Tuttugu fangaverði vantar til starfa

 

Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga.Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir.Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands.Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar.Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt.„Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju. Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga.„Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju.


Skimað fyrir veirunni í fangelsum

Halldór Valur Pálsson, forstöðurmaður fangelsa 
Fréttablaðið/Stefán

Heilbrigðisstarfsfólk hefur mætt í fangelsi til að skima fyrir kórónaveirunni hjá föngum eftir athugasemdir frá umboðsmanni Alþingis.

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, heimsótti Litla-Hraun eftir yfirlýsingu frá Afstöðu – félagi fanga um ólíðandi ástand í fangelsum landsins vegna sóttvarna­ráðstafana og tafa á rannsóknum lögreglu.

Skúli sagði helst kvartað um töf á prófum til að staðfesta smit eða losa fanga úr sóttkví. Að hans mati er mjög brýnt að prófanir fari fram eins fljótt og frekast er kostur þar sem fangar eru í talsvert annarri stöðu en al­mennir borgarar sem geta sjálfir leitað eftir þessum prófum eða haft frumkvæði að því.

Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsa, segir fangelsismálayfirvöld taka heils hugar undir með honum.

„Við erum jafnframt sammála því að einangrun og sóttkví komi öðruvísi niður á mönnum sem eru frelsissviptir og þess vegna höfum við lagt okkur öll fram um að hafa þessi mál eins lítið íþyngjandi og frekast er kostur innan þess sem okkur er unnt,“ segir Halldór Valur.


Ekki barna­hneigðin sem kemur í veg fyrir að með­ferð virki

Anna Kristín Newton, sálfræðingur, hefur um árabil veitt gerendum kynferðisbrota meðferð. 
Fréttablaðið/Valli

Anna Kristín Newton, sál­fræðingur, segir að mál manns á Akur­eyri sem á að vista utan í­búa­byggðar vegna barna­hneigðar hans og hættunnar sem börnum stafar af honum, sé lík­lega eins­dæmi.

Maðurinn glímir, auk barna­hneigðar sinnar, við tals­verða þroska­skerðingu auk annarra skerðinga. Maðurinn hefur sætt þungri lyfja­með­ferð sem var ætlað að bæði bæta á­stand hans og draga úr kyn­hvöt, á­rásar­hneigð og þrá­hyggju hans en að með­ferðin hefur litlu skilað, auk þess sem sál­fræði­með­ferð hefur engu skilað.

„Hjá honum er það kannski ekki endi­lega barna­hneigðin sem kemur í veg fyrir að með­ferðin virki heldur þessi mikla þroska­skerðing sem gerir það að verkum að með­ferð gagnast ekki,“ segir Anna Kristín.

Fjallað var um mál mannsins í síðasta mánuði á vef Fréttablaðsins en þar kom fram að héraðs­dómur Norður­lands eystra herti nýverið öryggis­gæslu hans þannig að hann verður fluttur fjarri í­búa­byggð þar sem hann mun sæta gæslu allan sólar­hringinn, verður alltaf að vera með gæslu­manni utan dyra og auk þess sem það verður að tryggja að hann komist ekki í ná­vígi við nein börn eða minni máttar.

Maðurinn er talinn mjög hættulegur börnum og kemur fram í skýrslu geðlæknis, sem reifuð er í dómi, að ef hann fái tækifæri til muni hann misnota börn og jafnvel drepa þau. Þar kemur enn fremur fram að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, sé greindur með miðlungs þroska­hömlun og að greindar­vísi­tala hans mælist 42. Þroski hans er metinn á við sex til níu ára gamalt barn auk þess sem hann er með veru­lega skerðingu at­ferlis, ADHD, mót­þróa­þrjósku­röskun og mál­helti.

Þá kemur fram að maðurinn eigi sér langa sögu um að á­reita börn og mis­nota þau kyn­ferðis­lega allt frá því að hann var að­eins 11 ára gamall. Geð­læknirinn segir manninn hel­tekinn af barnagirnd og að allt hans líf snúist um það.

