Sigríður Á. Andersen, Dómsmálaráðherra, heimsótti Vernd

Sigríður Á. Andersen, Dómsmálaráðherra, heimsótti í dag Vernd fangahjálp að Laugateig 19 ásamt starfsfólki ráðuneytis Dómsmála. Í upphafi heimsóknarinnar var farið yfir hlutverk og sögu Verndar en á þessum tímamótum eru 60 ár frá því að Þóra Einarsdótti viðraði fyrst þá hugmynd að stofnun íslenskrar fangahjálpar. Þóra hafði þá fengið að kynnast sambærilegum samtökum þegar hún hafði stundað nám í Kofoed-skólanum í Kaupmannahöfn en hann var líknarstofnun sem lagði sig fram um að hjálpa útigangsfólki og þeim er minna máttu sín. Þóra hafði líka kynnst dönskum samtökum sem aðstoðu fanga og fjölskyldur þeirra. Þessi danska fangahjálp bar nafnið Det danske forsorgsselskab. Fanghjálpin danska vann í nánum tengslum við yfirvöld og einstaklinga en voru frjáls félagasamtök. Allar götur síðan hefur hugmyndafræði Verndar verið sú að samtökin skyldu aðstoða hvern þann, sem tekið hefði út refsingu eftir dómi. Honum skyldi hjálpað yfir byrjunarörðugleikana svo hann gæti aftur unnið traust samfélagsins. Þá skyldi reynt að útvega honum húsnæði og vinnu og hvetja til sjálfshjálpar. Farið var yfir mikilvægi starfseminnar, forvarnagildi og mikilvægi þess að einstaklingar sem hljóta óskilorðsbundna dóma njóti samfellu í úttekt dóma. Það hljóti alltaf að vera vilji samfélagsins að árangur sé sýnilegur af starfsemi sem þessari og einstaklingurinn komi betri út í samfélagið eftir slíka vistun.

Að þessu tilefni var nýr samningur undirritaður á milli Verndar og Fangelsismálastofnunar en samningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma og mættu starfsfólk Fangelsismálastofnunnar, stjórnarmenn Verndar og starfsfólk. Þess bera að geta að Sigríður Á. Andersen Dómsmálaráðherra lét það verða eitt af sýnum fyrstu embættisverkum að koma á samkomulagi á milli Verndar og Fangelsismálastofnunnar varðandi þann samning sem nú hefur verið undirritaður. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar ræddi um mikilvægi Verndar og benti á að Vernd skipti sköpum í öllu ferli afplánunnar og að samstarf Verndar og Fangelsimalastofnunnar hefði alltaf verið mjög gott. Ráðherran benti á mikilvægi samtaka á borð við Vernd þau væru afar mikilvæg í öllum stoðum samfélagsins og það bæri að hlúa að slíkum samtökum því án þeirra væri ekki hægt ná sama árangri.

Fyrir hönd okkar á Vernd þökkum við ráðherra og öðrum gestum kærlega fyrir heimsóknina og gagnlegt samtal um fangelsismál og mikilvægi afplánunar utan fangelsa. Það er mikilvægt fyrir samtökin að skynja þann áhuga og skilning sem ráðherra sýndi okkur með heimsókn sinni á Vernd og aðkomu að nýjum samningi. Samtökin óska Sigríður Á. Andersen velfarnaðar í embætti og hlökkum til nánara samstarfs á komandi árum.

Á mynd: Ragna Bjarnadóttir, Haukur Guðmundsson, Páll Winkel, Sigríður Á. Andersen, Elsa Dóra Grétarsdóttir, Þráinn Farestveit.

 

Guðþjónustu á páskadag

 

Sr. Hreinn Hákonarson prestur fanga var með guðþjónustu að vanda á páskadag í fangelsum sem liggja næst höfuðborgarsvæðinu. Dagurinn var tekinn snemma og var fyrsta guðþjónustan í fangelsinu á Hólmsheiði en eftir það var haldið í opna fangelsið að Sogni í Ölfusi.

