Valtýr Sigurðsson skipaður ríkissaksóknari

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Valtý Sigurðsson, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, í embætti ríkissaksóknara frá og með 1. janúar 2008.Aðrir umsækjendur um embættið voru: Egill Stephensen, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara. Vernd óskar Valtý velfarnaðar í nýju og krefjandi starfi.

Laugarnes á ljúfum nótum

Miðvikudaginn 14. nóvember var haldinn fundur í Laugarneskirkju þar sem fulltrúar frá öllum þeim félögum og stofnunum sem ábyrgð bera á velferð barna og ungmenna í Laugarneshverfinu voru mætt. Samráðsvettvangurinn er “Laugarnes á ljúfum nótum”, en þeir funda reglubundið. Vernd var boðið á fund eftir tillögu þar um, þar sem starfsemi Verndar var kynnt. Markmiðið var að tryggja að hlutaðeigandi þekkist og það gagnkvæma traust sem ríkt hefur milli hverfisbúa og Verndar sé varðveitt um ókomna tíð. Nokkuð var um fyrirspurnir um rekstur og staðsetningu Verndar og málum því tengdu. Var það álit fundarins að allir ættu að vera stoltir af því að geta stutt við starfsemi sem þessa í sínu hverfi. Sr. Bjarni Karlsson var fundastjóri. Sr. Bjarni kom með þá tillögu að hann væri tilbúnn að styðja við bak Verndar með reglubundnum heimsóknum inn á Vernd. Þeir sem standa að “Laugarnes á ljúfum nótum” eru eftirtaldir. Laugaborg, Lækjaborg, Hof, Laugarnesskóli, foreldrafélag Laugarnesskóla, foreldraráð Laugarnesskóla, Laugasel, Laugalækjaskóli, foreldrafélag laugalækjaskóla, foreldraráð Laugalækjaskóla, Ármann Þróttur, Fimleikadeild Ármanns, Karatefélagið, skátafélagið Skjöldungar, heilsugæslan Lágmúla, þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, ÍTR, TBR, Laugarneskirkja.

Ráðstefna á Litla Hrauni

Það er ekki algengt að fjölmennar ráðstefnur séu haldnar í fangelsum. Ein slík var þó haldin laugardaginn 10. nóvember sl. á Litla-Hrauni og stóð hún frá kl. 10.00-14.00. Það var AA deild fanga, Brúin, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Um 30 manns hafði verið boðið til ráðstefnunnar og álí ka margir fangar mættu.Fangarnir höfðu bakað pönnukökur og smákökur sem þátttakendur gæddu sér á og gestirnir buðu upp á kjötsúpu í hádeginu. Margir ræðumenn stigu í pontu, bæði heimamenn og gestir. Það er mál manna að mjög vel hafi til tekist og slíkir atburðir eru alltaf lyftistöng því öfluga AA starfi sem rekið er innan fangelsanna.Margir AA menn mæta reglulega á Litla-Hraun og deila reynslu sinni með föngum og hvetja þá til dáða. Í febrúar á þessu ári var einnig haldin sambærileg ráðstefna á Litla-Hrauni og er stefnt að því að gera þetta að föstum lið í starfsemi AA deildar Litla Hrauns.

Nýr vefur hjá Vernd

Biðjums velvirðingar á að upplysingar eru ekki aðgengilegar. Á næstu dögum mun skráningu gagna ljúka

Fangelsi og börn

Barnið er iðulega fórnarlamb aðstæðna sem hinir fullorðnu skapa því. Kjör barna eru harla ólík. Áföll í lífi þeirra geta verið margvísleg og misalvarleg. Þau alvarlegustu eru vitaskuld dauði foreldra og annnarra nákominna, sjúkdómar og slysfarir. Fangelsisvist foreldra, föður eða móður, er þungbært áfall og því þyngra sem afplánun stendur lengur yfir; er röskun á öllum högum barnsins; hún vegur að tilfinningum, samskiptum og ytri kjörum þess. Fangelsið er aðskilnaður barns og foreldris sem verður að bregðast við með einhverjum hætti.