Aðalfundur

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn 7 mai kl 18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit

Heimsókn á Vernd

Heimsókn á Vernd

 

Fimmtudaginn 11.júní komu í heimsókn Árni Múli Jónasson, Brynhildur Pétursdóttir og Páll Valur Björnsson. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsingamiðlun og fræðsla um úrræði Verndar.  Farið var yfir sögu Verndar og hugmyndafræði, þar sem framkvæmdastjórinn Þráinn Farestveit útskýrði stöðu mála. Gestirnir voru áhugasamir um stöðu Verndar og fjölda þeirra sem sækja í úrræðið.  Margt bar á góma meðal annars hvað væri til ráða og spurningar um það hvað helst einkenni þann stóra hóp sem kemur í gegnum úrræðið. Einnig hvað væri hægt að gera til að fækka endurkomum í fangelsi. Grunnurinn í starfsemi Verndar er hjálp til sjálfshjálpar þar sem einstaklinga fá stuðning til að fóta sig á vandrötuðum stígum samfélagsins. Þá var húsnæði Verndar skoðað og þótti gestum að húsnæðið væri að öllu leiti til sóma.

Fangelsisminjasafn

Fangelsisminjasafn

Mjög víða í útlöndum er að finna söfn sem geyma sögu fangelsa. Stundum eru þessi söfn í gömlum fangelsum og geta þá safngestir farið um og skoðað hvernig aðbúnaði fanga var háttað. Að sjálfsögðu er að finna í þessum fangelsisminjasöfnum flest sem tilheyrði hversdagslegu lífi í fangelsum, tæki og tól, amboð og áhöld. Líka hvers kyns pyntingatól sem notuð voru fyrr á tímum enda þótt tilhneiging hafi verið til að farga þeim svo sagan yrði fegurri. Þessi söfn hafa þó nokkurt aðdráttarafl eins og Clink-fangelsissafnið í London. Í Danmörku var hluta af hinu kunna Horsensfangelsi breytt í fangelsisminjasafn sem er mjög nútímalegt. Af öðrum toga en þó mjög skyldum er í borginni Lviv í Úkraínu fangelsisminjasafn sem segir sögu fólks sem ógnarstjórnir nasista og kommúnista fangelsuðu og snertu greinarhöfund djúpt er hann skoðaði það fyrir fáeinum árum. 

Markmiðið með söfnum af þessu tagi er að varðveita og segja sögu fangelsa; vekja athygli á sögu fólksins sem var frelsissvipt og mannréttindum þess. 

„Eru fangelsismál í klessu á Íslandi ?“

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir fundi um fullnustu refsinga miðvikudaginn 22. apríl sl. undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál í klessu á Íslandi?“

Á mælendaskrá voru Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en hann fór yfir stöðu fangelsismála á Íslandi, Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar.

Í erindi Páls kom meðal annars fram að fjármagn til málaflokksins hafi verið minnkað um fjórðung á síðustu árum þó að verkefnum stofnunarinnar hafi fjölgað. Þá hafi komið upp 20 tilfelli þar sem dómar fyrnast áður en sakborningar hefja afplánun.

Þegar erindum var lokið voru líflegar umræður um málefni tengd fullnustu refsinga hér á landi.

Frétt stöð 2

Fluttningur fangelsismálastofnunar

Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun hefur nú flutt aðsetur að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi.
Sími : 520 5000 - Fax : 520 50195
Hlutverk Fangelsismálastofnunar ríkisins er

Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.

Hafa umsjón með rekstri fangelsa.

Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar.
Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta. Stefna og markmið

Tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Fangelsismálastofnun telur að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt.

Að lokinni refsivist snýr fangi aftur út í samfélagið og því er þjóðfélagslega hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu hans í fangelsi vegna nýrra afbrota. Fangelsismálastofnun telur mikilvægt að sett verði þau markmið að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti verði höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi verði aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín. Til að ná fram þessum markmiðum þarf að setja fram einstaklingsmiðaða áætlun um framvindu afplánunarferils sérhvers fanga í upphafi refsivistar. Áætlun þessi fæli í sér þætti eins og áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu til náms og/eða vinnu, sálfræðilegan, félagslegan og annan stuðning. Eftir þessari áætlun yrði síðan unnið með viðkomandi fanga á afplánunartímanum af menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og áætlunin endurskoðuð reglulega. Þegar kemur að lokum afplánunar viðkomandi yrði stuðlað að því, í samvinnu við fangann, að hann ætti fastan samastað, hefði góð tengsl við fjölskyldu og/eða vini, kynni að leita sér aðstoðar og næði að fóta sig í samfélaginu.