Þá var haldið að Litla-Hrauni þar sem flestir fangar voru og var þátttakan þar sérstaklega góð en um þrjátíu fangar komu til guðþjónustunnar þar.

 

 

 

Í för með Sr. Hreini var Hjalti Jón Sverrisson tónlistarmaður og guðfræðingur.

 

 

 

 

Þráinn Farestveit

 

 

Vilja sálfræðinga í öll fangelsi landsins

Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að það verði að minnsta kosti einn sálfræðingur með starfsstöð í hverju fangelsi. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar þessu framtaki og vonar að málið nái fram að ganga.

„Þetta eru auðvitað frábærar fréttir, ef af þessu verður. Hvað getur maður annað sagt?“ spyr Páll og bætir við að það hljóti hver maður að sjá að það sé ekki nóg að fjölga fangarýmum líkt og hefur verið gert, meðal annars með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði, heldur verði um leið að fjölga þeim sem sinna föngunum. „Það hefur ekki verið gert síðustu áratugi og raunar þvert á móti,“ útskýrir Páll.


 

Hjá Fangelsismálastofnun starfa nú fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Einn er með starfsstöð á Litla-Hrauni en hinir þrír eru með starfsstöð í Reykjavík. Sálfræðingarnir sinna öllum fangelsum. Engin föst viðvera sálfræðings er á Kvíabryggju og á Akureyri en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. „Stjórnvöldum ber skylda til að veita þeim sem er frelsissviptur sálræna aðstoð til að hann hafi möguleika á að koma bættari úr afplánun. Einnig er ljóst að þeir sem dvelja á bak við lás og slá glíma oftar en ekki við fyrri áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau áföll tengjast uppvexti, neyslu eða öðru,“ segir í greinargerð með tillögunni.

 

Páll tekur undir þessi orð. „Það blasir við okkur sem í fangelsunum störfum að flestir, ef ekki allir, glíma við einhvers konar fíknivanda – að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga. Að fá sálfræðinga með fasta starfsstöð í hvert fangelsi væri mikið gæfuspor. Samfélagið á að gera allt sem mögulegt er til að hjálpa fólki af glapstigum, og það er svo sem algjörlega óháð stjórnmálaflokkum eða nokkurri pólitík.“

VÍSIR/VILHELM

 

Samstarfssamningur

 

Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun undirrituðu samstarfssamning á dögunum vegna nýs tilraunaverkefnis til þriggja ára fyrir fólk eftir afplánun refsivistar í fangelsum. Undirbúningur hefst strax í janúar 2018 og standa vonir til að verkefnið geti farið af stað seinni hluta árs. Rauði krossinn í Kópavogi mun sjá um undirbúning og framkvæmd verkefnisins.

Verkefnið er að norskri fyrirmynd, en norski Rauði krossinn hefur starfrækt álíka verkefni í áratug. Um félagsvinaverkefni er að ræða, þar sem sjálfboðaliðar aðstoða þátttakendur í allt að 12 mánuði eftir að afplánun lýkur. Aðstoðin felst í ýmsu er snýr að daglegu lífi enda margt sem þarf að huga að eftir fjarveru úr samfélaginu. Hagsmunaaðilar, ekki síst fangar, munu koma að verkefninu á fyrstu stigum með það að leiðarljósi að úrræðið nýtist sem best og beri árangur.

Á myndinni má sjá Pál E. Winkel, forstjóra fangelsismálastofnunar og Kristínu S. Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi við undirritun samningins.

 

 

 

 

Áfangaheimili Verndar

Um helm­ing­ur fanga á Íslandi lýk­ur nú afplán­un sinni á áfanga­heim­ili Vernd­ar í Reykja­vík. Þar eru um tutt­ugu pláss sem oft­ast eru full­nýtt. Fang­ar geta verið þar í allt að tólf mánuði. Dæmi eru um að þeir biðji um að vera leng­ur. Eng­in önn­ur sam­bæri­leg úrræði eru nú í boði hér á landi.

