Fjárhagsaðstoð fanga

Verndarmenn fá fjárhagsaðstoð

Fella úr gyldi ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun á Vernd eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð.

Ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð verður afnumin. Umboðsmaður borgarbúa tók til skoðunar umrætt ákvæði sem komið var á í september 2009 "til að skýra stöðu þeirra umsækjenda um fjárhagsaðstoð sem afplána refsidóma," eins og segir í greinargerð velferðarsviðs. Greinargerðin fylgdi tillögu, sem borgarráð samþykkti í gær, um að fella regluna út.

Fram kom að flestar umsóknir frá föngum um fjárhagsaðstoð komi frá þeim sem dvelja á áfangaheimilinu Vernd. Velferðarsvið borgarinnar segir að Fangelsismálastofnun beri ábyrgð á að þeir fangar eins og aðrir hafi fæði, húsnæði og aðrar nauðsynjar. Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í máli manns sem dvaldi á Vernd að ákvæðið sem útilokaði fanga í afplánun frá fjárhagsstoð stæðist ekki grundvallarreglur um jafnræði borgaranna og rétt til félagslegrar aðstoðar.

Fréttablaðið- gar

 

Þráinn Farestveit