn

Hús 1 var tekið í notkun 1980 sem einangrunardeild og frá 1996 er það einnig notað fyrir gæsluvarðhald. Hús 2, sem er fyrsta byggingin á staðnum var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins í hinum íslenska burstabæjarstíl og átti upphaflega að vera sjúkrahús en það koma ekki til þess. Í Húsi 2 er aðstaða lækna og hjúkrunarfræðinga og þar er jafnframt heimsóknardeild með 12 herbergjum. Hús 3 var tekið í notkun árið 1972 með 22 klefum og endurnýjað á árinu 1999. Hús 4 var tekið í notkun árið 1995. Þar eru 5 álmur með 11 klefum hver. Í öðrum byggingum eru skrifstofur, verkstæði og önnur starfsemi. Til afþreyingar er í fangelsinu líkamsræktaraðstaða, bókasafn, fönduraðstaða og billiardborð. Á lóð eru fótboltavöllur, göngubraut og körfuboltaaðstaða.

Vinna fanga: Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Nánari upplýsingar og myndir af framleiðsluvörum.

Nám: Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í fangelsinu, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum.

Fjárhagsaðstoð fanga

Verndarmenn fá fjárhagsaðstoð

Fella úr gyldi ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun á Vernd eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð.

Ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð verður afnumin. Umboðsmaður borgarbúa tók til skoðunar umrætt ákvæði sem komið var á í september 2009 "til að skýra stöðu þeirra umsækjenda um fjárhagsaðstoð sem afplána refsidóma," eins og segir í greinargerð velferðarsviðs. Greinargerðin fylgdi tillögu, sem borgarráð samþykkti í gær, um að fella regluna út.

Fram kom að flestar umsóknir frá föngum um fjárhagsaðstoð komi frá þeim sem dvelja á áfangaheimilinu Vernd. Velferðarsvið borgarinnar segir að Fangelsismálastofnun beri ábyrgð á að þeir fangar eins og aðrir hafi fæði, húsnæði og aðrar nauðsynjar. Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í máli manns sem dvaldi á Vernd að ákvæðið sem útilokaði fanga í afplánun frá fjárhagsstoð stæðist ekki grundvallarreglur um jafnræði borgaranna og rétt til félagslegrar aðstoðar.

Fréttablaðið- gar

 

Þráinn Farestveit

Geðheilbrigðisþjónusta á Litla-Hrauni

Brýnt að skoða geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hraun

 

Umboðsmaður Alþingis segir það eindregna afstöðu sína að brýnt tilefni sé til að endur-skoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni. Hann segir að til greinakomi að beina tilmælum til stjórnvalda um að gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu að Litla-Hrauni  í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar sem þess þurfa njóti umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Litla-hraun sem umboðsmaður Alþingis hefur sent fangelsisyfirvöldum og velferðarráðuneytinu. Umboðsmaður heimsótti fangelsið 3. maí. Heimsóknin var þáttur í frumkvæðiseftirliti umboðsmanns og unnin af settum umboðsmanni, Róbert R. Spanó.  

 

Heimsóknin í fangelsið Litla-Hrauni var liður í athugun á því hvort aðstæður í fangelsinu, aðbúnaður fanga og verklag við ákvarðanatöku um réttarstöðu þeirra samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu, gildandi laga og reglugerða um fullnustu refsinga auk meginreglna stjórnsýsluréttar. Þá laut athugun umboðsmanns að hvort þar væri gætt vandaðra stjórnsýsluhátta, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. 

Í skýrsludrögum setts umboðsmanns eru dregin fram nokkur atriði sem hann telur að séu þess eðlis að til greina komi af hálfu umboðsmanns að beina síðar til stjórnvalda sérstökum tilmælum um úrbætur. Drög að skýrslunni eru því lögð fram til þess að stjórnvöldum gefist kostur á að bregðast við þessum atriðum áður en umboðsmaður tekur endanlega ákvörðun um hvort formlegum tilmælum verður beint til stjórnvalda. Umboðsmaður mun því að fengnum upplýsingum um viðbrögð stjórnvalda taka endanlega ákvörðun um hvort slík tilmæli verða sett fram. Fyrirkomulag þessarar athugunar umboðsmanns og birting á drögum að skýrslunni eru liður í því að taka upp nýtt verklag við frumkvæðis- og vettvangsathuganir umboðsmanns hjá stjórnvöldum.

Meðal þess sem settur umboðsmaður fjallar um í skýrsludrögunum eru heimsóknir til fanga, fjárhagsmálefni þeirra og heilbrigðisþjónusta í fangelsinu. 

Þá telur settur umboðsmaður meðal annars að til greina komi að beina tilmælum til stjórnvalda um að gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar sem þess þurfa njóti umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum. 

 

 

Innlent | mbl | 4.10.2013 | 

Þráinn Farestveit

 

 

 

 

Missti sjálfstraustið í neyslu

„Það er ekki hægt að flýja þessa stráka"

Kristjana Guðbrandsdóttir kom í heimsókn á Vernd í gær, ræddi þar við heimilismenn og starfsfólk. Hér er frétt um sama mál í DV.

Rætt við tvo fyrrverandi fanga sem hafa náð tökum á fíkn sinni

Ég óska engum að vera á þeim stað sem ég var," segir fyrrverandi fangi á Litla-Hrauni sem fékk góðan bata á meðferðargangi fangelsins. Jón Ingi Jónsson meðferðarfulltrúi á ganginum segir alla þá sem rata af leið eiga von. „Í neyslu slokknar á tilfinningum og það tekur stundum langan tíma fyrir strákana að finna aftur til. En þegar það gerist þá er von."
Blaðamaður DV ræddi við tvo fyrrverandi fanga sem hefur tekist að snúa við blaðinu.

Hér að neðan er gripið í umfjöllunina þar sem annar þeirra er spurður hvort honum hafi fundist erfitt að tala um tilfinningar sínar í meðferðinni. Áskrifendur DV.is geta smellt á meira.

„Já. Það var erfitt. Til að byrja með þá laug ég þegar ég vildi flýja sjálfa mig. Flóttaviðbragðið er sterkt. En það er ekki hægt að flýja þessa stráka. Við erum þarna allir fastir saman og þekkjum lygar hvers annars út í gegn. Auðvitað – því þær eru allar eins. Það verður því fljótt leiðinlegt. Um leið og maður fer að segja satt, þá fer að vakna eitthvað nýtt til lífsins. Satt best að segja þá er þetta nýja svo áhugavert að mann langar að halda áfram. Vonandi ekki fíkn," segir hann og hlær. „Enn önnur fíknin kannski bara." Hann segist nota hugtakið að vera á leiðinni heim. Ég lærði þetta á Vernd, áfangaheimili. Þar fékk ég mikla og góða hjálp. Kom mér í rútínu sem hafði góð áhrif á mig. Alla sem hafa brotið af sér, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, langar bara aftur heim."