Þýðingarmikið framfaraskerf

Eftirfarandi grein, sem fer hér á eftir í íslenskri þýðingu, er eftir Nora Volkow, forstjóra bandarísku alríkisstofnunarinnar NIDA, National Institute on Drug Abuse, og birtist áheimasíðu hennar þann 31. mars sl og samdægurs á vef Huffington Post.

„Aðeins um 10% þeirra 21 milljóna Bandaríkjamanna, sem talið er að þurfi aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnafíknar, eiga kost á einhverri meðferð og stór hluti þeirrar meðferðar sem býðst stenst ekki kröfur um að veitt þjónusta sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu. Það eru margar ástæður fyrir þessari meðferðargjá sem tengdar eru eru kerfislægum þáttum og viðhorfum, þar á meðal fordómum, og það eru þröskuldar innan stofnana sem koma í veg fyrir að meðferð sé boðin fram og að fjármagn til að kosta meðferð vegna fíknsjúkdómum sé fyrir hendi. Önnur hindrun er sú staðreynd að þar til nú hafa fíknlækningar ekki verið viðurkennd grein sem læknar geta sérhæft sig í ¬– sú staðreynd hefur haft mikil áhrif á það hversu mikla og hversu góða menntun læknanemar hafa fengið og þau tækifæri sem unglæknum í starfsþjálfun býðst til að aðstoða sjúklinga sem fást við fíknsjúkdóma.

Tryggingastofnun

Fangelsisvist

 

Örorku- og ellilífeyrisþegar 

Afpláni lífeyrisþegi refsingu í fangelsi eða kemur sér viljandi undan því að afplána refsingu falla niður allar greiðslur TR til hans.

Sæti lífeyrisþegi gæsluvarðhaldi eða sé hann á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun  falla niður allar greiðslur TR til hans eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl. Þegar bætur hafa verið felldar niður er heimilt að greiða ráðstöfunarfé í samræmi við 8. mgr. 48. gr. Verði lífeyrisþegi ekki dæmdur til fangelsisvistar í kjölfar gæsluvarðhalds skulu bætur til hans greiddar fyrir það tímabil þegar gæsluvarðhaldsvist stóð yfir.

Lífeyrisþegar sem falla af bótum vegna fangelsisvistar geta ekki sótt um framlengingu bóta.

Heimilt er  að sækja um ráðstöfunarfé hjá Tryggingastofnun . Ítarlegur rökstuðningur þarf að fylgja umsókn ásamt greiðslukvittunum sem staðfesta útgjöld.

Fangi sem fær að ljúka afplánun á áfangaheimili, t.d. Vernd eða með rafrænu eftirliti fær bætur sínar í gang aftur svo framarlega að réttur sé enn til staðar. Brjóti fangi sem er á áfangaheimili eða í rafrænu eftirliti af sér og fer aftur í fangelsi falla bætur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar.

Hafi lífeyrisþegi verið meðlagsskyldur og TR hefur ráðstafað barnalífeyri upp í meðlag þá heldur sú ráðstöfun áfram svo lengi að réttur sé enn til  staðar.

Endurhæfingarlífeyrisþegar 
Endurhæfingarlífeyrisþegar sem dæmdir eru til fangelsisvistar falla strax af bótum frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að afplánun hefst. Endurhæfingarlífeyrir fer ekki í gang aftur þó svo fangi fái að ljúka afplánun á áfangaheimili, t.d. Vernd, með rafrænu eftirliti eða þegar afplánun lýkur. Til að fá endurhæfingarlífeyri aftur að lokinni afplánun þarf að sækja um að nýju.

Endurhæfingarlífeyrisþegar geta hvorki sótt um framlengingu bóta né vasapeninga.

Örorkustyrksþegar 
Örorkustyrksþegar sem dæmdir eru til fangelsisvistar halda greiðslum í 120 daga eftir að afplánun hefst. Eftir 120 daga samfellda fangelsisvist falla bætur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar.

