Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 9. júní kl.18:00
( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði  ( Vímulaus æska / Foreldrahús )  

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.
 
 
Stjórnin

 

Þráinn Farestveit

Fangafjöldi í heiminum

Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í World Prison Population List sem gefinn er út af King´s College í London eru yfir 9 milljónir manna vistaðir í fangelsum í heiminum. Nærri helmingur af þessum fjölda er í eftirtöldum löndum: Bandaríkjunum (2,09 milljónir), Kína (1,55 milljónir fyrir utan gæsluvarðhaldsfanga og "administrative detention") og Rússlandi (760 þúsund).

Bandaríkin eru með hæsta fangafjölda miðað við íbúafjölda eða 714 per 100.000 íbúa, næstir í röðinni eru Hvíta Rússland, Bermúda og Rússland sem öll eru með 532 fanga per 100.000 íbúa, Palau með 523, Jómfrúreyjar með 490, Turkmenistan með 489, Kúba með 487, Surinam með 437, Cayman eyjar með 429, Belize með 420, Úkraína með 417, St Kitts og Nevis með 415, Maldavíu eyjar, S-Afríka með 413 og Bahama með 410.

Fram kemur að 58% þeirra landa eða svæða sem eru á listanum hafa fangafjölda sem er undir 150 per 100.000 íbúa. Þar á meðal er Ísland sem var með 39 fanga per 100.000 íbúa 1. september 2004 sem var viðmiðunardagur Íslands á listanum. Þess er getið að ekki voru fáanlegar tölur frá 11 löndum og að þær væru ekki frá sama tíma. Með vísan til þess og fleiri þátta sem eru mismunandi eftir löndum ber að fara gætilega varðandi samanburð. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gefa tölurnar ákveðnar vísbendingar um fangafjölda.

Fangafjöldi fer hækkandi í mörgum heimshlutum og ef miðað er við fyrri lista hefur fangafjöldinn hækkað í 73% þeirra landa sem eru á listunum (í 64% landa í Afríku, 79% í Ameríku, 88% í Asíu, 69% í Evrópu og 69% í Eyjaálfu). Sjá nánar:

World Prison Population List (sixth edition)

World Prison Population List (seventh edition)

1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007

Meðaltalsfj.allra

fanga í fangelsum

á Íslandi á dag

pr. 100.000 íbúa 46,2 41,1 39,9 33,8 32,6 37,4 36,0 39,8 40,9 38,7 38,3 38,43

Er það óeining ráðherra sem kemur í veg fyrir byggingu fangelsis

Skynsamlegt væri að leita til einkaaðila um fjármögnun og byggingu nýs húsnæðis fyrir fangelsi á Hólmsheiði, ef farið yrði af stað með þá framkvæmd bráðlega, eins og staðan er í ríkisfjármálum í dag, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Þetta sagði hann í morgunútvarpi Rásar 2 á föstudaginn.
Í fréttaskýringu um fangelsismálin í Morgunblaðinu í dag segir, að þetta stangist á við það sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og flokksbróðir Steingríms, hefur sagt um fangelsið, en í aprílbyrjun vísaði hann fréttum þess efnis á bug og sagði ekki stefnt að öðru en opinberri framkvæmd.
Strax þá hermdu heimildir Morgunblaðsins að ágreiningur væri um málið milli ráðuneyta þeirra Steingríms og Ögmundar. Útboðsgögn hafa nú verið tilbúin í marga mánuði og beðið hefur verið eftir útboðinu.
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir aðspurður að mikið hagræði yrði að nýju og stóru fangelsi en segir það ekki sitt hlutverk að hafa skoðun á fjármögnun þess.
 
Frétt mbl.is

Auglýsti andlát samfanga síns

Refsifangi á Litla Hrauni er grunaður um að hafa sent tilkynningu um andlát samfanga síns en tilkynningin birtist í Morgunblaðinu í  morgun. Birt er reikningsnúmer með tilkynningunni í þeim tilgangi að fé verði lagt inn á
reikninginn.

