Fangelsismálastofnun hefur opnað Facebook-síðu og í fyrstu færslu hennar er greint frá þeim margvíslegu störfum sem fangarnir á Litla-Hrauni sinna.
Þar eru seldir bekkir og garðborð sem prýða rjóður viða um land. Einnig er hægt að panta númerplötu sérmerkta.
Sjá hér : http://www.fangelsi.is/fangelsi-rikisins/fangelsid-litla-hrauni/
Á meðal þeirra starfa eru að skera út og mála jólasveina, jólatré og jólasokka.
Hægt er að skoða verkefni fanganna sem starfa í trésmiðju Litla-Hrauns í myndaalbúmi Fangelsismálastofnunar á Facebook.
Sjá hér : https://www.facebook.com/fangelsismalastofnun/?fref=ts
Í færslunni er einnig greint frá því að ný heimasíða stofnunarinnar verður opnuð á næstunni. Þar verður m.a. boðið upp á vefverslun með vörur fanga.
Fangar á Litla-Hrauni starfa við hin ýmsu verkefni meðan á afplánun stendur. Síðustu verkefni fanga í trésmiðju fólust í að skera út og mála jólasveina, jólatré, jólasokka og margt fleira. Fleiri skemmtileg verkefni úr trésmiðju Litla-Hrauns er hægt að sjá í myndaalbúmi okkar hér á Facebook „Handverk fanga á Litla-Hrauni“. Á næstunni verður ný heimasíða Fangelsismálastofnunar sett af stað þar sem m.a. verður boðið upp á vefverslun með vörur fanga. Fram til þess geta áhugasamir fengið upplýsingar um vörur og verð í gegnum netfangið
Þráinn Farestveit

Menning er af ýmsum toga og alls ekki einsleit. Þar kennir margra grasa og það sem einn sér sem illgresi og kallar jafnvel ómenningu getur annar séð sem fagra jurt og sett á stall hámenningar. Menning er nefnilega afstætt fyrirbæri í mannlífinu. Og manneskjur hafa ríka tilhneigingu til að flokka eitt og annað til þess meðal annars að marka sjálfum sér sess í tilverunni.