Guðþjónustu á páskadag

 

Sr. Hreinn Hákonarson prestur fanga var með guðþjónustu að vanda á páskadag í fangelsum sem liggja næst höfuðborgarsvæðinu. Dagurinn var tekinn snemma og var fyrsta guðþjónustan í fangelsinu á Hólmsheiði en eftir það var haldið í opna fangelsið að Sogni í Ölfusi.

Þá var haldið að Litla-Hrauni þar sem flestir fangar voru og var þátttakan þar sérstaklega góð en um þrjátíu fangar komu til guðþjónustunnar þar.

 

 

 

Í för með Sr. Hreini var Hjalti Jón Sverrisson tónlistarmaður og guðfræðingur.

 

 

 

 

Þráinn Farestveit