Í Morgunblaðinu í dag birtist tilkynning um andlát Hákons Rúnars Jónssonar en hann afplánar nú nokkurra mánaða fangelsisdóm á Litla Hrauni. Í auglýsingunni segir að maðurinn hafi látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningsnúmer. Reikningurinn og kennitala sem upp er gefin er í eigu Sigurbjörns Adams Baldvinssonar, fanga á Litla Hrauni en hann afplánar dóm fyrir margháttuð afbrot.

Auglýsingin er uppspuni frá rótum og virðist hafa verið send frá Litla Hrauni í þeim tilgangi einum að svíkja út fé af fólki.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri segist ekki muna eftir öðrum eins ósóma. „Þetta er með því ósmekklegra sem ég hef séð. Málið verður rannasakað til hlítar. Strax í morgun voru tölvur fanga sem grunaðir eru um verknaðinn, haldlagðar og verða þær skoðaðar. Þá verða teknar skýrslur af föngunum en málið verður síðan afhent lögreglu,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.

Páll segir að fangar hafi tölvur á herbergjum sínum og takmarkaðan aðgang að netinu vegna fjarnáms en þá undir eftirliti. Hins vegar færist í vöxt að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið, en þeir tengja tölvur við netið með svokölluðu 3G sambandi. Páll segir að töluvert sé um að slíkir netpungar séu haldlagðir. Sama á við um farsímanotkun fanga, farsímar eru bannaðir innan veggja fangelsanna. Nokkrir símar eru haldlagðir í hverjum mánuði.

Páll Winkel segir að agaviðurlög verði ákveðin gagnvart föngunum þegar málið hafi verið rannasakað til hlítar. Þá segir hann ekki ólíklegt að brot fanganna leiði til endurskoðunar á tölvunotkun refsifanga í fangelsum landsins.

Morgunblaðinu þykir miður að hafa verið blekkt með þessum hætti. Reikningnum sem nefndur er í auglýsingunni, hefur verið lokað.

Guðmundur Gíslason skrifar um fangelsismál

Guðmundur Gíslason skrifar:
 
Að gefnu tilefni langar mig til að leggja orð í belg vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um byggingu nýs fangelsis en sú staða virðist komin upp að útboð getur ekki hafist vegna ágreinings í ríkisstjórn um fjármögnun verksins.

Miklar breytingar hafa orðið í samfélaginu, lögregla hefur verið efld, tollgæsla styrkst, refsingar hafa þyngst og dómstólar orðið skilvirkari. Fangelsismálastofnun á orðið erfitt með að sinna lögbundnu hlutverki sínu, fullnustu refsingar brotamanna sem dæmdir hafa verið til refsivistar. Í landinu eru sex fangelsi, þar af tvö á höfuðborgarsvæðinu, sem bæði hafa verið rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda til margra ára enda svo komið að þar er erfitt að uppfylla nútímaskilyrði um mannúðlega refsivist fanga. Hegningarhúsið var byggt 1874 og getur hýst 16 fanga. Kópavogsfangelsið var tekið í notkun 1989 og getur hýst 12 fanga. Það er eina fangelsið fyrir konur. Af ýmsum ástæðum eru bæði þessi fangelsi óhæf undir þá starfsemi sem þar fer fram. Hegningarhúsið var reist á 19. öld þegar helstu samgöngutæki voru hestar og þjóðin var bændasamfélag. Allt frá miðri síðustu öld hefur verið rætt opinberlega um að Hegningarhúsið sé ekki heppilegur vistunarstaður fyrir fanga. Árið 1961 lét Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, vinna skýrslu um drög að nýju fangelsi í Reykjavík vegna þess að Hegningarhúsið uppfyllti ekki kröfur um aðbúnað. Þetta var fyrir 50 árum! Kópavogsfangelsið var ekki byggt sem fangelsi og hefur í raun hentað illa sem slíkt, sérstaklega til lengri tíma fangavistar. Húsnæðið er þröngt og lítið rými til athafna og útivistar fanga. Það er að mínu áliti óásættanlegt að konur þurfi að afplána langa refsingu þar. Bæði fangelsin standa auk þess of nærri byggð, Hegningarhúsið í miðju verslunar- og skemmtanahverfi og Kópavogsfangelsi í íbúðahverfi, 50 metra frá stórum leikskóla.