Rimlar hugans

Skáldsagan “Rimlar hugans” er lýsandi fyrir þær spurningar sem stór hópur manna reynir að svara um upphaf og endi á ógæfu og þrengingum í lífi sínu. Hér er á ferðinni þrungin frásögn úr kolsvörtu djúpi mannlegs breyskleika, þar sem ást og veikleikar spila á strengi. Þar sem fíknisjúkdómur sverfur til stáls, en gerir ekki upp á milli manna, stöðu þeirra né menntunar. Þegar mennirnir hittast fyrir tilviljun ( eða var það tilviljun ) þá hafa tveir ólíkir menn farið sömu leið til að finna frelsið og það eftir þrúgandi uppgjör við sjálfan sig. Einar Már Guðmundsson tjáir með snilldarlegum hætti gagnrýni á sjálfan sig,  á samtíðarmenn sína og blindu þeirra á eigin ágæti. Hér fer saman skáldskapur sem er í raun sannleikur,  þar sem persónur bókarinnar reyna að byggja framtíð sína á reynslu úr fortíð sinni, í von um frelsi. Bókin er  í senn kómísk og grafalvarleg, fléttar atburðarásir sem í fyrstu virðast ekkert eiga sameiginlegt.
 
Þráinn Bj. Farestveit

http://www.forlagid.is/Forsida/Article.aspx?id=3541

Veistu hvað er í húfi ?

Vernd fangahjálp hefur verið hluti af samstarfsráði sem vinnur að forvarnastarfi gegn áfengis- og vímuefnaneyslu sem er liður í að skapa börnum þroskavænleg skilyrði. Með því að styðja börn og ungmenni í að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna stuðla foreldrar að velferð þeirra og lífshamingju.

Í forvarnastarfi er lögð höfuðáhersla á að ná til barna og unglinga í ljósi þess að í æsku er lagður grunnur að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Ungt fólk er veikara fyrir gagnvart neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk byrjar neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Þá verður að hafa í huga að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri og hvatningu til neyslu áfengis og annarra vímuefna.
Með fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til foreldra um mikilvægi og markmið forvarnastarfs er leitast við að sporna gegn vímuefnaneyslu barna og ungmenna.

Ofneysla áfengis

Lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ísland segir ofneyslu áfengis  meðal íslenskra unglinga í framhaldsskólum vera mikið vandamál sem samfélagið verði að sporna við. Hún bendir á að tæplega 60% framhaldsskólanema á aldrinum 16-20 ára hafi verið hafa drukkin einu sinni eða oftar sl. 30 daga.
 
Helga Sif Friðjónsdóttir flutti erindi um þetta ráðstefnu um rannsóknir á hjúkrun, sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Hún sagði í samtali við mbl.is að nauðsynlegt sé að taka á áfengis- og vímuefnaneyslu og ýmsum öðrum vandamálum sem unglingar glíma við, s.s. vandamál er varða geð- og
kynheilbrig ði.
 
Rannsókn Helgu byggir á gagnagrunni sem safnað var í íslenskum framhaldsskólum haustið 2004 og er í eigu Rannsókna og greiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tíðni ofneyslu áfengis var 59,4% meðal þátttakenda. Þá var hægt að greina á milli þriggja ólíkra hópa í úrtakinu með tilliti til drykkjumynsturs.

Fyrsti hópurinn, eða um 50% af rúmlega 11.000 þátttakendum, varð tiltölulega sjaldan drukkinn, en drakk þá álíka oft bjór og léttvín.

Annar hópur samanstóð af 43% þátttakenda og var sá hópur í nokkuð mikilli áfengisneyslu. Ungmenni í þessum hóp drukku mun oftar bjór en fyrri hópurinn en tíðni léttvínsnotkunar hópanna var svipuð. Áfengisneysla seinni hópsins fór að mestu fram í partýum í heimahúsum og á vínveitingastöðum.

Þriðji hópurinn samanstóð af 7% þátttakenda þar sem tíðni ofneyslu áfengis var hæst í samanburði við hina hópana. Tíðni á neyslu bjór, léttvíni og landa var miklu hærri í þessum hópi samanborið við hina tvo hópana og fór áfengisneyslan fram í heimahúsum og á vínveitingastöðum sem og á skólaböllum.

Rannsóknin sýndi einnig að þriðji hópurinn, samanborinn við hina hópana tvo, hafði fleiri einkenni andfélagslegrar hegðunar sem bendir til þess að ungmenni í þessum hópi séu komin í alvarlegan sálfélagslegan vanda samhliða mikilli ofneyslu áfengis.

Valtýr Sigurðsson skipaður ríkissaksóknari

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Valtý Sigurðsson, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, í embætti ríkissaksóknara frá og með 1. janúar 2008.Aðrir umsækjendur um embættið voru: Egill Stephensen, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara. Vernd óskar Valtý velfarnaðar í nýju og krefjandi starfi.

Laugarnes á ljúfum nótum

Miðvikudaginn 14. nóvember var haldinn fundur í Laugarneskirkju þar sem fulltrúar frá öllum þeim félögum og stofnunum sem ábyrgð bera á velferð barna og ungmenna í Laugarneshverfinu voru mætt. Samráðsvettvangurinn er “Laugarnes á ljúfum nótum”, en þeir funda reglubundið. Vernd var boðið á fund eftir tillögu þar um, þar sem starfsemi Verndar var kynnt. Markmiðið var að tryggja að hlutaðeigandi þekkist og það gagnkvæma traust sem ríkt hefur milli hverfisbúa og Verndar sé varðveitt um ókomna tíð. Nokkuð var um fyrirspurnir um rekstur og staðsetningu Verndar og málum því tengdu. Var það álit fundarins að allir ættu að vera stoltir af því að geta stutt við starfsemi sem þessa í sínu hverfi. Sr. Bjarni Karlsson var fundastjóri. Sr. Bjarni kom með þá tillögu að hann væri tilbúnn að styðja við bak Verndar með reglubundnum heimsóknum inn á Vernd. Þeir sem standa að “Laugarnes á ljúfum nótum” eru eftirtaldir. Laugaborg, Lækjaborg, Hof, Laugarnesskóli, foreldrafélag Laugarnesskóla, foreldraráð Laugarnesskóla, Laugasel, Laugalækjaskóli, foreldrafélag laugalækjaskóla, foreldraráð Laugalækjaskóla, Ármann Þróttur, Fimleikadeild Ármanns, Karatefélagið, skátafélagið Skjöldungar, heilsugæslan Lágmúla, þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, ÍTR, TBR, Laugarneskirkja.