Fangaverk í krafti Auðar

 

 

Vef­versl­un Fanga­verks opnaði í dag en þar get­ur fólk verslað ým­is­kon­ar vör­ur sem hand­gerðar eru af þeim sem sitja inni í fang­els­um lands­ins. „Þetta er nátt­úr­lega bara stór sig­ur, loks­ins,“ sagði Auður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri í fang­els­inu á Hólms­heiði, í sam­tali við mbl.is í dag.

Blóma­pott­ar, penn­astand­ar, kerta­stjak­ar og skál­ar eru meðal þess sem hægt er að versla í vef­versl­un Fanga­verks en áður fór sal­an fram á sam­fé­lags­miðlum. Auður seg­ir að það hafi verið mik­il­vægt að koma vef­versl­un­inni í loftið til að ein­falda sölu­ferlið, bæði fyr­ir kaup­end­ur og Fanga­verk. 

Fanga­verk var komið á kopp­inn fyr­ir rúm­lega ári síðan en Auður átti hug­mynd­ina að verk­efn­inu. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári sagði hún að áður en verk­efnið fór af stað hafi verk­efni fyr­ir fanga verið ansi stop­ul.

Nú hef­ur hins veg­ar orðið breyt­ing á og næg verk­efni til að sinna á Hólms­heiði, Litla-Hrauni og í Kvía­bryggju. Hægt er að kynna sér vöru­úr­valið í nýrri vef­versl­un Fanga­verks á Fanga­verk.is.