Tímabundin ráðstöfun að vista fanga saman í klefa


Sú ráðstöfun sem gripið hefur verið til á Litla-Hrauni, að vista fanga saman í klefa, er tímabundin að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Hann segir að það sé aðeins í fáum klefum sem þetta sé gert. Páll segir að þetta sé gert þar sem fangelsið á Akureyri sé lokað tímabundið vegna framkvæmda. Þeim framkvæmdum lýkur fljótlega og þá verða tiltæk að nýju tíu rými fyrir fanga í afplánun á Akureyri. Páll segir að þá verði ekki lengur þörf fyrir að vista fanga saman í klefa."Ástæðan fyrir því að gripum til þessarar ráðstöfunar var að tryggja að þeir sem eigi að afplána dóma geti hafið afplánun á réttum tíma," segir PállÍ yfirlýsingu á vef Afstöðu, félags fanga, segir að þetta fyrirkomulag bjóði heim kynferðisofbeldi. Yfirlýsinguna má lesa hér.Páll segir hins vegar að þeir fangar sem þurfi að deila klefa með öðrum séu vandlega paraðir saman til þess að sem minnstar líkur séu á árekstrum. Þá taki fangelsisyfirvöld einnig tillit til athugasemda frá föngum, finnist þeim öryggi sínu ógnað með þessari ráðstöfun.

Fangar þurfa að deila klefa með öðrum föngum Skrifað

Skrifað af Afstaða - félag fanga

Í fangelsinu á Litla – Hrauni hefur verið gripið til þess ráðs að vista fanga saman í klefa þar sem fangelsið er nú yfirfullt. Sömu sögu er að segja frá öðrum fangelsum landsins. Þó hefur ekki verið gripið til þess ráðs að vista menn saman í klefa fyrir utan Hegningarhúsið í Reykjavík sem þjónar hlutverið móttökufangelsis. Þar eru menn vistaðir við þessar aðstæður í stuttan tíma. Sú starfssemi hefur verið á undanþágu í nokkurn tíma.
     Á meðan fangelsismálastofnun ríkisins virðist standa ráðþrota frammi fyrir aukningu refsivista fanga er það mat stjórnar AFSTÖÐU – félags fanga að þetta bjóði hættunni heim. Hætta á ofbeldi og þá kannski kynferðisleguofbeldi, sem ekki hefur verið mikið af í fangelsum landsins svo vitað sé, þó grunur um slíkt ofbeldi hafi vaknað á síðustu árum. Hér er um mikla afturför að ræða. Eineltisáætlun fangelsismálastofnunnar frá árinu 2004 er allgjörlega virt af vettugi, sem að auki skapar mun erfiðari starfsgrundvöll fyrir þá sem vinna í fangelsum landsins.

Nám fanga gegnir lykilhlutverki í endurhæfinu

Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga lítur svo á að nám í fangelsi, ásamt öðrum meðferðarúrræðum sem í boði eru, gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og bendir á að margar rannsóknir sýni fram á að menntun í fangelsi hafi fyrirbyggjandi áhrif.

Hún leggur því til að fangar verði hvattir til að nýta tímann í fangelsi til náms og þeim standi til boða kynning á námsmöguleikum, mat á fyrra námi, mat á raunfærni, áhugasviðsrannsókn, aðstoð við gerð námsáætlunar og við að skipuleggja frekara nám.

Börn og refsingar

Hvernig viljum við haga málum ungmenna sem hafa leiðst út í afbrot?

 
Morgunverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík
 
 föstudaginn 25. janúar 2008 kl. 08:00-10:00.
 
Fundurinn er haldinn fyrir tilstilli samráðsnefndar um málefni fanga. Í nefndinni sitja fulltrúar frá: Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, Fangelsismálastofnun ríkisins, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Fangavarðafélaginu, fangapresti, Samhjálp og Vernd.
 
Fundarstjórn: Ellý A. Þorsteinsdóttir,
skrifstofustjóri, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
 
8:00-8:15 Skráning og morgunverður
8:15-8:20 Fundarstjóri kynnir efni fundar
8:20-8:35 Skilorðsbundin frestun ákæru
Ólafur Emilsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu.
8:35-8:50 Ungmenni í fangelsiskerfinu
Jódís Bjarnadóttir félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun.
8:50-9:05 Fangelsisvist eða meðferð?
Sveinn Allan Mortens uppeldisfræðingur, meðferðarheimilinu að Háholti.
9:05-9:20 “Vil bara fá minn dóm”
Halldóra Gunnarsdóttir og Guðrún Marinósdóttir hjá Barnavernd Reykjavíkur.
9:30-10:00 Umræður og fyrirspurnir
 
 Þátttökugjald og skráning
 • Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn með því að senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 • Fyrirspurnum um morgunverðarfundinn skal beina til Halldórs V. Pálssonar á
sama netfang.
 • Þátttökugjald greiðist við inngang kr. 2.000, innifalið er morgunverður, kaffi/te og dagskrárgögn.

Gleymdist í fangelsi í 50 ár

Áttræður maður á Sri Lanka hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið þar í fimmtíu ár án þess að réttað væri í máli hans. Þegar hann veiktist í síðasta mánuði og var fluttur á spítala kom í ljós hvers kyns var.
 
Maðurinn heitir D.P. James. Hann var handtekinn í ágúst 1958 fyrir að ráðast á föður sinn með hnífi og veita honum áverka. Hann var hnepptur í varðhald, síðan fluttur á geðsjúkrahús og síðan aftur í fangelsið - þar sem hann gleymdist.
 
Lögmaður James segir skjólstæðing sinn hafa orðið fórnarlamb skrifræðis. Hann hafi aldrei kvartað við yfirvöld vegna þess að hann hafi ekki þekkt rétt sinn, og ekkert vitað um lög. Nú yrði skaðabóta krafist.
 
frétt mbl.is