Í þáttunum verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fangelsum. Við ræðum stefnuna í fangelsismálum á víðan hátt og vörpum ljósi á mörg mál sem hafa verið áberandi í umræðunni og veita innsýn í líf fanga á meðan afplánun stendur og eftir afplánun. Við munum fá marga góða gesti sem starfa í málaflokknum eða hafa tengingu við hann á einn eða annan hátt. Þættirnir verða á léttum nótum en munu taka á þeim málum sem brennur á í samfélaginu á hverjum tíma. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Youtube-síðu Afstöðu, á Spotify og Apple Podcast. Við vonum að allir njóti þessara þátta en biðjum áhugasama um að senda okkur ábendingar eða uppástungur um umræðuefni þáttanna eða spurningar á netfangið
Tveir þættir eru þegar komnir inn á síðuna og munu nýir þættir birtast vikulega eða oftar.
Smelltu hérna til að fara á YouTube-síðu Afstöðu.
Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Spotify.
Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Apple Podcast.