Líkur á broti minnka um helming við meðferð

Anna Kristín segir að það sé vitað að af þeim sem að þiggja með­ferð þá dragi það úr á­hættu og líkum á frekari brotum.

„Líkur á því að ein­hver brjóti aftur af sér minnkar um allt að helming, ef þau fá við­eig­andi með­ferð,“ segir Anna Kristín og á þá helst við sál­fræði­með­ferð.

„En svo getur lyfja­með­ferð verið mikil­væg við­bót.“

Hún segir að ef fólk með barna­hneigð sem ekki er með skerðingar sé lík­legra til að vera mót­tæki­legt fyrir með­ferð og það geti búið sér til ein­hvers konar inn­sæi um sjúk­dóm sinn.

„Þá er hægt að koma auga á hugsunar­villur sem þau hafa betri tök á að leið­rétta,“ segir Anna Kristín.

Ólíkir hópar

Anna Kristín segir að innan hópsins sem brjóti gegn börnum séu þó nokkrir ó­líkir hópar.

„Það virðist vera að sumir séu hrein­lega fæddir með kyn­ferðis­legar langar sem beinast fyrst og fremst að börnum, og hafa aldrei fundið fyrir kyn­ferðis­legum löngunum eða kenndum til full­orðinna. En svo er annað hópur sem brýtur af sér en hefur líka kenndir til full­orðinna en vegna að­stæðna, skorts á fé­lags­færni eða getu til að tengjast öðru fólki, þá leita þau á börn frekar en að stofna til full­orðins sam­bands,“ segir Anna Kristín.

Þriðji hópurinn er svo sá sem að skoðar mjög mikið af barna­níðs­efni og segir hún að hegðun þessa hóps virki stundum eins og fíkni­hegðun og þeir séu sí­fellt að leita að ein­hverju nýju og ein­hverju grófu.

„Það er hegðun sem er að hluta til á­ráttu­kennd. En sam­kvæmt lögum er þetta allt fólk sem myndi falla undir það að hafa brotið á börnum, en mögu­lega af sitt­hvorri á­stæðu,“ segir Anna Kristín og að með­ferðin verði að taka mið af því.

Hún segir lítið vitað um ná­kvæman fjölda þeirra sem glíma við barna­hneigð en rann­sóknir á­ætla að það megi gera ráð fyrir að um það bil eitt prósent full­orðinna karl­manna sé með slíkar hneigðir sam­kvæmt greiningar­kerfi DSM.

„En það er þannig að sumir sem eru með kenndir til barna eru líka með kenndir til full­orðinna. Það er ekkert endi­lega allir með 100 prósent barna­hneigð og að vera með barna­hneigð gerir fólk ekki sjálf­krafa hættu­legt því er erfitt að setja alla undir sama hatt,“ segir Anna Kristín og að með­ferð gagnist sumum betur en öðrum.

Anna Kristín tekur þó fram að þótt svo að mögu­lega sé um að ræða ein­stakt til­felli hjá manninum fyrir norðan þá séu ein­staklingar í hverju sam­fé­lagi sem séu hættu­legir öðrum og mikil­vægt er að reyna draga úr þeirri hættu með við­eig­andi leiðum.


Um­boðs­maður Al­þingis heim­sótti Litla-Hraun

Skúli Magnússon segir mikilvægt að einangrun eða sóttkví sé ekki lengri en þörf er á hjá föngum. 
Fréttablaðið/Eyþór

Margir greindust á Litla-Hrauni í síðustu viku með Co­vid-19. Um­boðs­maður Al­þingis kannaði að­stæður í fangelsinu í gær. Hann segir að­gengi fanga að skimun mikil­vægt svo að ein­angrun lengist ekki ó­þarf­lega.
Um­boðs­maður Al­þingis kom at­huga­semdum sínum varðandi ein­angrun og sótt­kví fanga á Litla-Hrauni munn­lega til fangelsis­mála­yfir­valda eftir heim­sókn em­bættisins í fangelsið í gær.

