Börn og refsingar

Hvernig viljum við haga málum ungmenna sem hafa leiðst út í afbrot?

 
Morgunverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík
 
 föstudaginn 25. janúar 2008 kl. 08:00-10:00.
 
Fundurinn er haldinn fyrir tilstilli samráðsnefndar um málefni fanga. Í nefndinni sitja fulltrúar frá: Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, Fangelsismálastofnun ríkisins, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Fangavarðafélaginu, fangapresti, Samhjálp og Vernd.
 
Fundarstjórn: Ellý A. Þorsteinsdóttir,
skrifstofustjóri, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
 
8:00-8:15 Skráning og morgunverður
8:15-8:20 Fundarstjóri kynnir efni fundar
8:20-8:35 Skilorðsbundin frestun ákæru
Ólafur Emilsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu.
8:35-8:50 Ungmenni í fangelsiskerfinu
Jódís Bjarnadóttir félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun.
8:50-9:05 Fangelsisvist eða meðferð?
Sveinn Allan Mortens uppeldisfræðingur, meðferðarheimilinu að Háholti.
9:05-9:20 “Vil bara fá minn dóm”
Halldóra Gunnarsdóttir og Guðrún Marinósdóttir hjá Barnavernd Reykjavíkur.
9:30-10:00 Umræður og fyrirspurnir
 
 Þátttökugjald og skráning
 • Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn með því að senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 • Fyrirspurnum um morgunverðarfundinn skal beina til Halldórs V. Pálssonar á
sama netfang.
 • Þátttökugjald greiðist við inngang kr. 2.000, innifalið er morgunverður, kaffi/te og dagskrárgögn.

Gleymdist í fangelsi í 50 ár

Áttræður maður á Sri Lanka hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið þar í fimmtíu ár án þess að réttað væri í máli hans. Þegar hann veiktist í síðasta mánuði og var fluttur á spítala kom í ljós hvers kyns var.
 
Maðurinn heitir D.P. James. Hann var handtekinn í ágúst 1958 fyrir að ráðast á föður sinn með hnífi og veita honum áverka. Hann var hnepptur í varðhald, síðan fluttur á geðsjúkrahús og síðan aftur í fangelsið - þar sem hann gleymdist.
 
Lögmaður James segir skjólstæðing sinn hafa orðið fórnarlamb skrifræðis. Hann hafi aldrei kvartað við yfirvöld vegna þess að hann hafi ekki þekkt rétt sinn, og ekkert vitað um lög. Nú yrði skaðabóta krafist.
 
frétt mbl.is

Fangahjálp í 45 ár

Um þessar mundir minnist fangahjálpin Vernd fjörutíu og fimm ára afmælis síns en hún var stofnuð 1. febrúar 1960. Það voru konur sem áttu stærstan þátt í því að fangahjálpinni var ýtt úr vör og munaði þar mestu um styrka forystu frú Þóru Einarsdóttur. Mikilvægt er að gæta ætíð að upphafinu og hafa göfug markmið frumherjanna að leiðarljósi í starfi Verndar.

 
Fangahjálpin Vernd hefur eins og nafnið ber með sér það m.a. að markmiði að liðsinna föngum svo þeir geti fótað sig betur úti í lífinu í lok afplánunar. Þess vegna hefur Vernd rekið eigið áfangaheimili nánast allt frá fyrstu tíð og til þessa dags í dag.

Áramótakveðja

Stjórn og starfsfólk Verndar sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.

 

Páll Winkel nýr fangelsismálastjóri

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Pál E. Winkel aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Páll tekur við embættinu af Valtý Sigurðssyni sem skipaður var í embætti ríkissaksóknara á dögunum. Þrír sóttu um embætti fangelsismálastjóra, Páll, Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, og Halldór Frímannsson, lögmaður á fjármálasviði Reykjavíkurborgar.