Skrifað af Afstaða - félag fanga
Í fangelsinu á Litla – Hrauni hefur verið gripið til þess ráðs að vista fanga saman í klefa þar sem fangelsið er nú yfirfullt. Sömu sögu er að segja frá öðrum fangelsum landsins. Þó hefur ekki verið gripið til þess ráðs að vista menn saman í klefa fyrir utan Hegningarhúsið í Reykjavík sem þjónar hlutverið móttökufangelsis. Þar eru menn vistaðir við þessar aðstæður í stuttan tíma. Sú starfssemi hefur verið á undanþágu í nokkurn tíma.
Á meðan fangelsismálastofnun ríkisins virðist standa ráðþrota frammi fyrir aukningu refsivista fanga er það mat stjórnar AFSTÖÐU – félags fanga að þetta bjóði hættunni heim. Hætta á ofbeldi og þá kannski kynferðisleguofbeldi, sem ekki hefur verið mikið af í fangelsum landsins svo vitað sé, þó grunur um slíkt ofbeldi hafi vaknað á síðustu árum. Hér er um mikla afturför að ræða. Eineltisáætlun fangelsismálastofnunnar frá árinu 2004 er allgjörlega virt af vettugi, sem að auki skapar mun erfiðari starfsgrundvöll fyrir þá sem vinna í fangelsum landsins.