Við væntan­lega lokum málinu með bréfi en helstu at­huga­semdum hefur verið komið á fram­færi við fangelsis­mála­stjóra og for­stöðu­mann fangelsisins og það er góður vilji til sam­vinnu af þeirra hálfu,“ segir Skúli Magnús­son, um­boðs­maður Al­þingis.

Til­efni heim­sóknarinnar var meðal annars fréttir um heim­sókna­bann og tak­markanir í fangelsinu eftir kóróna­veiru­smit meðal fanga í síðustu viku. Rætt var við for­stöðu­mann fangelsisins, annað starfs­fólk og svo við fanga, bæði í sótt­kví og ein­angrun.

„Það er búið að haga málum þannig að fangar geta verið eins mikið og hægt er frjálsir ferða sinna og þannig búið að skipta fangelsinu upp að menn eru annað hvort í ein­angrun saman eða í sótt­kví saman,“ segir Skúli. Allt fangelsið var í annað hvort sótt­kví eða ein­angrun.

Í fáum til­fellum var þetta ekki hægt. Því hafa nokkrir fangar verið inni í klefa og ekki getað farið fram eða notað sam­eigin­lega að­stöðu í ein­angruninni.

Skúli segir helst kvartað um töf á prófum til að stað­festa smit eða losa fanga úr sótt­kví. Því hafi upp­hafs­degi smits seinkað eða sótt­kví verið lengri en nauð­syn­legt var.

„Ein­angrun og sótt­kví kemur öðru­vísi niður á mönnum sem eru frelsis­sviptir en þeim sem eru frjálsir ferða sinna,“ segir Skúli. Því hafi verið skoðað hvort sótt­kví og ein­angrun væri sem minnst í­þyngjandi.

„Að mínu mati var þetta mjög brýnt og það verður að hafa það í huga með þessa menn að þeir eru í tals­vert annarri stöðu en al­mennir borgarar sem geta sjálfir leitað eftir þessum prófum eða haft frum­kvæði að því,“ segir Skúli. Á­ríðandi sé að fangelsis­mála­yfir­völd sjái til þess að það sé gert eins skjótt og hægt er.


Skor­a á stjórn­völd að líta upp úr minn­is­blöð­um sótt­varn­ar­lækn­is

Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta.

Í áskorun til yfirvalda, sem send er vegna árásar fanga á fangavarðar um síðustu helgi, segir Afstaða að það sé réttmæt og nauðsynleg krafa að breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi. Jafnvel þurfi að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en séu of veikir til að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi.

„Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni,“ segir í áskoruninni.

Þar segir enn fremur að lög um fullnustu refsinga segi að hún eigi að fara fram með öruggum og skilvirkum hætti. Staðan sé ekki þannig í dag.

Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi.

„Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni.

 

Afstaða hefur sent sambærilega áskorun á yfirvöld þar sem segir að fangelsi séu undirmönnuð, fagfólki hafi fækkað og fangaverðir hafi hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Á sama tíma neiti geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi.

Félagið segir álagið á starfsfólk fangelsanna sé gríðarlegt og veikindi, vanlíðan og starfsleiði séu orðin áberandi.

„Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga,“ segir í yfirlýsingu Afstöðu.

Þá segir þar að félagið meti það svo að dómsmálaráðherra ætti að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis, Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur.

Áskorun Afstöðu í heild sinni:

Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni.

Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag.

Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks.

Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki.


Hópsmit á Litla-Hrauni

Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun.

Þetta er samkvæmt heimildum Vísis en staðan í fangelsinu í morgun var sú að föngum var ekki hleypt út úr klefum sínum í morgun. Og fylgdir það sögunni að þeir hafi ekki fengið morgunmat á þeim tíma sem þeir eru vanir.

„Staðan er þannig, svo það sé sagt hreint út, að það er komið upp hópsmit meðal fanga á Litla-Hrauni. Það sem verið er að gera núna er að kortleggja stöðuna, gera sér grein fyrir útbreiðslunni og á meðan það er í gangi takmörkum við samband milli deilda og húsa,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi.

