Fangafjöldi í heiminum

Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í World Prison Population List sem gefinn er út af King´s College í London eru yfir 9 milljónir manna vistaðir í fangelsum í heiminum. Nærri helmingur af þessum fjölda er í eftirtöldum löndum: Bandaríkjunum (2,09 milljónir), Kína (1,55 milljónir fyrir utan gæsluvarðhaldsfanga og "administrative detention") og Rússlandi (760 þúsund).

Bandaríkin eru með hæsta fangafjölda miðað við íbúafjölda eða 714 per 100.000 íbúa, næstir í röðinni eru Hvíta Rússland, Bermúda og Rússland sem öll eru með 532 fanga per 100.000 íbúa, Palau með 523, Jómfrúreyjar með 490, Turkmenistan með 489, Kúba með 487, Surinam með 437, Cayman eyjar með 429, Belize með 420, Úkraína með 417, St Kitts og Nevis með 415, Maldavíu eyjar, S-Afríka með 413 og Bahama með 410.

Fram kemur að 58% þeirra landa eða svæða sem eru á listanum hafa fangafjölda sem er undir 150 per 100.000 íbúa. Þar á meðal er Ísland sem var með 39 fanga per 100.000 íbúa 1. september 2004 sem var viðmiðunardagur Íslands á listanum. Þess er getið að ekki voru fáanlegar tölur frá 11 löndum og að þær væru ekki frá sama tíma. Með vísan til þess og fleiri þátta sem eru mismunandi eftir löndum ber að fara gætilega varðandi samanburð. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gefa tölurnar ákveðnar vísbendingar um fangafjölda.

Fangafjöldi fer hækkandi í mörgum heimshlutum og ef miðað er við fyrri lista hefur fangafjöldinn hækkað í 73% þeirra landa sem eru á listunum (í 64% landa í Afríku, 79% í Ameríku, 88% í Asíu, 69% í Evrópu og 69% í Eyjaálfu). Sjá nánar:

World Prison Population List (sixth edition)

World Prison Population List (seventh edition)

1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007

Meðaltalsfj.allra

fanga í fangelsum

á Íslandi á dag

pr. 100.000 íbúa 46,2 41,1 39,9 33,8 32,6 37,4 36,0 39,8 40,9 38,7 38,3 38,43