Örorkustyrksþegar geta hvorki sótt um framlengingu bóta né vasapeninga.

Fangi sem fær að ljúka afplánun á áfangaheimili, t.d. Vernd, með rafrænu eftirliti eða þegar afplánun lýkur fær örorkustyrk sinn í gang aftur svo framarlega að réttur sé enn til staðar. Brjóti fangi af sér og fer aftur í fangelsi falla bætur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar.

Aðrar upplýsingar 
Heimilt er að greiða maka einstaklings sem sætir gæsluvarðhaldi eða er í fangelsi barnalífeyri með börnum hans svo framarlega að vistin hafi varað í a.m.k. þrjá mánuði.

Föngum er ekki umbunað

Geir Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir og Þráinn Farestveit vita ýmislegt um hvernig fangelsisrefsingar fara með fólk. Enginn Íslendingur hefur afplánað lengri dóm en Geir sem sat í sautján ár í öryggisfangelsi í Bandaríkjunum. Margrét er nýhætt sem forstöðumaður á Litla-Hrauni eftir áralangt starf en Þráinn stýrir áfangaheimilinu Vernd, þar sem tæplega helmingur íslenskra fanga lýkur afplánun

 Þráinn Farestveit og Margrét Frímansdóttir

 sjá. http://www.frettatiminn.is/19261-2/

 

Ráðstefna

Knut Storberget, þingmaður norska Verkamannaflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, verður frummælandi á málfundi Samfylkingar og Pírata, um betrunarmál, föstudaginn 29. janúar, kl. 13-15 í Norræna húsinu. 

Norsk stjórnvöld fóru í gagngera endurskoðun á fangelsiskerfi sínu á árunum 2007-2008, í dómsmálaráðherratíð Knut Storberget og hefur betrunarkerfi Norðmanna vakið heimsathygli á undanförnum árum. Fjallað hefur verið um norsku fangelsin Bastoy og Halden í virtum fjölmiðlum víða um heim, meðal annars á CNN, í New York Times og Guardian. 

Í Noregi er endurkomutíðni í fangelsi mjög lág. Betrunarstefna sú sem Norðmenn hófu að innleiða fyrir tæpum áratug lofar mjög góðu. Þar eru markmið afplánunar skýr en afplánun á að vísa fram á veginn og tryggja farsæla endurkomu út í samfélagið. Menntun, starfsþjálfun og vímuefnameðferðir eru mikilvægir þættir í þessu ferli og Norðmenn njóta einnig sérstöðu vegna áherslu þeirra á opin fangelsi fremur en lokuð öryggisfangelsi. Hlutfall þeirra sem afplána í opnum fangelsum er mun hærra í Noregi en hér á landi. „Út í lífið“ prógram Norðmanna tekur svo við þegar afplánun lýkur. Með „Út í lífið“ tengja Norðmenn sveitarfélögin og frjáls félagasamtök inn í ferlið með það að marki að fangar hafi öruggt húsaskjól og eitthvað að hverfa að þegar afplánun líkur. 

 


Nú þegar frumvarp til nýrra laga um fullnustu refsinga er til umræðu á Alþingi er tilvalið að spyrja hvernig nýja stefnan gangi hjá Norðmönnum og hvað við hér á Íslandi getum lært af þeim. 

Heimsókn

Nemendur í afbrotafræði við Háskólan í Reykjavík heimsóttu fangahjálpina Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri og Hreinn Hákonarson fangaprestur tóku á móti nemendum og fræddu þá um hlutverk og tilgang þessa fullnustuúrræðis, sem er mikilvægur liður í aðlögun fanga að samfélaginu á ný. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðsla um úrræði Verndar.  Farið var yfir sögu Verndar og hugmyndafræði. Nemendurnir voru áhugasamir um stöðu Verndar og þeirra sem sækja um vistun í úrræði Verndar. Margt bar á góma meðal annars hvað væri til ráða og spurningar um það hvað helst einkenni þann stóra hóp sem kemur í gegnum úrræðið. Þá var heimili Verndar skoðað.