Hann segir að þeir sem greinst hafi smitaðir séu 15 til 20 en enn er verið að taka sýni. Smitið var að koma upp og ráðstafanir sem gerðar eru séu í samráði og samstarfi við sóttvarnalækni.

„Við útfærum við þetta eins og frekast er unnt í samræmi við meðalhóf þó þannig að við tryggjum sem kostur er að smit berist ekki víðar.“

Sem þýðir þá hvað fyrir fangana?

„Þetta þýðir fyrir fangana sama og fyrir fólkið í landinu. Þeir sem eru smitað-ir af covid þurfa að einangra sig með sama hætti og annar staðar en við erum að athuga hvort unnt sé að flytja þá saman á deild sem eru með smit, þannig að þeir þurfi ekki að vera einangraðir inni á klefum.“

 

Ljósmynd Egill


Neyðarstig almannavarna

Neyðarstig almannavarna hefur nú verið virkjað og varðar það m.a. starfsemi fangelsanna. Viðbragðsáætlun stofnunarinnar hefur því tekið gildi en meðal þess sem breytist við neyðarstig er að allar heimsóknir til fanga falla tímabundið niður. Tekur þetta gildi frá og með morgundeginum. Vonast er til að þetta vari ekki lengi og verður takmörkunum aflétt eins fljótt og auðið er. hefur nú verið virkjað og varðar það m.a. starfsemi fangelsanna. Viðbragðsáætlun stofnunarinnar hefur því tekið gildi en meðal þess sem breytist við neyðarstig er að allar heimsóknir til fanga falla tímabundið niður. Tekur þetta gildi frá og með morgundeginum. Vonast er til að þetta vari ekki lengi og verður takmörkunum aflétt eins fljótt og auðið er.


Jóla- og áramótakveðjaStjórn og starfsfólk Verndar sendir

landsmönnum öllum bestu óskir

um gleðileg jól og farsældar á komandi ári

með þökk fyrir samstarf

og samskipti á árinu sem er að líða.

 

