Samband afbrota og umhverfis

Vernd vekur athygli á ráðstefnum eða fundi sem snerta málefni fanga og fangelsa með vissum hætti. Um að ræða morgunverðarfund fimmtudaginn 10. apríl, á Grand Hótel sem ber yfirskriftina: ,,Afbrot í auðugu samfélagi, samband afbrota og umhverfis". Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir fundi þessum.

Fundurinn hefst kl. 8.00 f.h. Þátttökugjald er kr. 1.500. Best er að skrá sig með því að senda tilkynningu á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Þráinn Farestveit

Endurhæfing

Ekkki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið er heldur ekki svo einfalt að hægt sé að fullyrða að einn staður sé betri eða verri en annar. Í þessu sambandi þarf að hafa nokkur atriði í huga.

Í fyrsta lagi kemur fram í upplýsingum um markmið í fangelsismálum og framtíðaruppbyggingu fangelsanna (Fangelsismálastofnun ríkisins, 2004) að tilgangur með rekstri fangelsa sé fullnusta refsidóma en ekki endilega að gera menn betri. Fangelsismálastofnun hefur þó einnig sett sér það markmið að draga úr líkum á endurkomum í fangelsi með því að leitast við að skapa föngum umhverfi og aðstæður sem hvetji þá til að takast á við vandamál sín.

Sama markmið á við um öll þau fimm fangelsi sem Fangelsismálastofnun ríkisins rekur og því ættu áhrif fangelsa að vera eins, sama hvar afplánað er. Svo þarf þó ekki að vera raunin enda eru fangelsin mjög ólík, til að mynda með tilliti til stærðar og þeirrar þjónustu sem í boði er. Einnig skiptir verulegu máli hvort munur er á því hversu lengi menn sitja inni að jafnaði og hversu langan brotaferil samfangar eiga að baki.

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 7. júní kl.18:00
(Gamla rúgbrauðsgerðin) Í húsnæði (Vímulaus æska / Foreldrahús)

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.
 
Stjórnin

 

 

 

Þráinn Farestveit

Fangelsið Sogni formlega tekið í notkun

Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri og byrjaði á því að forstöðumaður fangelsisins, Margrét Frímannsdóttir, bauð gesti velkomna og lýsti þeim endurbótum sem fram fóru á húsnæðinu. Til máls tóku Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, Ólafur Örn Ólafsson, sveitarstjóri Ölfushrepps, Sigurður Guðmundsson, formaður fangavarðafélgsins og sr. Hreinn Hákonarson, fangelsisprestur sem blessaði starfsemi fangelsisins. Í ræðu innanríkisráðherra kom fram að margar jákvæðar breytingar ættu sér nú stað í fangelsismálum á Íslandi og nefndi hann í því sambandi m.a. opnun fangelsisins, rýmkun samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit og ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði.Töluverðar breytingar voru gerðar á húsnæðinu sem áður hýsti réttargeðdeild sem nú hefur verið flutt á Klepp og var vistarverum fjölgað en áður voru vistaðir þar sjö einstaklingar. Vandlega var staðið að öllum undirbúniningi og er aðbúnaður í fangelsinu góður. Öllum þeim sem að verkinu komu er þakkað fyrir vel unnin störf. Gert er ráð fyrir að í fangelsinu verði allt að 20 fangar sem treyst er til þess að vistast í opnu fangelsi. Föngum á Sogni er ætlað að stunda vinnu eða nám og sjá fangar sjálfir um eldamennsku, þrif, þvotta og annað er viðkemur almennu húshaldi og er markmiðið m.a. að þjálfa þá í lífsleikni. Þannig er lagður grunnur að því að undirbúa fanga til að koma út í samfélagið að nýju.

Hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis

ARKÍS arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Dómnefnd kynnti þær tillögur sem bárust í samkeppnina við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Dómnefnd skipuðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður og sérfræðingur í innanríkis-ráðuneytinu, Páll E. Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður af ráðherra, Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður af ráðherra og tilnefndur af hálfu Arkitektafélags Íslands, Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir arkitektar.  Alls bárust átján tillögur, þar af tíu erlendis frá. Fyrstu verðlaun í samkeppninni fékk tillaga frá arkitektastofunni Arkís, höfundar hennar eru Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson arkitektar. Ráðgjafar voru Birgir Teitsson, Egill Guðmundsson og Friðrik Friðriksson arkitektar. Önnur verðlaun hlaut tillaga frá Arkitektur.is og þriðju verðlaun hlaut tillaga frá Teiknistofunni Tröð ehf. Sjá nánari upplýsingar á vef innanríkisráðuneytisins.