„Það er nauðsynlegt að einhver, ekki endilega allir en þó einhver, hafi áhyggjur af réttindum og fylgist með þróun aðstæðna þeirra frelsissviptu,“ segir Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vikunni þar sem hann spurði um innkaupastefnu og verðlagningu í versluninni Rimlakjörum á Litla-Hrauni. Helgi Hrafn segir spurningarnar sem hann lagði fyrir innanríkisráðherra hafa vaknað flokkurinn var að mynda stefnu Pírata í málefnum
fanga. „Það kom fram í samtölum okkar við fyrrverandi fanga að matarmálin voru þó nokkuð frábrugðin því sem fólk almennt heldur,“ útskýrir hann. Fyrirkomulagið er fínt að mati Helga en hann er hugsi yfir verðlagningu í versluninni og upphæð fæðispeninga sem fangar fái úthlutað. Hann segist hafa heyrt að fæðispeningarnir hafi ekki hækkað frá hruni og að vörur í Rimlakjörum séu ekki verslaðar í heildsölu heldur í næstu matvörubúð.
„Ef þetta er rétt, þá er augljóst að raunverulegt fæði til fanga hefur minnkað gríðarlega síðustu ár,“ segir hann en um óstaðefstar upplýsingar er að ræða. „Þess vegna langaði mig að vita frá yfirvöldum fyrst og fremst hver raunin væri og hinsvegar annarsvegar hvaða valkosti fangar hefðu í þessari stöðu.“
Aðalsteinn Kjartansson visir.is
Þráinn Farestveit