„Eru fangelsismál í klessu á Íslandi ?“

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir fundi um fullnustu refsinga miðvikudaginn 22. apríl sl. undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál í klessu á Íslandi?“

Á mælendaskrá voru Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en hann fór yfir stöðu fangelsismála á Íslandi, Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar.

Í erindi Páls kom meðal annars fram að fjármagn til málaflokksins hafi verið minnkað um fjórðung á síðustu árum þó að verkefnum stofnunarinnar hafi fjölgað. Þá hafi komið upp 20 tilfelli þar sem dómar fyrnast áður en sakborningar hefja afplánun.

Þegar erindum var lokið voru líflegar umræður um málefni tengd fullnustu refsinga hér á landi.

Frétt stöð 2

Fluttningur fangelsismálastofnunar

Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun hefur nú flutt aðsetur að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi.
Sími : 520 5000 - Fax : 520 50195
Hlutverk Fangelsismálastofnunar ríkisins er

Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.

Hafa umsjón með rekstri fangelsa.

Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar.
Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta. Stefna og markmið

Tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Fangelsismálastofnun telur að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt.

Að lokinni refsivist snýr fangi aftur út í samfélagið og því er þjóðfélagslega hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu hans í fangelsi vegna nýrra afbrota. Fangelsismálastofnun telur mikilvægt að sett verði þau markmið að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti verði höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi verði aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín. Til að ná fram þessum markmiðum þarf að setja fram einstaklingsmiðaða áætlun um framvindu afplánunarferils sérhvers fanga í upphafi refsivistar. Áætlun þessi fæli í sér þætti eins og áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu til náms og/eða vinnu, sálfræðilegan, félagslegan og annan stuðning. Eftir þessari áætlun yrði síðan unnið með viðkomandi fanga á afplánunartímanum af menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og áætlunin endurskoðuð reglulega. Þegar kemur að lokum afplánunar viðkomandi yrði stuðlað að því, í samvinnu við fangann, að hann ætti fastan samastað, hefði góð tengsl við fjölskyldu og/eða vini, kynni að leita sér aðstoðar og næði að fóta sig í samfélaginu.

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn 27, mai kl 18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit

Hádegisfundur um fullnustu refsinga

Hótel Natura

Eru fangelsismá í klessu á Íslandi?

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi um fullnustu refsinga.

Miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 -13:30 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101.

Frummælendur:

  • Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, mun fara yfir stöðu fangelsismála á Íslandi.

  • Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, flytur erindi sitt: Ný úrræði – skilvirkari fullnusta refsinga.

    • Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, fjallar um fullnustuúrræði á vegum Verndar.

    Fundarstjóri:

    • Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR.

    Á eftir erindum verða almennar umræður og fyrirspurnir.

    Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. 

Um síðustu áramót biðu 460 einstaklingar

Þráinn FarestveitUm síðustu áramót biðu 460 einstaklingar þess að komast í fangelsi til að afplána fangelsisdóma sína. Af þeim höfðu 137 sótt um að afplána dóma sína með samfélagsþjónustu. 105 þeirra fengu beiðni sína samþykkta. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. 

Í svarinu kemur einnig fram að frá árinu 2010 hafa 1.025 einstaklingar hafið afplánun fangelsisrefsingar, sumir oftar en einu sinni. Mikill munur er á kynjunum en 937 karlar og 88 konur eru í hópnum. Flestir þeirra eru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 471 einstaklingur, en 9 voru á aldrinum 15 til 17 ára. Frá árinu 2010 hafa einnig 426 hafið afplánun fangelsisrefsingar með samfélagsþjónustu, sumir oftar en einu sinni. Í þeim hópi er kynjahlutfallið svipað eða 374 karlar og 52 konur. Um helmingur þeirra voru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 222 einstaklingar. Frá því í febrúar 2012 hafa 97 fangar lokið afplánun undir rafrænu eftirliti en þeim hefur farið fjölgandi. 

Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er einföld, öll fangelsi eru yfirfull, dómar eru að lengjast og málaflokkurinn hefur setið á hakanum árum saman. Fangelsismálastofnun segir að rúm 50 ár séu nú liðin frá því að ákveðið var fyrst að byggja nýtt öryggisfangelsi á Höfuðborgarsvæðinu.

Litla-Hraun hefur gegnt hlutverki stærsta öryggisfangelsis landsins um áratugaskeið en það hefur verið ljóst að það húsnæði hentar ekki sem öryggisfangelsi enda var hluti Litla-Hrauns byggt sem spítali og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerða eru. Alls eru sex fangelsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lokuð: Litla-Hraun, Fangelsið á Akureyri, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið í Kópavogi. Auk þeirra eru opin fangelsi að Sogni og Kvíabryggju og þá hefur úrræði Verndar verið yfirfullt samkvæmt upplýsingum frá  Þráni Farestveit framkvæmdastjóra Verndar. Til stendur að loka bæði Hegningarhúsinu og fangelsinu í Kópavogi. Þegar nýtt fangelsi verður opnað á Hólmsheiði,  Það er nú í byggingu og á að opna haustið 2015. Fangelsisrýmum fjölgar þá um 30 talsins.