Dómareiknir

Afstaða, fé­lag fanga, hef­ur opnað vef­inn dom­a­reikn­ir.is sem sagður er „senni­lega mesta fram­fara­skref sem litið hef­ur dags­ins ljós varðandi upp­lýs­inga­gjöf um fram­gang í fanga­vist“. Til­gang­ur vefs­ins er að gera niður­stöðu dóma aðgengi­lega og skilj­an­lega, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Af­stöðu.

„Með nýja vefn­um geta fang­ar, aðstand­end­ur, fanga­verðir, lög­menn, frétta­menn og al­menn­ing­ur kynnt sér hvernig fram­gang­ur fanga­vist­ar er, að gefn­um for­send­um, og fengið þannig fram upp­lýs­ing­ar um dag­setn­ing­ar og þau úrræði sem í boði eru skv. nú­gild­andi lög­um og regl­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að oft virðist uppi mis­skiln­ing­ur um hvernig niðurstaða dóma er í fram­kvæmd, enda ekki á hendi dómsvalds­ins að út­færa dóma held­ur fram­kvæmda­valds­ins.

„Þó það sé hlut­verk dóm­stóla að kveða upp dóma flæk­ir það oft niður­stöðurn­ar að Fang­els­is­mála­stofn­un skuli síðan falið að út­færa dóm­ana og taka ákv­arðanir um hvernig skuli fulln­usta dóma. Dóm­a­reikn­in­um er ætlað að varpa ljósi á hvernig rétt­ar­kerfið virk­ar í raun, því út­koma dóma hef­ur að mörgu leyti verið hul­in þeim sem ekki hafa djúpt inn­sæi í ís­lenskt rétt­ar­kerfi - sem er þó svo mik­il­vægt fyr­ir rétt­ar­ríkið; að öll­um sé kunn­ugt um hvaða regl­ur þar ríkja og þær séu öll­um skilj­an­leg­ar, þar með talið dóma­fram­kvæmd.
 
Afstaða hef­ur jafn­framt, í sam­vinnu við lög­menn með sérþekk­ingu á saka­mála­rétti, sett sam­an upp­lýs­ing­ar um rétt­ar­kerfið og þau tak­mörkuðu dómsúr­ræði sem dóm­stól­ar hér á landi hafa úr að velja þegar dæmt er í mál­um. Dóm­stól­ar í Skandi­nav­íu hafa úr mun fleiri úrræðum að velja en ís­lensk­ir dóm­stól­ar og geta þannig t.d. ákveðið að afplán­un skuli fara fram und­ir ra­f­rænu eft­ir­liti (með s.k. ökkla­bönd­um), að dómþoli skuli gang­ast und­ir meðferðarú­ræði vegna ölv­unar­akst­urs og ann­ars kon­ar úrræði sem tryggja að afplán­un dóms hefst strax við upp­kvaðningu dóms. Þannig er or­sök og af­leiðing brots sett í sam­hengi, afplán­un hefst án tafa og fer fram í nærum­hverfi dómþol­ans.“