Þrá­inn Farest­veit, fram­kvæmda­stjóri Vernd­ar, seg­ir að úrræðið nægi þess­um fjölda í dag, en bend­ir á að boðun­arlist­ar séu lang­ir, m.a. í kjöl­far þess að tveim­ur fang­els­um var lokað. Þegar nýja fang­elsið á Hólms­heiði verði komið að fullu í notk­un sé ljóst að ásókn­in muni aukast. Við því þurfi að bregðast með ein­hverj­um hætti.

Í meist­ara­rit­gerð Nínu Jacqu­el­ine Becker sem sagt var frá á mbl.is í vik­unni og byggð var á viðtöl­um við fyrr­ver­andi fanga, kom fram að skort­ur væri á eft­ir­fylgni og fé­lags­leg­um stuðningi fyr­ir fanga sem lokið hafa afplán­un. Þeir sem sem hún ræddi við nefndu sum­ir hverj­ir að fátt hefði beðið þeirra utan veggja fang­els­is­ins.

Frétt mbl.is: „Hell­ing­ur af of­beldi“ á Litla-Hrauni

 „Þær eru nokkr­ar krafta­verka­sög­urn­ar,“ seg­ir Þrá­inn Farest­veit um fanga sem lokið hafa afplán­un á Vernd. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á Vernd er föng­un­um veitt­ur marg­vís­leg­ur stuðning­ur og sú staðreynd að helm­ing­ur fanga lýk­ur nú afplán­un sinni þar vek­ur upp spurn­ing­ar um ör­lög jafn­margra sem gera það ekki?

Þrá­inn seg­ir að ein­hver hluti fanga velji að ljúka frek­ar afplán­un inni í lokuðum fang­els­um. Regl­ur á Vernd eru strang­ar, þeir sem þar dvelja þurfa að vera í starf­send­ur­hæf­ingu, vinnu eða námi, fara að regl­um um úti­vist­ar­tíma og vera edrú. „Þetta hent­ar ekki öll­um,“ seg­ir hann.

 

Um 8% send aft­ur í fang­elsi

Þeir fang­ar sem eru í neyslu inni í lokuðum fang­els­um eiga þess því ekki kost að ljúka afplán­un á Vernd. Þeir sem eru í neyslu og vilja fara í meðferð geta farið í meðferð á veg­um SÁÁ eða í Hlaðgerðarkoti, svo lengi sem þeir eiga ekki önn­ur ólok­in mál í dóms­kerf­inu. Í kjöl­farið geta þeir svo lokið afplán­un á Vernd. Verði fang­ar upp­vís­ir að því að vera í neyslu á meðan þeir eru þar eru þeir send­ir aft­ur í fang­elsi. Slíkt ger­ist í um 8% til­vika. „Það verður að telj­ast eðli­legt, sér­stak­lega miðað við það að í kring­um 90% þeirra sem eru í fang­els­um eru fíkl­ar,“ seg­ir Þrá­inn.

Dæmi eru um að fang­ar hafi í eng­in hús að venda þegar þeir koma úr fang­elsi og séu auk þess stór­skuldug­ir, m.a. vegna fíkni­efna­neyslu. Þar með eru þeir fast­ir í víta­hring sem erfitt get­ur reynst að rjúfa.

 „Þetta er nokkuð al­gengt,“ seg­ir Þrá­inn. „Það er hóp­ur manna í fang­els­um sem er fast­ur í viðjum fíkn­ar. Þess­um mönn­um tekst ekki að ljúka meðferðum við fíkn sinni eða hefja hana yf­ir­höfuð.“

Leitað lausna í und­ir­heim­un­um

En Þrá­inn ít­rek­ar að vilji fang­ar leita sér hjálp­ar sé sá mögu­leiki alltaf fyr­ir hendi. „Ef menn eru til­bún­ir að taka U-beygju í lífi sínu, taka ábyrgð á eig­in lífi og hætta að kenna öðrum um, þá hef­ur und­an­tekn­ing­ar­laust verið hægt að koma þeim til aðstoðar, þó að þeir hafi átt um­tals­verðar skuld­ir í und­ir­heim­un­um.“