Vernd fangahjálp


Jól í fangelsi

Nokkrir hópar í samfélaginu geta ekki notið hefðbundinnar prestsþjónustu með því að fara til kirkju þegar þeir hafa löngun til. Hér er að sjálfsögðu átt við fólk sem dvelst á sjúkrahúsum og stofnunum eins og fangelsum. Þessum hópi tilheyra þó með öðrum hætti sé þau sem búa við fötlun og þroskahömlun. Innflytjendur og flóttafólk geta líka verið í þessari stöðu. En öllum þeim stendur til boða að njóta sértækrar prestsþjónustu þjóðkirkjunnar sem sérþjónustuprestar inna af hendi. Þjóðkirkjan hefur semsé á að skipa vaskri sveit sem sinnir fólki í þessum sérstöku og viðkvæmu aðstæðum af virðingu og trúmennsku. Þá ber þess að geta að prestar sem stofnanir ráða til sín, eins og sjúkrahúsin, eru þjónandi prestar þjóðkirkjunnar. Þar er og öflugur hópur sem sinnir sérþjónustu. Helgihald hjá þessum hópum ber auðvitað merki aðstæðna þeirra og ólíkra þarfa. Mestur tími þjónustunnar fer þó í margs konar persónulega sálusorgun; sálusorgun fjölskyldna, maka og barna svo dæmi séu tekin. Þá er og hluti af starfinu einsleg prédikunarþjónusta. Sumir staldra við um skamma hríð í þessum sérþjónustusöfnuðum meðan aðrir eru bundnir þeim alllengi og enn aðrir svo að segja ævina út. Jólin alls staðar En jólin knýja dyra hjá sérþjónustunni eins og öðrum. Þó jólahaldið fari fram með öðrum hætti en venjulega þá er kjarninn sá hinn sami: gleði og fögnuður. Kirkjan.is spurði fangaprest þjóðkirkjunnar, sr. Sigrúnu Margrétar Óskarsdóttur, hvernig jólahaldið yrði í fangelsunum. „Þetta eru önnur jólin sem ég þjóna í fangelsunum,“ segir hún, „það var sérstakt að taka við starfinu um svipað leyti og heimsfaraldur stakk sér niður. Þjónustan er fjölbreytt og það eru engir tveir dagar eins.“ Sr. Sigrún segir að í fyrra hafi eingöngu verið boðið upp á rafrænt helgihald vegna kórónuveirufaraldursins; helgistund var tekin upp í Grensáskirkju og send til fanganna á jóladag. „Það segir sig sjálft að það er ekki leið sem er valin nema annað sé ekki í boði eins og raunin var þá.“ Hún segir að það sé tilhlökkunarefni að geta mætt á staðinn í ár. Jólamessur verða á jóladag á Sogni, Litla-Hrauni og Hólmsheiði. „Með mér fara söngelsku systkinin Anna Sigga og Jón Helgabörn ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur undirleikara,“ segir sr. Sigrún. „Á Kvíabryggju mun sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur Setbergsprestakalls, sjá um jólamessuna.“ Sr. Sigrún segir að helgihald í fangelsi sé sérstaklega ánægjulegt og gott sé að verða vitni að því hvernig við verðum kirkja þegar komið sé saman í nafni Jesú Krists. „Við komum saman í matsalnum á Sogni, í íþróttahúsinu Litla-Hrauni og á bókasafninu á Hólmsheiði, þessir staðir eru sannarlega kirkjur þegar við heyrum Guðsorð, syngjum og biðjum saman,“ segir hún. Krefjandi og gefandi að þjóna þessum hópi  „Það er ljóst að ástæður eru margvíslegar fyrir fangavistun,“ segir hún, „mér finnst erfitt að verða vitni að því að sem samfélag skortir okkur úrræði fyrir hóp fólks sem á við flókinn vanda að stríða. Fólk sem glímir við fíknisjúkdóma eða flóknar geðraskanir og þarf á viðeigandi meðferð að halda sem fangelsi hafa ekki upp á að bjóða. Við verðum að gera gangskör í að dómskerfi, heilbrigðiskerfi og félagsleg þjónusta taki samtal af fullri einurð um að leysa betur úr vanda þessa hóps. Það gleðilega við þessa þjónustu er að eiga þessi fjölbreyttu samskipti.“ Í dag eru 141 einstaklingar að afplána í fangelsi og þar af eru átta konur. Á áfangaheimilinu Vernd eru 24 og 9 eru á ökklabandi. Afplánunarfangelsi ríkisins eru: Litla-Hraun, Sogn (opið fangelsi), Hólmsheiði (þar er og  gæsluvarðhaldsfangelsi) og Kvíabryggja sem er opið fangelsi.  Sr. Sigrún segir að hún og söngkonan, Anna Sigga, hafi brugðið undir sig betri fætinum 10. desember s.l. og farið á Kvíabryggju. „Jólaguðspjallið var flutt og sungin jólalög,“ segir hún. „Þarna sátum við sannarlega öll við sama borð, þau sem þarna starfa og dvelja lögðu sig fram um að kalla fram hátíðleikann sem tilheyrir þessum árstíma.“ Í jólahlaðborðið hafði verið lagður mikill metnaður sem var eins og á fínasta veitingastað og svo hafi salurinn verið fallega skreyttur. „Það var einstaklega ánægjuleg ferð,“ segir sr. Sigrún.

„Myndin var tekin á leiðinni vestur, jökullinn logaði í allri sinni dýrð,“ segir sr. Sigrún í lokin. Hún er vinstra megin á myndinni og Anna Sigga, söngkona, hægra megin hsh


Uppreist æra

 

Mikil óvissa eftir afnám uppreistrar æru

Samkvæmt rannsókn laganema við HA skapaði afnám lagaákvæða um uppreista æru óvissu, bæði fyrir þá sem ljúka afplánun í dag og þá sem höfðu áður fengið borgaraleg réttindi sín til baka.

