Fangaprestur þjóðkirkjunnar sálusorgar fanga og fjölskyldur þeirra. Starfsvettvangur hans eru afplánunarfangelsi landsins en þau eru: Hegningarhúsið, sem er skilgreint sem móttökufangelsi og þangað koma fangar fyrst til afplánunar nema konur, fangelsið tekur 16 fanga; Kópavogsfangelsið, tekur 12 fanga, það er kvennafangelsi en þar eru einnig karlfangar; Litla-Hraun, þar er fangafjöldi alla jafna 80 auk gæsluvarðhaldsdeildar sem tekur níu fanga; Kvíabryggja, þar eru fangar 23; fangelsið á Akureyri en það tekur níu fanga.
Fangaprestur heimsækir fangelsin reglulega, alla jafna tvisvar til þrisvar í viku fer hann í fangelsið á Litla-Hrauni, vikulega í Hegningarhúsið og Kópavogsfangelsið. Heimsóknir eru tíðari ef svo ber við t.d. þegar alvarleg mál koma upp hjá föngum eða í fangelsunum. Fangelsið á Kvíabryggju er sótt heim á um sex vikna fresti og farið nokkrum sinnum á ári í fangelsið á Akureyri (að jafnaði á tveggja mánaða fresti.)
Einnig sinnir hann vistmönnum á áfangaheimili Verndar en þar eru samkvæmt samningi við Fangelsismálastofnun ríkisins fangar sem eru að ljúka afplánun og eiga allt að átta mánuði eftir af afplánuninni. Alla jafna eru á áfangaheimilinu um 15 – 20 menn í afplánun auk nokkurra sem eru í almennri vist. Þangað kemur fangaprestur vikulega og oftar ef með þarf.
Fangaprestur sinnir sömuleiðis réttargeðdeildinni að Sogni. Réttargeðdeildin er í eðli sínu sjúkrastofnun en þar eru vistaðir ósakhæfir fangar og í sumum tilvikum afplánunarfangar sem þar eru lagðir inn til skemmri eða lengri vistar vegna andlegra erfiðleika. Fangaprestur vitjar réttargeðdeildarinnar að jafnaði einu sinni í mánuði.
Fangaprestur sinnir aðstandendum fanga eftir því sem þeir leita til hans og í mörgum tilvikum hefur hann samband við þá að beiðni fanga eða annarra skyldmenna.
Sálusorgun fanga í gæsluvarðhaldi getur tekið mislangan tíma. Í mörgum tilvikum er um afar erfið mál að ræða og flestir gæsluvarðhaldsfangar glíma við mikla vanlíðan.
Fangaprestur er einnig formaður fangahjálparinnar Verndar og ritstjóri Verndarblaðsins. Einnig situr hann í húsnefnd áfangaheimilis Verndar.
Skrifstofa fangaprests er í Grensáskirkju og er viðtalstími alla virka daga frá kl. 9-12 og eftir samkomulagi. Sími á skrifstofu er 528-4429 en farsími fangaprests er 898-0110
Þráinn Farestveit
Þráinn Bj Farestveit
Útlitsdýrkunin tekur sinn toll - sterar - astmalyf - Dópsalar sjá oft um sterasölu.
Á Íslensku eru til mörg orð sem höfð eru um fangelsi. Mætti þar t.d. nefna hegningarhús, tukthús, betrunarhús og sakahús. Orðin steinn eða grjót (oftast með greini: steininn eðagrjótið) eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg 9, sem stundum er einnig nefnd Nían. Önnur orð tengd fangelsi eru t.d. Letigarður sem var vinnuhæli sem var sambyggt fangelsinu. ]Það orð var þó einnig haft um þurfamannahæli. Dýflissa er orð sem aðallega haft er um fangelsi í köstulum, svo er um svarthol og myrkvastofu, þó þau séu jöfnum höndum einnig höfðu um fangelsi almennt. Prísund er einnig haft um dýflissu, en sömuleiðis um hverskonar kvalarstað.
1. Áfangaheimilið er rekið fyrir þá sem eru að vinna að því að koma undir sig fótunum í samfélaginu og/eða til þess að koma í veg fyrir að viðkomandi einstaklingur tapi stöðu sinni í þjóðfélaginu. Staðurinn er heimili, ekki stofnun, þar sem tillitsemi og virðing fyrir öðrum einstaklingum er í fyrirrúmi. Dvöl er háð samþykki húsnefndar.