„Við þurfum að vita hvað við erum að gera vel til að vita hvað við þurfum að gera betur,“ sagði Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu, á opnum fundi SÁÁ-klúbbsins um vímuefnavanda unga fólksins sem fram fór í gærkvöldi.

Fjöldi manns sótti fundinn, en auk Halldórs fór þar með framsögu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, áður en þau tóku svo bæði þátt í pallborðsumræðum.
Í framsögu sinni sagði Halldór mikilvægt að horfa á styrkleika þeirrar þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða, og byggja ofan á, í stað þess að segja að allt sé ónýtt og að byggja þurfi þjónustuna upp að nýju. Einn af helstu styrkleikum þjónustunnar sagði hann vera fjölkerfameðferðina, eða MST, sem fram fer á heimili þess sem á þarf að halda til þess að yfirfærsla fari fram samhliða. 600 fjölskyldur hafa nýtt sér meðferðina á síðastliðnum tíu árum og af henni hlýst góður árangur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Þráinn Farestveit
Sigríður Á. Andersen, Dómsmálaráðherra, heimsótti í dag Vernd fangahjálp að Laugateig 19 ásamt starfsfólki ráðuneytis Dómsmála. Í upphafi heimsóknarinnar var farið yfir hlutverk og sögu Verndar en á þessum tímamótum eru 60 ár frá því að Þóra Einarsdótti viðraði fyrst þá hugmynd að stofnun íslenskrar fangahjálpar. Þóra hafði þá fengið að kynnast sambærilegum samtökum þegar hún hafði stundað nám í Kofoed-skólanum í Kaupmannahöfn en hann var líknarstofnun sem lagði sig fram um að hjálpa útigangsfólki og þeim er minna máttu sín. Þóra hafði líka kynnst dönskum samtökum sem aðstoðu fanga og fjölskyldur þeirra. Þessi danska fangahjálp bar nafnið Det danske forsorgsselskab. Fanghjálpin danska vann í nánum tengslum við yfirvöld og einstaklinga en voru frjáls félagasamtök. Allar götur síðan hefur hugmyndafræði Verndar verið sú að samtökin skyldu aðstoða hvern þann, sem tekið hefði út refsingu eftir dómi. Honum skyldi hjálpað yfir byrjunarörðugleikana svo hann gæti aftur unnið traust samfélagsins. Þá skyldi reynt að útvega honum húsnæði og vinnu og hvetja til sjálfshjálpar. Farið var yfir mikilvægi starfseminnar, forvarnagildi og mikilvægi þess að einstaklingar sem hljóta óskilorðsbundna dóma njóti samfellu í úttekt dóma. Það hljóti alltaf að vera vilji samfélagsins að árangur sé sýnilegur af starfsemi sem þessari og einstaklingurinn komi betri út í samfélagið eftir slíka vistun.
Sr. Hreinn Hákonarson prestur fanga var með guðþjónustu að vanda á páskadag í fangelsum sem liggja næst höfuðborgarsvæðinu. 