Óvissa ríkir um borgaraleg réttindi brotamanna eftir afplánun og embætti túlka lögin á mismunandi hátt. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhönnu Óskar Jónasdóttur við lagadeild Háskólans á Akureyri, um áhrif afnáms lagaákvæða um uppreista æru. Málþing verður haldið um málefnið þann 17. september í skólanum og streymt á netinu.

Uppreist æra var afnumin úr hegningarlögum árið 2017 eftir að mál kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar komust í hámæli og felldu að lokum ríkisstjórnina. Löggjöfin var aðlöguð að þessu en með misjöfnum árangri, að mati Jóhönnu.

„Í sumum lögum segir að menn geti fengið réttindi sín aftur að fimm árum liðnum, en ekki í öðrum, sem þýðir að skerðingin er ævilöng,“ segir hún og nefnir dæmi úr lögreglunni. Lögreglumaður sem fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir breytinguna hélt sínu starfi, á meðan annar sem framdi brot með sömu refsingu eftir breytinguna missti það.

Áður fengu einstaklingar sjálfkrafa óflekkað mannorð fimm árum eftir afplánun og öll borgaraleg réttindi ef dómur var óskilorðs-bundinn í 4 til 12 mánuði. Ef dómur fór fram úr því þurfti að sækja um uppreista æru.

„Það er óvissa um hvernig eigi að túlka lögin. Fyrst það er orðið matskennt hjá hverjum og einum hvort skýra eigi refsidóm sem einungis óskilorðsbundinn dóm eða einnig skilorðsbundinn, er verið að skerða réttindi einstaklinga án þess að það sé lagagrundvöllur fyrir því,“ segir Jóhanna.

 Hvert tilfelli sé metið

Áhrifin af því að missa sín borgaralegu réttindi, jafnvel fyrir lífstíð, eru margvísleg, samkvæmt ritgerðinni. Hið augljósasta er líklegast skerðing á atvinnufrelsi sem sé varið í stjórnarskránni. Þá geti það verið vandkvæðum háð að bjóða sig fram í kosningum, eins og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, komst að í vetur. Ekki megi heldur vanmeta það að fólk upplifi beiskju og að það sé útilokað frá samfélaginu.

„Mér finnst eðlilegt að hvert tilfelli sé metið, í stað þess að fólk sé útskúfað það sem eftir er,“ segir Jóhanna. Til dæmis að horft sé til þess hversu langt sé um liðið og hvort viðkomandi hafi snúið lífi sínu við. „Það er eins og ákvæðinu um uppreista æru hafi verið sópað undir borðið og ekkert spáð í framhaldinu, því þessi heildarendurskoðun laganna í kjölfarið skilur eftir sig bæði skerðingu á réttindum og óvissu.“

Þó að Jóhanna telji ákvæðið hafa verið afnumið í flýti og hugsunarleysi, telur hún ekki líklegt, í ljósi þess sem á undan er gengið, að það rati aftur inn í löggjöfina. Mikilvægt sé þó að leysa úr óvissunni, meðal annars gagnvart þeim sem áður hafa fengið uppreista æru.

„Hópur einstaklinga sem áður hafði öðlast óflekkað mannorð sjálfkrafa eða hlotið uppreista æru er nú í óvissu,“ segir hún. „Þegar lagaákvæði eru túlkuð sem svo að viðkomandi má ekki hafa hlotið refsidóm, er horft á feril viðkomandi frá því hann varð 18 ára, óháð því hvort hann hafi öðlast óflekkað mannorð í eldri tíð laga, því má ætla að verið sé að beita afturvirkni laga.“

 Fólk sé frekar stutt aftur út í samfélagið

F13061017 guðnijohan 02 (2).jpg

 

„Spurningin er hvort við viljum taka aftur við fólki inn í samfélagið eða hvort búið sé að taka upp þá stefnu að þeir sem hafa brotið af sér eigi aldrei afturkvæmt inn í mannlegt samfélag,“ segir Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, sem flytur erindi á málþinginu. „Ég er talsmaður þess að við styðjum fólk frekar til að koma aftur.“

Áður fyrr hafi brotamenn verið brennimerktir án möguleika á að verða fullgildir meðlimir samfélagsins, með tilheyrandi eymd og félagslegum vandamálum.

