Upplifun og reynsla dómþola sem afplánað hafa undir rafrænu eftirliti

 

Íris Ósk Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, geðsvið Landspítala-háskólasjúkrahúss. Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, Ph.d., prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands sendu inn í tímarit félagsráðgjafa 1. TBL. 18 árgangur 2024 ritrýnda grein sem fjallar um rafrænt eftirlit. Rafrænt eftirlit þýðir að dómþoli afplánar síðasta hluta dómsins á heimili sínu eða öðrum dvalarstað sem Fangelsismálastofnun samþykkir og þarf að vera með ökklaband á sér þannig að hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu einstaklinga sem afplánað hafa undir rafrænu eftirliti og hvernig úrræðið nýttist í aðlögun þeirra að samfélaginu. Tilgangurinn var að skoða hvaða stuðningur þeim stóð til boða og varpa fram hugmyndum um úrbætur sem viðmælendur telja þörf á. Við rannsóknina var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við níu einstaklinga sem afplánað hafa undir rafrænu eftirliti. Niðurstöður benda til þess að rafrænt eftirlit sé mikilvægt úrræði í aðlögun dómþola að samfélaginu. Upplifun viðmælenda af úrræðinu var jákvæð, þeir upplifðu umbun og ákveðið frelsi þegar rafrænt eftirlit hófst og aðlögunin að samfélaginu varð auðveldari fyrir vikið. Viðmælendur telja þó þörf á úrbótum, svo sem auknum stuðningi við dómþola af hálfu félagsráðgjafa og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar og samstarfi við félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra aðila sem koma að þjónustu og stuðningi við dómþola

Upplifun dómþola af afplánun undir rafrænu eftirliti Meirihluti viðmælendanna var á þeirri skoðun að stuðningur væri mikilvægur þáttur í afplánun undir raf rænu eftirliti. Einungis tveir af sjö viðmælendum rann sóknarinnar voru háðir því skilyrði að mæta í viðtöl hjá sálfræðingi og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar en þeir voru báðir að afplána dóm fyrir alvarlegt brot, kyn ferðisbrot gegn barni og manndráp. Báðir nýttu þeir vel stuðninginn sem þeir fengu og sögðu að hann hefði verið mikilvægur í aðlögun þeirra að samfélaginu. Viðmælendunum sem ekki voru bundnir því skilyrði að mæta í viðtöl hjá sálfræðingi eða félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar bar saman um að hafa ekki haft vitneskju um að þeim stæði slíkur stuðningur til boða. Aðspurðir hvort þeir teldu sig hafa hlotið nægilegan stuðning þegar þeir afplánuðu undir rafrænu eftirliti töldu þeir flestir að svo væri ekki. Nokkrir töldu sig þó ekki hafa þurft á stuðningi að halda en vert er að taka fram að þeir voru með gott stuðningsnet fjölskyldu. Aðrir töldu að þeir hefðu nýtt sér stuðninginn og töldu mikilvægt að dómþolar væru upplýstir um þann stuðning sem þeim stæði til boða.

Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að rafrænt eftirlit er mikilvægt úrræði í aðlögun dómþola að samfélaginu eftir fangelsisvist. Upplifun viðmælenda af úrræðinu var jákvæð, þeir upplifðu umbun og ákveðið frelsi þegar rafrænt eftirlit hófst og aðlögunin að samfélaginu varð auðveldari fyrir vikið. Viðmælendur telja þó þörf á úrbótum svo úrræðið geti nýst dómþolum enn betur. Helstu tillögur að úrbótum eru aukinn stuðningur við dómþola af hálfu Fangelsismálastofnunar og samstarf við félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra aðila sem koma að þjónustu og stuðningi við dómþola með tilliti til möguleika á launaðri atvinnu, menntun og endurhæfingu. Viðmælendurnir tveir sem afplánuðu undir rafrænu eftirliti eftir að Vernd tók við umsjón úrræðisins voru ánægðir með það fyrirkomulag og voru sammála um að það væri mjög jákvæð þróun. Áhugavert væri að gera rannsókn á upplifun dómþola sem afplána með nýja fyrirkomulaginu þegar meiri reynsla er komin á það. Vonast er til að þessi rannsókn auki skilning almennings, sveitarfélaga og annarra stofnana á mikilvægi þess að dómþolum verði veittur sá stuðningur sem þeir þurfa á að halda. Samfélagslegur ávinningur er fólginn í því að dómþolar njóti endurhæfingar og aðlögunar út í samfélagið eftir fangelsisvist.

Niðurstöður Við greiningu gagnanna kom í ljós að viðmælendurnir áttu margt sameiginlegt og var því hægt að draga fram nokkur þemu sem skiptast í þrjú yfirþemu og átta undir þemu. Fyrsta þemað fjallar um neyslu og afplánunar sögu ásamt því að varpa ljósi á upplifun viðmælenda af þrepaskiptri afplánun. Annað þemað kallast afplánun undir rafrænu eftirliti og fjallar um skilyrði rafræns eftir lits og rof á skilyrðum. Þriðja þemað er upplifun við mælenda af afplánun undir rafrænu eftirliti og fjallar um stuðning við dómþola, kosti og galla úrræðisins og tillögur að úrbótum. Í þessari grein er fjallað um þrjú þeirra: Afplánun undir rafrænu eftirliti, upplifun dóm þola af afplánun undir rafrænu eftirliti og úrbætur.

Lesa má helstu niðurstöður hér

Timarit_Felagsradgjafa_2024