Félags- og húsnæðismálaráðherra

 


Framkvæmdastjóri og forstöðumaður Verndar fóru á fund félags- og húsnæðismálaráðherra Eyglóar Harðardóttur í dag 18. nóvember.
Á fundinum var farið yfir málefni Verndar og ráðherra kynnt stefna félagasamtakanna, saga og framtíðarsýn. Einnig var farið yfir rekstrarfyrirkomulag Verndar og framtíðarhorfur. Ráðherra fór yfir möguleika vistmanna Verndar að sækja um bætur vegna búsetu en ný lög taka gildi um áramót sem gera ráð fyrir því að einstaklingar sem búa á áfangaheimilum geti sótt um húsnæðisbætur eða húsaleigubætur. Eygló Harðardótt­ir vel­ferðarráðherra segir lögin hafi það meg­in­ mark­mið að lækka hús­næðis­kostnað efnam­inni leigj­enda með greiðslu hús­næðis­bóta einnig að því sé ætlað að verða liður í því að jafna hús­næðisstuðning hins op­in­bera við ólík bú­setu­form og stuðla þannig að því að lands­menn hafi raun­veru­legt val um bú­setu­form. 


Heimilismenn Verndar hafa hingað til þurft að reiða sig á styrki eða stuðning frá því sveitafélagi sem þeir eru skráðir hjá. Úrræði Verndar hefur verið meira og minna fullt síðustu ár og úrræðið fyllilega staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru um búsetúrræði. 

Vernd hefur nú starfað í rúmlega 50 ár þar sem vegalausum og húsnæðislausum hefur verið veittur stuðningur. Ríkar kröfur eru gerðar til endurhæfingar og aðlögunar þeirra sem þar búa. Einnig hefur Vernd gert ríkari kröfur um starfsendurhæfingu þeirra sem ekki geta sinnt hefðbundnum störfum.

 

Þráinn Farestveit