„Ég tel ekki rétt að útiloka fólk alfarið út frá afbrotunum sjálfum, heldur ætti að horfa á hvar einstaklingurinn er staddur í sinni betrun,“ segir Arnar.

Prófessor segir afnám réttinda refsiauka

F07120118 Erla Bolla  02.jpg

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, sem meðal annars mun fjalla um ítrekunartíðni, segir hlutverk viðurlagakerfisins tvenns konar. Annars vegar að refsa til að fæla fólk frá afbrotum og hins vegar að endurhæfa og betra fólk. „Þetta er að sumu leyti mótsagnakennt og getur grafið hvort undan öðru,“ segir hann.

Segir hann umræðuna um uppreista æru mest megnis snúast um kynferðisbrotamenn. Afnám borgaralegra réttinda væri í raun refsiauki, líkt og löggjöf í Bandaríkjunum og fleiri löndum um skráningar kynferðisbrotamanna. „Sumir hafa talað fyrir þessari leið hérna, en rannsóknir erlendis frá sýna að skráningin veitir falskt öryggi og geri viðkomandi aðeins útskúfaðri og hættulegri,“ segir Helgi.

Nefnir hann að til dæmis í Bretlandi hafi verið komið á sérstökum stuðningsúrræðum fyrir slíka brotamenn er kallast Circles.


Fyrsta covid-smitið í fangelsum landsins

Fyrsta smitið meðal fangavarða í fangelsum hér á landi er komið upp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Smitið mun hafa komið upp á Litla-Hrauni.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RUV. Smitið er á Litla-Hrauni og um er að ræða fyrsta tilfellið þar sem smit greinist innan fangelsa landsins síðan kórónuveirufaraldurinn hófst.

Páll segir að þegar hafi verið gripið til viðeigandi aðgerða. Einn fangavörður er í einangrun og tveir í sóttkví. Ekki hefur smit greinst á meðal fanga enda segir Páll að vel gætt að skjólstæðingum fangelsisins.

Páll segir að fylgst verði grannt með framvindu mála og staðan skýrist á næstu dögum.


Vistmenn Verndar komnir í sóttvarnarhús

Smit kom upp á áfanga­heim­il­inu Vernd á laug­ar­dag­inn. Í kjöl­farið greind­ist annað smit og all­ir starfs­menn og vist­menn þurftu að fara í sótt­kví. „Þá var bara tek­in ákvörðun í sam­ráði við sótt­varna­yf­ir­völd að tæma Vernd og all­ir vist­menn­irn­ir fengu inni í far­sótt­ar­húsi á meðan starf­sem­in ligg­ur niðri,“ seg­ir Þrá­inn Bj. Farest­veit, fram­kvæmda­stjóri Vernd­ar. Er þetta und­an­tekn­ing frá reglu­gerð sem var breytt ný­lega af heil­brigðisráðherra á þann veg að ein­ung­is ein­angr­un­ar­gest­ir fengju að dvelja í far­sótt­ar­hús­um, ekki þeir sem sæta sótt­kví. Vegna smit­anna var aft­ur á móti ekki hægt að halda starf­sem­inni gang­andi og því það eina í stöðunni að vist­menn­irn­ir fengju að dvelja í far­sótt­ar­hús­inu þangað til hún get­ur haf­ist að nýju en Þrá­inn býst við því að það verði eft­ir um það bil viku. Í fyrstu skimun komu ekki fram nein fleiri smit en þessi tvö. Aft­ur verður skimað síðar í vik­unni. Vernd átti að taka á móti nýj­um vist­mönn­um í vik­unni en ljóst er að það frest­ast líka.

„Þetta er sér­stakt en miðað við þá stöðu sem er í sam­fé­lag­inu var viðbúið að þetta gæti gerst.“

 

Frétt mbl