Formaður og framkvæmdastjóri Verndar fóru á fund með innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í dag 11. febrúar. Á fundinum var farið yfir málefni Verndar og ráðherra kynnt stefna félagasamtakanna, saga og framtíðarsýn. Einnig var farið yfir rekstrarfyrirkomulag Verndar og framtíðarhorfur í fangeslsismálum. Úrræði Verndar hefur verið meira og minna fullt síðustu 2 árin og úrræðið fyllilega staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru. Vernd hefur nú starfað í rúmlega 50 ár og miklar kröfur gerðar til mögulegrar endurhæfingar þeirra sem þangað koma. Einnig hefur Vernd gert ríkari kröfur um starfsendurhæfingu þeirra sem ekki geta sinnt hefðbundnum störfum og hafa ekki verið færir um að vinna hefðbundna vinnu. Á fundinum í dag fékk innanríkisráðherra að heyra sjónarmið Verndar varðandi málefni fanga sem taka út dóma á Vernd. Að lokum þakkaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fyrir áhugaverða kynningu á starfsemi Verndar.
Á mynd: Elsa Dóra Grétarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þráinn Farestveit