Heimsókn á Vernd

Heimsókn á Vernd

 

Fimmtudaginn 11.júní komu í heimsókn Árni Múli Jónasson, Brynhildur Pétursdóttir og Páll Valur Björnsson. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsingamiðlun og fræðsla um úrræði Verndar.  Farið var yfir sögu Verndar og hugmyndafræði, þar sem framkvæmdastjórinn Þráinn Farestveit útskýrði stöðu mála. Gestirnir voru áhugasamir um stöðu Verndar og fjölda þeirra sem sækja í úrræðið.  Margt bar á góma meðal annars hvað væri til ráða og spurningar um það hvað helst einkenni þann stóra hóp sem kemur í gegnum úrræðið. Einnig hvað væri hægt að gera til að fækka endurkomum í fangelsi. Grunnurinn í starfsemi Verndar er hjálp til sjálfshjálpar þar sem einstaklinga fá stuðning til að fóta sig á vandrötuðum stígum samfélagsins. Þá var húsnæði Verndar skoðað og þótti gestum að húsnæðið væri að öllu leiti til sóma.