Fangelsismálastofnun hefur opnað Facebook-síðu og í fyrstu færslu hennar er greint frá þeim margvíslegu störfum sem fangarnir á Litla-Hrauni sinna.
Þar eru seldir bekkir og garðborð sem prýða rjóður viða um land. Einnig er hægt að panta númerplötu sérmerkta.
Sjá hér : http://www.fangelsi.is/fangelsi-rikisins/fangelsid-litla-hrauni/
Á meðal þeirra starfa eru að skera út og mála jólasveina, jólatré og jólasokka.
Hægt er að skoða verkefni fanganna sem starfa í trésmiðju Litla-Hrauns í myndaalbúmi Fangelsismálastofnunar á Facebook.
Sjá hér : https://www.facebook.com/fangelsismalastofnun/?fref=ts
Í færslunni er einnig greint frá því að ný heimasíða stofnunarinnar verður opnuð á næstunni. Þar verður m.a. boðið upp á vefverslun með vörur fanga.
Fangar á Litla-Hrauni starfa við hin ýmsu verkefni meðan á afplánun stendur. Síðustu verkefni fanga í trésmiðju fólust í að skera út og mála jólasveina, jólatré, jólasokka og margt fleira. Fleiri skemmtileg verkefni úr trésmiðju Litla-Hrauns er hægt að sjá í myndaalbúmi okkar hér á Facebook „Handverk fanga á Litla-Hrauni“. Á næstunni verður ný heimasíða Fangelsismálastofnunar sett af stað þar sem m.a. verður boðið upp á vefverslun með vörur fanga. Fram til þess geta áhugasamir fengið upplýsingar um vörur og verð í gegnum netfangið
Þráinn Farestveit