Ráðstefna

Knut Storberget, þingmaður norska Verkamannaflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, verður frummælandi á málfundi Samfylkingar og Pírata, um betrunarmál, föstudaginn 29. janúar, kl. 13-15 í Norræna húsinu. 

Norsk stjórnvöld fóru í gagngera endurskoðun á fangelsiskerfi sínu á árunum 2007-2008, í dómsmálaráðherratíð Knut Storberget og hefur betrunarkerfi Norðmanna vakið heimsathygli á undanförnum árum. Fjallað hefur verið um norsku fangelsin Bastoy og Halden í virtum fjölmiðlum víða um heim, meðal annars á CNN, í New York Times og Guardian. 

Í Noregi er endurkomutíðni í fangelsi mjög lág. Betrunarstefna sú sem Norðmenn hófu að innleiða fyrir tæpum áratug lofar mjög góðu. Þar eru markmið afplánunar skýr en afplánun á að vísa fram á veginn og tryggja farsæla endurkomu út í samfélagið. Menntun, starfsþjálfun og vímuefnameðferðir eru mikilvægir þættir í þessu ferli og Norðmenn njóta einnig sérstöðu vegna áherslu þeirra á opin fangelsi fremur en lokuð öryggisfangelsi. Hlutfall þeirra sem afplána í opnum fangelsum er mun hærra í Noregi en hér á landi. „Út í lífið“ prógram Norðmanna tekur svo við þegar afplánun lýkur. Með „Út í lífið“ tengja Norðmenn sveitarfélögin og frjáls félagasamtök inn í ferlið með það að marki að fangar hafi öruggt húsaskjól og eitthvað að hverfa að þegar afplánun líkur. 

 


Nú þegar frumvarp til nýrra laga um fullnustu refsinga er til umræðu á Alþingi er tilvalið að spyrja hvernig nýja stefnan gangi hjá Norðmönnum og hvað við hér á Íslandi getum lært af þeim. 


Dagskrá málfundarins:


13.00 Ávarp innanríkisráðherra, Ólöf Nordal. 
13.15 Erindi, Knut Storberget „Thinking new; punishment that works” 
14.00 Knut Storeberget situr fyrir svörum
14.30 Pallborðsumræður

 

Í pallborði sitja: 

 


Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, 


Guðrún Sesselía Arnardóttir, lögmaður,


Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni, 


Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar.

Aðalheiður Ámundadóttir stjórnar pallborðsumræðum

Fundarstjóri: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir